Vikan


Vikan - 07.12.1939, Page 13

Vikan - 07.12.1939, Page 13
Nr. 49, 1939 V IK A N 13 Þrjóturinn. Framhaldssaga eftir Arifold Bennett Prú Machin hefði áreiðanlega skammað hann, hvað sem hann hefði komið með annað en selskinnskápu. En selskinnskápa gengur við allt og gleður hverja konu. Sel- skinnskápa er hið eina óhóf, sem kona eins og frú Machin getur leyft sér. — Mátaðu hana, sagði Denry. Hún gerði það. Kápan fór henni ljóm- andi vel. — Sú er nú heit, var það eina, sem hún gat sagt. — Vertu þá í henni, sagði Denry. Augnaráð móður hans gerði uppástung- una að engu. — Hvert ertu að fara? spurði hann, þegar hún gekk út úr stofunni. — Ég ætla að fela hana. Hann mótmælti, fór úr frakkanum og settist við arininn. Skömmu síðar kom móðir hans aftur og settist, skjálfandi af kulda. — Heyrðu, mamma, við sækjum lækni. — Ég vil ekki sjá lækni. — Þú ert með inflúensu, og það er vondur sjúkdómur. — Þú getur kallað það, hvað sem þú vilt. I mínu ungdæmi var enginn sjúkdóm- ur til með því nafni. Kvef kölluðum við kvef. — Já, en þú ert veik. — Það hefi ég aldrei sagt, svaraði hún reiðilega. — Og þér batnar aldrei í þessu hreysi, sagði Denry sigri hrósandi. — Þetta þótti gott hús, þegar við faðir þinn fluttumst inn í það, og því hefir alltaf verið haldið vel við. Það var nógu gott handa honum föður þínum, og það er nógu gott handa mér. En sumir eru orðnir svo stórir upp á sig. Og hvað heilsunni við- víkur, þá er Reuben gamli, nágranni okk- ar, orðinn 91 árs. Ég hefði gaman af að vita, hvað hann ætti marga jafnaldra í þessum fínni húsum. Denry gat staðið upp í hárinu á öllum öðrum en móður sinni. Hann byrjaði á ný. — Borgum við fjóra shillinga og sex í húsaleigu eða ekki? — Eins og við höfum gert, sagði frú Machin. — Ég hefði gaman af að sjá hús- eigandann hækka húsaleiguna, bætti hún við. — Já, við borgum f jóra shillinga og sex á viku, en veiztu, hvað ég hefi miklar tekj- ur?-------Að minnsta kosti tvö þúsund pund á ári. 1 annað skipti laug hann viljandi að móður sinni. Hann hafði 4 þúsund pund í laun á ári sem kaupfélagsstjóri og stærsti nluthafi í kaupfélaginu. Hvers vegna gat hann ekki sagt fjögur eins og tvö við móður sína ? Sannleikurinn var blátt áfram sá, að hann var hræddur við að segja f jög- Það, sem áður er komið af sögunni: Edward Henry Machin var fæddur árið 1867 í elzta bænum af „bæjunum fimm“. Móðir hans var saumakona og kallaði hann Denry. — Þegar hann var 16 ára gamall kom hún honum á skrifstofu hjá hr. Duncalf, málafærslumanni. — Þá var það, að greifafrú ein hélt dansleik í „bæjunum fimm“. Á dansleiknum vann Denry sér það til frægðar að dansa fyrstur við greifafrúna. — Frú Codleyn er ekkja og húseigandi, sem skipti við hr. Duncalf. Þeim hafði orðið sundur- orða og varð það til þess, að hr. Duncalf sagði Denry í reiði sinni upp atvinnunni, — en við það komst Denry í þjónustu frú Codleyn sem húsaleigurukkari ........, — Herbert Calvert, auðugur húseigandi, fékk Denry til að rukka fyrir sig húsaleigu. Ruth Earp var ein af leigjendum hans. Denry heimsótti hana því til að rukka hana, en hún lék laglega á Denry. ... Það endar með því, að þau trúlofast. Ruth fer illa með hann i peningamálum og trúlofunin slitnar skyndi- lega. Það næsta, sem Denry datt í hug var að stofna „kaupfélag bæjanna fimm“, og það gerði hann. Nú þurfti hann að fá góða aug- lýsingu, og þá datt honum i hug að fá greifa- frúna af Chell til að vera verndara félags- ins. Og hann hélt til Sneyd Hall, bústaðar greifafrúarinnar. — En sú ferð endaði illa. Síðar heimsótti Denry Jock. þjón greifafrúar- innar, og fékk hann í lið með sér. Næst þegar greifafrúin þurfti að fara að heiman, bilaði vagninn, en Denry, sem bar þar að — af tilviljun, bjargaði öllu. Og greifafrúin varð verndari kaupfélagsins. ur. Honum fannst hann mega skammast sín gagnvart henni móður sinni fyrir að vera