Vikan


Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 19

Vikan - 27.07.1939, Blaðsíða 19
ISfr. 30, 1939 VIKAN 19 Kisa eignast kettlinga uðmundur Sveinsson bjó á. Hofi. Hann átti tvö börn, Hörð, tólf ára og Ingu, sex ára. Hörður var svo stór, að hann varð að vinna mikið á bænum, og það gat hann líka. En ekki var samt laust við, að hann öfundaði systur sína, sem hafði ekkert annað að gera, frá því að hún opnaði aug- un á morgnana þar til hún lokaði þeim á kvöldin, en að borða og leika sér. Inga leit upp til bróður síns og elti hann oft. Einn daginn voru þau samferða út í f jós. Hörður var með mjaltaföfu, því að hann var að læra að mjólka. Inga ætlaði að gefa kisu mjólk. Hörður settist undir kúna og fór að mjólka. Inga sótti tréskó, sem kisa drakk úr og kallaði: — Komdu, kisa mín! Kisa vissi, hvað það þýddi. Hún kom út úr hlöðunni og mjálmaði eins og hún vildi segja: — Já, ég er að koma, Inga. Hvar er mjólkin? Síðan þefaði hún af skónum, en þegar ekkert var í honum, nuddaði hún sér upp við Ingu og mjálmaði. Hún fékk samt ekkert, fyrr en Hörður hafði lokið við að mjólka. Inga hellti í skóinn, og kisa lapti. — Sjáðu hana! kallaði Inga. — En hvað hún er horuð, sagði Hörð- ur. — Ætli hún hafi ekkert fengið í morg- un? I sama bili kom f jósamaðurinn og sagði, að kisa hefði eignazt kettlinga. Inga klappaði saman lófunum af ánægju. — Ó, hvað gaman verður að leika sér við þá. En fjósamaðurinn horfði reiðilega á kisu og sagði: — Svei kisa, nú verð ég að drekkja þeim. Inga hljóp háskælandi til pabba síns og mömmu og sagði þeim, hvað fjósamaður- inn ætlaði að gera. Mamma hennar sagði henni, að kettlingunum yrði að drekkja, svo að heimurinn fylltist ekki af köttum, og pabbi hennar reyndi að hugga hana með því, að þetta yfði gert, þegar kisa væri ekki við, og þá yrði hún ekkert sorgmædd. En Inga lét ekki huggast. Um kvöldið grét hún sig í svefn. En næsta morgun ákvað hún að hjálpa kisu. Hún hljóp út í fjós og kallaði á kisu, sem kom strax hlaupandi og nuddaði sér upp við hana. Inga sagði henni, hvað full- orðna fólkið ætlaði að gera og að nú ætl- aði hún að hjálpa henni að fela kettling- ana. Auðvitað skildi kisa ekki það, sem hún sagði. En hún vissi, að kettlingarnir biðu og flýtti sér inn í hlöðu. Inga elti hana. Hún fann fimm kettlinga í heyinu. Hún tók þá í svuntu sína, bar þá upp á loft í hlöðunni og sagði kisu, að þar væru þeir bezt geymdir. Þegar hún kom inn aftur, minntist hún BARNASAGA ekki á, hvað hún hefði gert, og enginn minntist á kettlingana. Kisa fékk mjólk um kvöldið eins og venjulega. Næsta dag þegar Inga ætlaði að fara til kisu og kettlinganna, voru þeir ekki þar, sem hún skildi við þá síðast. Skyldi ein- hver hafa tekið þá? Hún kallaði kjökrandi á kisu, en kisa svaraði ekki. Hún fór út í fjós og fann þau þar. Kisa hlaut að hafa flutt þá sjálf. Inga sagði kisu, hvað þetta væri hættu- legt og flutti þá aftur upp á loft og gróf þá niður í heyið. Kisa mjálmaði og elti. En hún hafði mis- skilið þetta, því að hún fór niður í holuna og sótti einn kettlinginn. 