Vikan


Vikan - 07.12.1939, Side 8

Vikan - 07.12.1939, Side 8
8 VIK A N Nr. 49, 1939 r g hefi aldrei haft neina verulega til- hneigingu til morða. Hingað til hefi ég líka aðeins drepið vin minn, Amilcare, og þegar ég hugsa um þetta verk nú, að löngum tíma liðnum, finnst mér það ekki hafa verið svo vítavert, þegar öllu er á botninn hvolft. Það skeði fyrir mörgum árum í borginni Casablanca. Ég hafði farið til Casablanca til þess að ná mér eftir ástasorg, sem ég varð fyrir vegna amerískrar stúlku, sem hafði fylgt mér eftir frá Evrópu til Asíu og yfirgefið mig þar. Nú varð mér auðvitað illa við Massimo Bontempelli: Við fórum. En við vorum ekki komnir langt — vorum enn í dyrunum á spila- salnum, þegar hann fór ofan í vasa sinn til þess að ná í vindlinga sína, og fann, að hann átti einn franka eftir. — Sem ég er lifandi, sagði hann. — Ég er ekki búinn að tapa öllu. Ég ætla að fara og leggja hann. Ég kem bráðum aftur. Hann var nærri kominn að spilaborðinu, þegar hann sneri við og kom til mín aftur. — Hvar á ég að leggja hann? spurði hann. — Hvar, sem þú vilt. Vertu fljótur. — Nei, sagði hann. — segðu mér á hvaða númer ég á að setja hann. — Jæja þá, á fjörutíu og fimm. — En það er ekkert fjörutíu og fimm til, hrópaði hann ámátlega. — Það eru að- eins þrjátíu og sex númer. Þegar ég var í Evrópu, Asíu og Ameríku, og ákvað því að dvelja um tíma í Afríku, þar eð Ástra- lía er of langt í burtu. Þess vegna var ég í Casablanca, sem eins og sumir vita er á Atlantshafsströndinni. í Casablanca voru margir ítalskir verkamenn, sem strituðu á daginn, margar daðurdrósir frá Prov- ence, sem unnu á nóttunni, og margir franskir frankar. Til þess að fá frið í mína beizku sál, lokaði ég mig inni í herbergi mínu allan daginn og ritaði ævisögu Ruggero Bonghi, eftir heimildum, sem ég hafði viðað að mér á ferðum mínum. Á kvöldin fór ég á ein- hverja hinna tvö hundruð spilaknæpa, sem blómguðust og uxu í þessari virðingar- verðu nýlendu. Það var í einum af þessum stöðum, að ég komst í kunningsskap, eða réttara sagt vináttu, við lítillátan, en ástríðufullan mann, sem hét Amilcare. Hann var ættaður frá Portugal, en fædd- ur í Brazilíu, og lifði á því að selja teppi. Hafði hann komið með miklar birgðir af þeim með sér. Hann kom á hverju kvöldi í þessa knæpu og spilaði ,,roulette“, þar til hann hafði tapað öllu, sem hann hafði unnið sér inn um daginn. Ég spilaði ekki, því að ég hafði oft tekið eftir því, að ég var óheppinn, heldur teygði ég úr mér í hæg- indastól og beið eftir honum. Til allrar hamingju tók það Amilcare aldrei nema einn tíma að tapa öllu, sem hann átti. Hann kom því alltaf, þegar leið að miðnætti til að sækja mig úr hæginda- s^ólnum, og sagði um leið: — Ég var óheppinn í kvöld. Og við gengum saman heim, undir þung- um hitabeltisstjömunum. # Eitt kvöldið sagði hann við mig, að vanda: — Ég var óheppinn í kvöld. — Nú, þá það. Láttu hann þá á þrjátíu og sex. Hann flýtti sér að spilaborðinu. Eftir andartak, heyrði ég umsjónarmann spila- borðsins tilkynna: — Trente-six rouge pair et passe. Ég sá herðar Amilcares titra, er hann teygði hendurnar eftir fimm franka pen- ingunum, sem lágu í hrúgu við hliðina á frankanum hans. Svo leit hann til mín og