Vikan


Vikan - 07.12.1939, Side 5

Vikan - 07.12.1939, Side 5
Nr. 49, 1939 VIKAN 5 INNLAND Finnland er eitt af fámennustu, sjálf- stæðum ríkjum í álfunni. Ibúar eru 3,8 milljónir manna. Jafnframt eru Finnar ein af merkustu menningarþjóð- um álfunnar og hafa um langan aldur ver- ið það, þrátt fyrir útlenda yfirdrottnan. I sex hundruð og fimmtíu ár var Finnland hluti af sænska ríkinu með ýmsum rétt- indum. 1 eitt hundrað og níu ár laut það Rússum og lengst af við mikla kúgun og andlegt ófrelsi. Varð þessi kúgun aldrei verri en á stjórnarárum Nikulásar II, frá 1894-—1917, og hafði þó hvergi nærri verið gott á stjórnarárum Alexanders III., 1881 -—94, og þó enn verra á stjórnarárum Nikulásar I., frá 1825 til 1855. 6. desember árið 1917 gerðist Finnland sjálfstætt ríki. Fóru tveir erindrekar hins unga ríkis til Leningrad til þess að fá við- urkenningu Sovét-Rússlands fyrir sjálf- stæði landsins og fengu þeir það svar frá Lenin, að ,,Ráð þjóðfulltrúanna hefir, í samhljóðan við grundvallarregluna um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna, ákveðið að leggja fyrir ríkisstjórnina tillögu um að viðurkenna sjálfstæði Finnlands.“ Aðal hvatamaður þessa var Lenin, en það er ein broslegasta kaldhæðni sögunnar, að það var Stalin, sem fékk það hlutverk að vera flutningsmaður tillögunnar! Síðan hefir Finnland verið sjálfstætt ríki og unnið ótrauðlega að því að hefja menningu sína á hærra stig á öllum svið- um. I almennri og æðri menntun, í land- búnaði, iðnaði, siglingum, verzlun, skóg- rækt og fiskiveiðum, hafa orðið risavaxn- ar framfarir síðan. Þjóðin hefir, eftir að hún komst undan oki Rússa, getið sér vin- áttu og virðingu annarra þjóða. Finnland er t. d. það Evrópuríki, sem almennastra vinsælda nýtur í Bandaríkjunum, enda eru Finna eina Evrópuþjóðin, sem hefir greitt Bandaríkjamönnum upp stríðsskuldir sín- ar. Hefir þetta komið glögglega í Ijós síð- an Rússar tóku að ofsækja Finnland á ný. Náttúrufegurð landsins er við brugðið. Skiptast þar á akrar og engi, yndisfögur vötn með eyjum og hólmum og víðáttu- miklir skógar. Frægustu staðir landsins fyrir náttúrufegurð eru Imatra, með hin- um nafnkenndu fossum sínum og flúðum og Punkaharju, þar sem talinn er vera fegursti og tilkomumesti furuskógur í heimi. Liggur skógurinn fagurlega á bökkum mikilla vatna. Eru hvort tveggja alþjóðlegir ferðamannastaðir með glæsi- legum gistihúsum. Finnar hafa gert afar mikið að því að fegra borgir sínar og prýða. Fegurstu borgirnar eru gömlu borgirnar Ábo og Viborg, en tilkomumest er Helsingfors, „hvíta borgin“, tvímælalaust ein fegursta og skipulegasta borg í Evrópu. Getur þar að líta allt jöfnum höndum, stórfenglegar opinberar byggingar, kirkjur og hallir, eins og t. d. þinghöllina, fagra garða. og trjágötur, prýddar myndastyttum og gos- brunnum, og glæsileg nýtísku íbúðahverfi. Svíþjóð, var sænskan enn um sinn bók- menntamálið. Johan Ludvig Runeberg, sem af ýmsum bókmenntafræðingum er talinn stórfenglegasta skáld Finna, orti ljóð sín á sænska tungu. Eigi að síður eru ljóð hans gegnum finsk í anda. Þau eru dýrðar óður um finska náttúru, finskt hugrekki og sjálfsfórnarlund, í einu orði sagt þær dyggðir, sem þjóðin hefir varð- veitt dýrmætastar í fari sínu og sem gerðu henni mögulegt að rísa í skjótri svipan til þess frama, að verða talin ein af helztu menntaþjóðum álfunnar. Elias Lönroth hét sá maður, sem einna landið, sem Stalin studdi til sjálfstæðis, lætur nú her sinn ráðast á. en Er „gamla borgin“ með ,,Stórkirkjunni“, undurfagurri byggingu í býsantiskum stíl, háskólanum og stjórnarráðsbyggingunum mjög fögur, en þó munar mest um það, sem gert hefir verið eftir að landið hlaut sjálfstæði sitt. Þykir „nýja borgin“ í engu eftirbátur hinnar gömlu. Samskonar við- reisnar og endurnýjunarstarf má sjá í öll- um borgum Finnlands. finsku. Hið opinbera mál landsins var þá söngva. Var þeim þó um langan aldur bannað að gefa út aðrar bækur á máli sínu en guðsorðabækur. Leit rússneska stjórnin svo á að guðsorðið mundi einna sízt til þess fallin að gera þá uppreisnar- gjarna. Þrátt fyrir þetta tókst Finnum að varðveita mál sitt, og síðar meir að skapa á því merkilegar, þjóðlegar bókmenntir. Finskar bókmenntir hófust á miðri 16. öld með útgáfu Nýjatestamentisins á finsku. Hið opinbera mál landsins var þá að vísu sænska og æðri stéttirnar í Finn- landi sömdu sig mjög að sænskum siðum, og fór það vaxandi eftir því sem Svíþjóð færðist meira í þá átt að verða stórveldi. Varð þá finska smám saman eingöngu mál alþýðunnar, en sænskan bókmennta- mál og stjórnmála. Eftir að Finnland var orðið viðskila við Þetta er finski aðalræðismaðurinn í Reykjavík, hr. LUDVIG ANDERSBN, sem íslenzkir stúdent- ar og mikill fjöldi Reykvíkinga heimsóttu 1. des- ember í samúðarskyni við finsku þjóðina. 1 Punkaharju, fegurstu skógargöngum í heimi. Eftir þessum vegi mega bílar ekki aka, til að trufla ekki helgi náttúrunnar, og fólk verður að fara fótgangandi eða láta reiða sig siðasta spölinn heim að hótelinu í skóginum. drýgstan þátt átti í sköpun finskra bók- mennta. Hann tók upp á því að safna af vörum alþýðunnar hinum frægu Kalevala- kvæðum, sem eru Finnum og finskri menn- ingu viðlíka dýrmæt bók eins og Sæmund- ar-Edda er Islendingum. Fyrsta útgáfa Kalevala-kvæðanna kom út 1835 og hafa þau verið gefin út í fjölda útgáfum síðan og þýdd á flestar tungur heims. Um sömu mundir lifði einnig fyrsta stórskáld þjóð- arinnar á finska tungu. Hann hét Aleksis Kivi og andaðist 1872, hafa ljóð hans einnig verið þýdd á Evrópu-mál, en þýð- ingarnar gefa aðeins litla hugmynd um snilli hans, sem mjög erfitt er að túlka. Þriðji maðurinn í þessari viðreisnarfylk- ingu finskrar menningar var heimspeking- urinn Snellmann stjórnmálamaður, rithöf- undur og ágætur ættjarðarvinur. Hann var samtíðarmaður hinna tveggja og mega þessir menn með réttu kallast Fjölnismenn Finna. Síðan hafa aðrir tekið við og fara nú Framh. á bls. 17.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.