Vikan


Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 3

Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 3
Nr. 49, 1939 VIK A N 3 UM LOFTHERNAÐ EITURGAS. Ekkert vopn hefir skotið heiminum meiri skelk í bringu en eiturgasið. Hræðslan við eiturgasið er að miklu leyti byggð á ýktum frásögnum og ókunn- ugleika. Sannleikurinn er sá, að í heims- styrjöldinni dóu 60—70,000 manns af völd- um þess, en það er ekki há tala, þegar tekið er tillit til þess, að alls biðu þá um 10 milljónir manns bana. Með þeim varnar- tækjum, sem nú eru notuð, er hættan enn minni, — enda tæplega búizt við því, að eiturgas verði notað neitt að ráði gegn her- mönnum í nútíma stríði. Það mundi varla svara kostnaði. Hins vegar er ekki ómögu- legt, að reynt yrði að nota eiturgas gegn óvörðum borgum, — einmitt vegna hræðslu almennings við það. Hugmyndin um að nota loftkennd eitur í hemaði er gömul og hefir verið reynd með ýmsu móti frá elztu tímum. Þó hefir ekki tekizt að hagnýta þetta svo um mun- aði, fyrr en á þessari öld. Efnafræðin og eðhsfræðin hafa náð hinum mesta þroska á síðustu áratugum til að bæta hag mann- kynsins. En hér varð þekkingin enn sem oftar að ganga í þjónustu hergagna og eyðileggingar fremur en mannkyninu til hagsmuna. Eiturgas var fyrst notað í París 1912. Þá voru uppþot mikil í borginni, og til þess að bæla þau niður, tók lögreglan upp á því að nota handsprengjur fylltar loft- kenndu efni, sem olli því, að óróaseggirnir tárfelldu svo ákaft, að þeim féllust hendur og urðu handsamaðir fyrirhafnarlaust. Síðan halda Þjóðverjar því fram, að •Frakkar hafi fyrstir manna notað eitur- gas. Tveimur árum síðar hófst heimsstyrj- öldin. Þá leið ekki á löngu, áður en skot- grafahernaðurinn byrjaði, þar sem hvorug- ur aðila gat komizt áfram. Nú datt Þjóðverjum í hug, að með því að senda eitraða lofttegund í áttina til Frakka og Englendinga, mætti vinna bug á skotgröfum þeirra, því að eitrið mundi síga í gegnum allar varnir skotgrafanna, þar sem sprengjur náðu ekki til. Efnafræð- ingar voru spurðir ráða, hvort ekki mætti framkvæma þetta, og töldu þeir klór not- hæft og ódýrt, en það er þung, eitruð loft- tegund. Og síðan var tekið til óspilltra málanna með að viða að sér klórlofti úr öllum átt- um, og var því síðan komið til skotgraf- anna. Alls náðist í um tvö hundruð smá- lestir, og var loftefnið samanþjappað á 6000 stálflöskum. Þessum flöskum var síðan raðað á sex kílómetra svæði, og hverjum flöskukrana stefnt í áttina til óvinanna. Eítir Gunnar Kaaber. Allt var reiðubúið. Nú vantaði aðeins að golan blési í áttina til bandamanna og mátulega hrátt. Þrjár vikur biðu hermennirnir þolinmóð- ir. En 22. apríl 1915, kl. 6 eftir hádegi, var gefin fyrirskipun um, að hleypt skyldi úr öllum flöskunum í einu. Svo vel var gengið frá öhu, að fimm mínútum síðar, voru all- ar stálflöskurnar tómar. Stundarfjórðungi síðar ruddust Þjóð- verjar fram að bandamönnum, en er að skotgröfum þeirra kom, var ægilegt um- horfs, margir höfðu beðið bana, og þeir sem lifðu þjáðust afskaplega. Líklega hefðu Þjóðverjar nú átt að geta náð fullum sigri á þessum vígvelli, en af einhverjum ástæðum gátu þeir ekki fylgt fram sókninni eins og skyldi. Síðan halda F'rakkar og Englendingar því fram, að Þjóðverjar hafi orðið fyrstir til að nota eiturgas. Víst er það, að með þessum degi hefst saga efnastríðsins, ef svo mætti kalla, því nú tóku efnafræðingar allra stórveldanna að reyna að finna ný efni, geigvænlegri og hentugri viðfangs. Til eru hin mestu ógrynni af eiturefn- um, svo að úr nógu var að velja. En mörg þeirra komu ekki til greina í þessu sam- bandi. Rúmlega 3000 efnasamsetningar voru rannsakaðir til hlýtar, og af þeim reyndust aðeins 30 nothæf efni, en þar af