auðugur. Móðir hans, sem hafði strit- að frá morgni til kvölds alla sína ævi, fyrir nokkra shillinga á mánuði. Fjögur þús- und! Kaupfélagið hafði borið sig framar öllum vonum. Aðalskrifstofan var í Han- bridge, og svo voru útibú í bæjunum fjór- um. Hr. Penkethman stjórnaði tuttugu skrifstofumönnum og rukkurum. Áhrifa- mikið fólk sagði, að það næði engri átt, hvað hann græddi mikið. Og greifafrúin af Chell hafði látið af starfi sínu sem vernd- ari og gefið Pirehill-sjúkrahúsinu hluta- bréf sín. Denry játaði það, að hann hefði aldrei þótzt vera mannúðarvinur, en hann hefði aðeins eitt takmark eins og allir aðr- ir: að auðgast á því að gera öðrum gott. Annars gat hver ráðið því, hvort hann væri í kaupfélaginu eða ekki. Mörg þúsund kaupfélagsmeðlimir skrifuðu greinar í The Signal til þess að verja hann. Það var ekki talað eins mikið um nokkurn mann í öllu greifadæminu og Denry. Það kom í ljós, að svona kaupfélög voru í mörgum bæj- um í Yorkshire og Lancashire. Denry þótti leiðinlegt að verða að játa, að hann hefði þá ekki fundið þetta upp. Eftir það þreifst kaupfélagið vel. Denry óx í áliti. Asninn hans dó. Ekki þorði hann samt að kaupa sér hest og vagn móður sinnar vegna. Þess vegna ók hann í leigu- vögnum. 1 klæðaburði og framkomu var hann jafnvel jafnoki Harold Etches, en við hann hafði hann einu sinni verið hræddur. — Etches bjó aðeins með konu sinni í yndis- legu húsi í Bleakbridge, en Denry með móður sinni í hlægilega litlu húsi í hinu hlægilega Brougham Street. Hann varð að engu í Brougham Street. Hann gat hvergi látið sjá sig með móður sinni. Hún var hætt að sauma, því að viðskiptavinir hennar sendu henni engin boð um að koma. Var hægt að ásaka þá fyrir það, þegar sonur hennar græddi á tá og fingri ? Denry hafði hvað eftir annað reynt að koma vit- inu fyrir hana, en það hafði alltaf mis- heppnazt. Hún var of sjálfstæð og of vana- föst. Hann hefði auðvitað getað flutt sig í betra hús, en hann vildi það ekki. Þau voru, í stuttu máli sagt, skrítið fólk. Þetta kvöld, kvöldið fyrir afmælisdag hennar hafði hann ákveðið að fá hana til að flytja úr gamla húsinu, en það bar eng- an árangur, fremur en venjulega. Það þýddi nefnilega ekkert að vera smjaðurs- legur við frú Machin. Hún talaði aldrei um fyrir neinum og var reið við þá, sem reyndu að tala um fyrir henni. — Jæja, ef þú hefir tvö þúsund pund á ári, er bezt fyrir þig að leggja fyrir. Ein- hvern tíma þarftu kannske á því að halda. Maður veit aldrei, hvað fyrir kann að koma. Það eru ekki nema tveir dagar síð- an, að maður nokkur týndi half-a-crown á götunni. Denry hló. — Já, hlæðu bara, sagði hún. — Það er enginn efi á því, byrjaði hann á ný, — að þú ættir að fara í rúmið og liggja í nokkra daga. — Það vantaði nú bara, sagði hún. — Og hver ætti að gæta hússins á meðan? — Rose Chudd, sagði hann. — Nei, ég kæri mig ekkert um, að ókunnugt fólk vaði um mitt hús. — Þú veizt vel, að hún sveltir blátt áfram, síðan hún missti manninn. Hvers vegna ættum við ekki að hjálpa henni? — Vegna þess, að ég vil ekki hafa hana. Hvorki hana né nokkurn annan. Þú getur gefið henni eins mikla peninga og þú vilt, en ég sé enga ástæðu til, að hún setji hér allt á annan endann, þó að ég sé kvefuð. — Þú ert vitlaus, mamma. — Getur verið, sagði hún. — I einni fjölskyldu eru aldrei tveir ofvitar. En héðan flyzt ég aldrei, og meðan ég get staðið á fótunum, læt ég ekki aðra vinna þau verk, sem ég vinn bezt sjálf. Það varð þögn. — Þú verður að hætta við þetta. Þú getur ekki narrað mig með skinnfeldi. Hún fór að hátta. Daginn eftir lá illa á honum. — Vertu ekki leiður, sagði hún. En innst inni þótti henni vænt um, að hann skyldi vera óánægður, því að það sýndi, að honum var ljóst, að hann hafði beðið ósigur. Og svo fékk Denry inflúenzu. Hann sagði, að hún hefði auðvitað smitað sig.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.