1 sama bili kom f jósamaðurinn og þreif kettlingana fjóra. Inga bað hann grátandi að láta þá vera. En hann sagði henni, að hún gæti gætt kisu á meðan hann drekkti kettlingunum. Síðan stakk hann kettlingunum í poka. — Hvert ferðu með þá? spurði Inga. — I vatnið, sagði hann og fór. Inga fór að gráta, en þegar hún mundi eftir því, að einn var eftir, lét hún hugg- ast. Honum varð að bjarga. Aftur fór hún upp á loftið og að holunni. Síðan fór hún niður að vatninu til þess að vita, hvort hún gæti ekki bjargað kett- lingunum. Hún ranglaði með fram vatn- inu, en varð einskis vísari. Þá datt henni í hug, að kisa kynni að hafa flutt kettling- inn niður í hlöðuna aftur, svo að hún tók til fótanna og hljóp svo hratt, að hún missti húfuna sína án þess að taka eftir því. Kisa var samt í sama stað. Inga lagðist hjá holunni. Kisa hlýtur að hafa verið ánægð, því að hún tók að mala. Það leið ekki á löngu áður en Inga steinsofnaði. — Um kvöldið varð fólkið vart við, að Ingu vantaði. Það var leitað um allt og hrópað og kallað, en enginn svaraði. Niðri við vatnið fannst húfan hennar. Skyldi hún hafa dottið í vatnið og drukkn- að? Þau leituðu fyrir sér, en fundu ekkert. Tárin runnu niður kinnar móður Ingu. Maður hennar sá það og sagði hljóðlega: — Og við, sem vorum svo glöð í morgun. Hörður hafði verið í skólanum, en þegar hann kom heim og frétti þetta, datt hon- um í hug, að Inga hefði ætlað að bjarga kettlingunum. Hann sagði foreldrum sín- um það, og þau flýttu sér í hlöðuna. Þar lá Inga. Móðir hennar sá hana fyrst. Inga vaknaði við hávaðann og þreif strax kisu og kettlinginn og sagði kjökrandi: — Þið fáið þau ekki! — Þú mátt eiga þau, sagði pabbi hennar. — Og þú bjargaðir kettlingnum, sagði Hörður sigri hrósandi við systur sína. Kisa lagði framlappirnar yfir kettling- inn og malaði ánægjulega. BKOS. Framh. af bls. 17. an kom honum til að brosa. Honum datt í hug, að gaman væri að taka utan um dökk- gular hendur hennar. — Mea culpa! hrópaði hann með sjálf- um sér. Og einmitt um leið, fann hann til á milli rifbeinanna og honum fannst vera sagt: Brostu! Konurnar þrjár horfðu hver á aðra, og hendur þeirra flugu upp í loftið eins og sex fuglar, sem fljúga skyndilega út úr laufinu, og hnigu síðan niður aftur. — Aumingja barnið! sagði abbadísin með meðaumkun. — Já, aumingja barnið! hrópaði unga nunnan barnalega. — Gia! sagði dökkleita nunnan. Abbadísin gekk hljóðlega að rúminu og beygði sig yfir líkið. — Hún virðist skilja! tautaði hún. — Finnst ykkur það ekki? Þær hneigðu höfuðin. 1 fyrsta skipti sáu þær hina hræðilegu boga í munnvikjum Ófelíu. Þær horfðu undrandi á hana. — Hún hefir séð hann! hvíslaði unga nunnan. Abbadísin lagði blæjuna aftur yfir and- lit líksins. Síðan lásu þær bæn. Abbadísin hagræddi ljósunum áður en hún fór út. Dökkleita nunnan settist niður aftur með bænabókina sína. Hinar tvær gengu hægt með pilsaþyti í gegnum stóran, hvít- an ganginn. I hinum svörtu, felldu kjólum svifu þær hljóðlega áfram eins og tveir svartir svanir niður eftir stóru fljóti. En allt í einu námu þær staðar. Þær höfðu samtímis tekið eftir manni, sem var í fá- tæklegum frakka og stóð yzt í ganginum. Abbadísin hraðaði sér svo, að það var eins og hún hlypi. Matthew sá þessar fyrirferðamiklu ver- ur koma þjótandi á móti sér. Unga nunn- an kom á eftir henni. — Pardon, ma mére! sagði hann eins og hver annar maður á götu úti. — Ég gleymdi hattinum mínum---------. Hann hreyfði handlegginn vonleysislega, og aldrei hefir andlit nokkurs manns verið eins laust við bros og andlit hans var þá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.