Vikan


Vikan - 27.07.1939, Síða 20

Vikan - 27.07.1939, Síða 20
20 VIKAN Nr. 30, 1939 Uppfinningamadurínn, sem hvarf. Fyrir röskum aldarfjórðungi lauk hinni áhrifaríku æfi dr. Rudolph Diesels, er hann stökk fyrir borð af skipi í Ermasundi. Kvöldið 29. september 1913, var dr. Rudolph Diesel á leið yfir Erma- sund, ásamt tveimur vinum sínum, og var förinni heitið til London, til fundar við brezka verksmiðjueigendur og land- varnarmálaráðuneytið. Er hann hafði snætt kvöldverð, gekk hann um stund á þilfari með vinum sínum, en kl. 10 fór hann að hátta og lét þess getið við kunningja sína, að hann vonaðist til að sjá þá hressa og glaða í fyrramálið. Þetta var það síðasta, sem menn vita um hinn merka uppfinningamann Diesel-vél- arinnar, því að morguninn eftir var hann horfinn. Náttfötin hans lágu samanbrotin á höfðalaginu, og úrið hans hékk yfir rúminu, en eigandinn var allur á bak og burt. Viku síðar dorgaði hollenzkur fiski- bátur lík í Ermasundi, en það var svo skaddað, að bátsverjar létu sér nægja að tæma vasa þess og fleygja því síðan út- byrðis. En þegar farið var að athuga, hvað vasamir höfðu haft að geyma, reynd- ist þetta hafa verið lík dr. Diesels. Þetta skyndilega hvarf þessa heims- fræga manns varð saga til næsta bæjar. Ymsir vildu halda því fram, að hann hefði verið myrtur, til þess að koma í veg fyrir, að hann léti brezka land- ur til að leita á náðir nokkurs manns. Hafði hann fest kaup á jarðeignum, er skyndilega höfðu fallið í verði um meira en eina milljón krónur. Rudolph Diesel fæddist í París 1858. Foreldrar hans voru bæði þýzk. Þegar ófriðurinn milli Frakka og Þjóðverja brauzt út 1870, vár Rudolph litli sendur til ættingja sinna í Augsburg, og þar ólst hann upp. Bar snemma á góðum gáfum hjá honum, og skólanámið veittist honum afar létt. Er hann hafði lokið námi við iðn- skólann í Augsburg, hvarf hann til Miinch- en og hóf nám við fjöllistaskólann þar og lauk glæsilegu prófi. Frá því að hann fyrst fór að bera skyn á vélar, hafði hann dreymt um að smíða gangvélar, sem ekki eyddu til einskis eins mörgum orkueining- um og gufuvélin og gasmótorinn gerðu. Og er hann að loknu námi varð erindreki í París fyrir frystivélaverksmiðju, tók hann í hjáverkum sínum að vinna að þessari hugmynd, og sat oft langt fram á nætur á vinnustofu sinni við að teikna vél- ar. Er hann 35 ára gamall flutti til Ber- línar, hafði hann lokið við teikningu á nýrri tegund hreyfivéla. Keypti hann síð- an einkarétt á hugmyndinni, og gaf síðan út prentaðan bækling, þar sem hann gerði grein fyrir uppfinningu sinni. Bjóst hann við fremur daufum undirtektum, enda var vél hans í háði nefnd pappírsvélin, þar sem þetta voru aðeins teikningar af vél, en ekki vélin sjálf. En vélsmiðja ein í Augsburg tók að sér að smíða vélina eftir teikning- um og fyrirsögn uppfinningamannsins, og fjórum árum síðar var vélin fullgerð og stóð þarna eins og hvert annað furðuverk, sem verkfræðingar og vélsmiðir frá flest- um löndum heims komu til að skoða og furða sig á. Og enginn minntist nú einu orði á pappírs-vélina. Hér stóðu menn aug- liti til auglitis við hreyfivél framtíðarinn- ar, vél er notaði hráolíu fyrir orkugjafa, auk margra annarra ódýrra efna, svo sem tjöru, asfalt, og-jafnvel áfir. Og nú fór tími upphefðarinnar í hönd fyrir Rudolph Diesel. Hann græddi ógrynni fjár og var hvarvetna sýnd hin mesta virðing. Árið 1912 dvaldi hann lengi í Bandaríkjunum, og engan hefði þá órað fyrir því, að árið eftir mundi Diesel fyrirfara sér út úr pen- ingavandræðum. Æfiferill þessa merka manns er nú fall- inn í gleymskunnar djúp, en nafn hans lif- ir í drunum þungra vörubifreiða og þjót- andi eimlesta, í þyti flugvélanna og gang- hlökkti stórra skipa, sem sigla fram og aftur yfir hinni votu gröf uppfinninga- mannsins. — Það er óþægilegt fyrir þig, Jón, að stama eins og þú gerir. — Já, vi-við hö-höfum allir okk-okkar ga-galla. Með hva-hvaða he-hendi snýt- snýtir þú þé-þér til dæmis? — Venjulega þeirri hægri. — Sko-o, da-datt mé-mér ekki í hu-hug. Ég snýt-snýti mé-mér me-með vasa-klútn- um mín-mínum. Konur! Ef menn ykkar gefa ykkur allt, sem þið biðjið um, sýnir það aðeins eitt — þið biðjið ekki um nóg. * — Ég veit ekki, hvort ég á að verða tannlæknir eða augnlæknir. — Auðvitað tannlæknir, maður. Fólk hefir ekki nema tvö augu, en þrjátíu og tvær tennur. varnarmálaráðuneytinu í té uppfinningar sínar. En hin eina skynsamlega ástæða fyrir hvarfi dr. Diesels er nýlega komin fram, og er færð í letur af syni hans, sem segir, að faðir sinn hafi um þessar mundir verið í þann veginn að verða gjald- þrota, en verið of stórlynd- Dr. Rudolph Diesel og fyrsta Diesel- vélin, er var smíSuð 1897.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.