Vikan


Vikan - 07.12.1939, Qupperneq 7

Vikan - 07.12.1939, Qupperneq 7
Nr. 49, 1939 VIK A N 7 Lífið í austri. Líf Birmabúans er ákaflega tilbreytinga- lítið. Starf sitt vinnur hann hægt og rólega með aðstoð búffala sinna eða tömdu fílanna, ef vinnan er mjög ervið. Yfir lífi hans er enginn ævintýraljómi. Það ber svip af baráttunni fyrir hinu daglega brauði. Á ökrum sínum ræktar hann hrísgrjón, hveiti, maís og togleður. Hann hefir lang- samlega mest af hrísgrjónum, meira en nokkurt annað land í heiminum. Þar sem úrkoma er lítil geta hrísgrjónin ekki Fín frú frá Birma, sem er gift forsætisráðherran- um þar. Hatturinn, sem hún er með, er úr hári hennar sjálfrar. sprottið og yfir hin þurru svæði verður að grafa djúpa skurði. Enn eru samt 50 millj. acres óræktaðir. Og enda þótt íbúar lands- ins ykju hrísgrjónarækt sína um 10% af hundraði á hverju ári næstu 20 ár, mundu þeir hafa nóg landrými. En litlar líkur eru til að framtak Birmanna vaxi svo. Birma er austlægasta hérað brezka Ind- lands, og þar eru um fimmtán milljónir íbúa. 85% af þeim eru Búddhatrúar, en hinir flestir Múhamedstrúar. Birmabúar gáfu sig ekki Englendingum á vald með góðu. Til þess þurfti þrjá ófriði á 19. öld- inni. Sá síðasti var frá 1885—86. Hann stafaði af því, að stjórnin í Birma hafði lagt sekt á Bombay-Birma-verzlunarfélag- ið og hótað því að gera allar eignir félags- ins upptækar. Það varð til þess, að Bretar settu þeim úrslitakosti, sem — þar sem þeim var ekki svarað — leiddu til árásar af hálfu Breta. Ófriðnum lauk með því, að konungurinn í Birma var tekinn til fanga, og 1. janúar árið 1886 lýstu Bretar innlimun þess yfir. Búffalinn er dráttardýr Birmabúans á akrinum, en reiðskjóti hans, þegar hann fer í kaupstaðinn. Birmabúar lifa mest á hrísgrjónum. Altrarnir liggja á hjöllum og áveituskurðir tryggja uppskeruna.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.