spurði með hásri röddu: — Segðu mér fljótt, fljótt. Hvar á ég að leggja þessa þrjátíu og sex franka? Mér leiddist. Ég sagði aðeins til þess að þetta tæki enda: — Leggðu það allt á þrjátíu og sex. — Virki ... virkilega? stamaði hann. Ég var ráðríkur og miskunnarlaus. — Leggðu það állt þar. Hann var þægur eins og hundur og lét peningana á númerið. Hann leit á mig auð- sveipum augum og hórfði svo kvíðafullur á hjólið, sem hringsnerist hratt. Svo hægði það á sér og stanzaði. — Trente-six rouge pair et passe. Undrunaróp heyrðist frá tveim eða þrem mönnum. Umsjónarmaðurinn var þegar farinn að telja út peningana til Amilcares með kæruleysissvip. — Og nú? spurði hann með rödd, sem virtist koma frá vofu. — Og nú heim, sagði ég skipandi. Hann var svo fullur auðmýktar og að- dáunar á mér, að hann þorði engum mót- bárum að hreyfa. Hann skipti eitt þúsund tvö hundnið níutíu og sex frönkunum sín- um niður í alla vasa sína, og fylgdi mér þegiandi ems og þægur hundur eða ást- fangin kona. Dagmn eftir hugsað' auðvitað ekkert meira um þetta og v"- "nnvm kaf:nn v:ð Ruggero Bonghi. Am’Vore kom heim til mín um kvöldið til i*e ” f^ra með mér út. Hann lét sem ekkert væri og sagði að- eins kæruleysislega: — Eigum við að fara inn í „Flamboy- ant“? Það var nafn spilaknæpunnar. Þeg- ar við komum þangað, og ég ætlaði að fara að leggjast í hægindastólinn, spurði hann gætilega: — Hvers vegna kemurðu ekki snöggv: ast til mín? Ætlarðu ekki að segja mér númer ? Ég hikaði augnablik, en lét svo tilleið- ast. — Legðu á fimm. Númer fimm vann. — Og nú? — Legðu á átján. Númer átján vann. — Og nú? Amilcare var alls ekkert undrandi. Það Afríku. voru aftur á móti hinir spilamennirnir, og horfðu þeir á mig með hálfgerðum beyg. Ég fór hjá mér, og sagði óþolinmóður: — Ég veit það ekki, gerðu það, sem þér sýnist. Ég sneri bakinu að honum og leitaði skjóls í stóra leðurstólnum mínum. En hann stóð brátt fyrir framan mig og sagði rólega: — Ef þú veizt það ekki, verð ég að hætta um stund. Þarna stóð hann á fótunum og horfði á mig, eins og maður, sem er að bíða eftir, að læknirinn tali, á meðan hann er að líta á hitamælinn, eða eftir okurkarlinum, sem maður hefir beðið um lán. I stuttu máli sagt, eins og maður bíður eftir máli ein- hverrar æðri veru. Ég reykti tvo vindlinga og reyndi að forðast augu hans. Stundum starði ég til hægri út í hom á salnum — þar,. sem ekk- ert var. Síðan sneri ég augunum snöggt til vinstri, fram hjá honum, út í horn, þar sem var lítið pálmatré. Er ég hafði lokið við síðari vindlinginn, ávarpaði ég hann allt í einu: — Nú, hvað ertu eiginlega að gera? — Ekkert, kæri vinur, ekkert. Hann var svo vesældarlegur, að ég fór að hlæja, og á meðan ég var að hlæja, sagði ég af tilviljun — ég veit ekki, hvers vegna, það var alveg tilgangslaust, rétt eins og þegar maður hnerrar —: — Sautján. Amilcare þýtur burt. Ég hafði hálfgert samvizkubit, en gat ekki stillt mig um að hlusta. Fyrst var þögn, svo kom suða, og að lokum rödd umsjónarmannsins: — Dix-sept noir, impair et manque. Kvöldið eftir fór ég líka að spila, og Amilcare með mér. Við töpuðum. Ég reyndi stundum að spila án hans, og ég Framh. á bls. 17.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.