Vikan


Vikan - 27.07.1939, Síða 21

Vikan - 27.07.1939, Síða 21
Nr. 30, 1939 VIKAN 21 Oli og Addi í Afríku. Öli, Addi og Davíð finna ávexti á leið sinni. — Davíð: Snertið þá ekki. Lóra hefir eitrað þá. En ókunni maðurinn hefir sett þá þama. — Ókunni maðurinn: Hvers vegna borða þeir ekki ávextina ? Ókunni maðurinn flýtir sér að svarta hellinum. Hann langar til að vita, hvort drottningin er þar. Kort Lóru hefir verið rétt, og nú taka burðar- Drottningin lætur höggin dynja á þrælunum Þeir draga járnslegna eikarkistu upp úr hol- menn hennar strax til starfa. til að hvetja þá. Síðan kallar einn, að fjársjóð- unni. — Lóra: Setjið hana niður, annars lem ég imir séu fundnir. ykkur. Ókunni maðurinn fylgist með verkum manna Loksins geta þeir opnað hana. En i kistunnl _ Lóm úr felustað sinum. er ekkert nema grjót. Lóra: — Ég hefi komið í einu detta þeir niður í djúpa gryfju og missa of seint. meðvitundina. MOLAK AF BOKÐI. Framh. af bls. 11. þegar hann hitti með ör hnetuna á höfði sveinsins, sem var systursonur Indriða ilbreiða. Þetta að ríða öðrum manni knút, sem torvelt er að leysa, eða ómögulegt, þýðir það, að koma manni í vanda, sem hann getur eigi ráðið fram úr. En það er áhrifa- meira og minnisstæðara, hlustendum og lesendum, frásagnar, að fela eða birta hugsun sína í þessari mynd, en að hafa á lofti slétt orð og tilkomulítil. Sá maður eða rithöfundur verður eftir- tektarverðari, sem kann þá list, að vanda orðfæri sitt og gera það einkennilegt, en hinn, sem reikar um andlega flatneskju hugsana og orða. * „Hver og einn rær og slær með sínu lagi.“ Svo segir málsháttur gamall. Því er nú betur að tilveran er gædd fjölbreytni. Það væri eigi æskilegt, að íþróttamenn tungutaksins væru allir eins eða mjög svipaðir. Á því fer vel, að svo er margt sinnið sem skinnið. Sá, sem hefir komið auga á þá snilli náttúrunnar eða forsjónarinnar — að hún getur æ og æfinlega skapað hvem ein- stakling frábrugðinn öðrum, lítur að sjálf- sögðu smáum augum hverja farandtízku, sem ástundar að marka alla undir sitt hið sama mark. Það er eigi fagnaðarefni að ganga um langa og breiða þjóðleið, mæta 300 stúlk- um og verða þess áskynja, að þær eru svo líkar hver annarri í vexti, að klæðaburði og yfirlitum, að lítinn mun sér á þeim. Þessu veldur tízkan, sem hefir „steypt þær í einu og sama móti“, rænt þær þeim persónuleik, sem þær fengu í vöggugjöf og lagt þeim latmæli á tungu, og bólusett þær með þeirri ólyf jan, sem orkar á þær þann- ig, að þær hata heilsusamleg vinnubrögð og sjálfsbjargarviðleitni, en gerir þær fíknar í eplin, sem nefnd eru í Mjallhvítar- sögunni og eitruð voru öðrum megin. Taka verður fram fyrir hendurnar á slíkum bömum og aftra því, að þau gangi fram af sjávarhömrum. * Sóin skín í dag yfir réttláta og rang- láta, iðjulýð og letingja. Þetta vor hefir verið gott og blessað. En þó — samt gerði nokkurra daga ill- viðri upp úr sólstöðunum með regni og hvassviðri, svo að snjóaði niður í mið f jöll norðanlands. Það kom svo hart niður á kríu-ungunum, að t. d. í mínu landi strá- drápust þeir, sumir stálpaðir, aðrir ný- skriðnir úr eggi — ein þúsund á tölu á einni jörð, og að sama skapi annars staðar. Ekki verður ofsögum sagt af grimmd og siðleysi náttúrunnar. Krían er harður fugl og kvartar eigi, þó hart sé leikin. En hún sér þó eftir sínum og man missi sinn. Þetta er nú þriðja vorið í röðinni, sem þetta barnamorð er framið norðanlands. Og sannast það enn sem Hjálmar kvað: Mörg er lífs mæða og mannraunin sár.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.