ekki nema 12—15 verulega hentug. Ofarlega í hugum margra er spurning- in, hvort ekki geti komið til mála, að fund- ið verði eiturgas svo ægilegt, að það taki öllu öðru fram, og engin ráð séu gegn. Þetta telja sérfræðingar að sé því sem næst ómögulegt, með fram vegna þeirrar fullkomnunar, sem gasgríman hefir náð á seinustu árum. Orðið „eiturgas“ bendir til lofttegundar, enda þýðir ,,gas“ lofttegund á alþjóðamáli. Þó er það staðreynd, að langflest eitur- efni, sem notuð eru í hernaði, eru ekki lofttegundir, heldur vökvar, eða jafnvel föst efni, sem hægt er með sprengingu eða hita að gera loftkennd. Enda væri langt- um vandasamara að fylla t. d. sprengjur með lofti en að hella í þær vökva, eða fylla þær föstu efni. Auk þess er verkun vökva og fastra efna venjulega langtum meiri í hlutfalli við magn þeirra en lofttegunda. Til skýringar á verkunum eiturefnanna má líkja þeim við benzín. Missi maður ben- zín á gólfið, gufar það fljótlega upp, og um leið finnst benzínlykt. En til þess, að loft, blandað benzíngufu, geti brunnið, er nauðsynlegt, að í því sé ákveðið magn af benzíni. Eins er um éiturefni. Við uppguf- unina myndast eiturloft, og af því þarf að vera ákveðið lágmark í andrúmsloftinu til þess, að um verkun sé að ræða. Hins vegar hefir ör uppgufun þá afleiðingu, að efnið þynnist fljótt, svo von bráðar er magnið af eitrinu orðið of lítið til þess að árangur náist, — svo framarlega, sem ekki er um lokuð herbergi að ræða, en það kemur sjaldan fyrir í þessu sambandi. Eiturgasi er skipt í flokka, eftir verkun- um þeirra, og skal nú lauslega gerð grein fyrir þeim. Fyrst skal nefnt „kæfandi eiturgas", eða lungnaeitur. Verkun þess er fólgin í því, að við innöndun þess springa háræð- arnar, svo að blóðið kemst inn í lungun. í heimsstyrjöldinni var talað um, að menn „hóstuðu upp lungunum", en það eru ýkj- ur, það voru blóðtæjur. Efnið, sem frægast varð af lungnaeitrunum í heimsstyrjöld- inni, var Forsgen, sem er lofttegund. Hnerrigas verkar æsandi á slímhúð nefs og háls, svo að mikið slím myndast, en við það hósta menn og hnerra endalaust. Hnerrieitrin eru föst efni og tiltölulega meinlaus. Þau eru látin í sprengjur, en er þær springa verða eiturefnin að úðamekki, örsmáum rykkornum, sem vegna smæðar- innar eru lengi að falla til jarðar. Hnerri- gas notuðu menn eftir að gasgrímur höfðu verið fundnar upp. Þær hlífðu þá aðeins við lofttegundum, en ekki reykkenndum efnum. Hnerrigasinu var blandað við fosgen og olli blandan svo miklum hnerra, að menn urðu að taka ofan gasgrímuna, Þá voru þeir óvarðir gegn fosgen, og svip- uðum eiturefnum. Táragas er lítt skaðlegt, en áhrifin mjög óþægileg. Övarðir menn fá svo mikið tára- rennsli, að þeir verða hálfblindir í 2—3 klukkustudir, en þá hverfa áhrifin, og menn eru jafn góðir eftir sem áður. Tára- gas er einkum notað af lögreglunni við uppþot og óspektir. Þær þrjár tegundir eiturefna, sem nú voru nefndar, gufa tiltölulega fljótt upp, (lungnaeitur og táragas), eða verða óvirk- ar af öðrum ástæðum (hnerrigas). Þau eru því aðallega notuð þegar um árás er að ræða. Hermennirnir geta varpað þeim á undan sér til óvinanna, lamað þá, ef þeir eru óvarðir, en síðan sótt fram áhættu- laust. Þannig urðu margar múgfangatök- ur í heimsstyrjöldinni. Fjórði flokkur er brennigas. Verkun þess helzt afar lengi, stundum vikum saman. Þau eiturefni eru mest not- uð til varnar, og er eitt þeirra senneps- gas. Þjóðverjar halda því fram, að Pól- verjar hafi notað það í haust, nálægt Var- sjá. Það efni er illræmdast allra eiturefna í hernaði. Sennepsgas er olíukenndur vökvi. Þótt gufa þess sé baneitruð, kemur sú verkun sjaldan til greina, vegna þess að uppguf-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.