Vikan


Vikan - 07.12.1939, Qupperneq 15

Vikan - 07.12.1939, Qupperneq 15
INr. 49, 1939 VIK A N 15 Nora Kobberstad: BARNASAGA í dýragarðinum. að ber margt fyrir augu, þegar maður er á ferðalagi. 1 sumar kom ég í dýragarðinn í Kaup- mannahöfn. Ég gekk þar á milli búra og girðinga og skemmti mér ágætlega. Ég var i fylgd með heilum hóp barna, sem þar eru daglega allt sumarið, þegar gott er veður. — Hefir þú séð litla, nýfædda apakött- inn? spurðu börnin. Nei, ég hafði auðvitað ekki séð hann. Og svo gengum við að apa- húsinu. Við komum að stóru búri, þar sem reist- ur var trjábolur með mörgum greinum. Þar inni lá apa-fjölskyldan og svaf sinn miðdegisblund. — Sjáðu, þarna hggur hann! sögðu hörnin — mörg í einu. Apamamma grillti ofurlítið með öðru auganu; en hún var því svo vön, að staðið væri og dáðst að henni og fjölskyldunni, að hún lagði sig rólega til svefns aftur. En fast hélt hún um litla bamið sitt, sem fór að væla, þegar það sá okkur. Það var því nær alveg hárlaust, að- eins örlítill hýungur á stöku stað. En hvað fótleggirnir voru grannir! — og fingurnir! Og svo var andlitið svo skoplegt. Ja — við gátum ekki annað en hlegið að hon- um, þegar hann teygði fram trýnið og horfði á okkur. En svo heyrðum við þrusk í hálminum, sem stráð var á búrgólfið. — Þarna kom apapabbi, sem hafði sofið sinn miðdegis- blund úti í horni. Hann kom rakleiðis og tók í annan fótinn á veslings barninu sínu og dró það til sín. En litla kríhnu var alls ekkert um það gefið. Það kunni vel við sig, þar sem það var, því að þar var bæði hlýtt og notalegt. En sá gamli togaði í og skeytti ekkert um væl litla snáðans. Apapabbi vildi sem sé líka fá að njóta ánægju með barninu sínu. Nú ætláði hann að fara að kenna því að klifra, skildist okkur. Hann setti ungann á brjóst sér, og svo skreið hann upp á öxlina á karh og niður hrygginn og niður í hálminn og flýtti sér til mömmu sinnar. En pabbi vissi, hvað sá litli ætlaði sér og greip hann aftur á ferðinni. Mí-í-í — vældi unginn og streittist á móti af öllum mætti. En það dugði ekki. Hann varð að fara sömu hringferðina aftur og aftur, okkur til mestu skemmtunar. Við hentum hnetum inn til þeirra, og brátt var bæði karl og kerling svo önnum kafin að brjóta þær og bryðja, að þau sinntu lítið um þahn litla. Hann sat og góndi á for- eldra síha: — Hvað voru þau að éta? En svo fór hann líka að trítla til og frá. Allt í einu vatt hanri sér fram til okkar og fekk smá-hnetukjarna, sem hann tók liðlega með fingrunum og stakk í munninn. — Nú verðum við að koma og sjá rán- dýrin, þegar þau fá matinn sinn. Viltu vera með þangað? spurðu börnin. Og það vildi ég gjaman. — En þá máttu ekki vera hrædd, bættu þau við, — því að rándýrin öskrá svo ógur- lega, að við verðum að kallast á, til að heyra hvert til annars. — Ég kvaðst varla trúa því, að ég yrði hrædd, og góðan mál- róm hefi ég, svo að ég mundi víst geta tal- að nógu hátt. Þegar þangað kom, var gæzlumaðurinn að hleypa dýranum inn í innri klefa, þar sem þau fá mat sinn. Þar voru meiri óhljóðin og öskrin! Ég ætlaði alveg að tryllast. — Að hugsa sér, ef þau kæmu til okkar! orgaði ég í eyrað á þeim, er næst mér stóð. — Nei, ertu svona ,,græn“, sérðu ekki gildu járngrindurnar? Heldurðu, að þau komist í gegnum þær? Fyrst börnin voru svona hugrökk, þá varð ég líka að sýna, að ég væri óhrædd — og svo færði ég mig að búrunum. Æh! Þarna þrömmuðu þau, bæði ljón, tígrisdýr, lébarðar og hvað þau nú hétu öll saman, og óku sér og hlykkjuðust áfram. Allt í einu öskruðu þau svo hátt, að jörðin nötraði. Þau vildu fá mat sinn og drykk tafarlaust! Eitt tígrisdýrið var svo ógurlega tryllt, að það hvæsti, beit í grindurnar og hristi þær, þegar gæzlumaðurinn gekk fram hjá. Annars var þeim yfirleitt vel til hans. Ungt ljón var þar, sem var kallað Hans. Svo vel fór á með þeim, Hans og gæzlumann- inum, að þeir léku sér saman. Svo komu stórar hjólbörur, fullar af kjötstykkjum. Alltaf óx hávaðinn þarna inni. Gæzlumaðurinn tók hvert kjötstykkið eftir annað með stórum járaforki og stakk þeim inn á milli rimlana, og rifu dýrin þau í sig jafnóðum. Og smám saman sefuðust þau, eftir því sem þau urðu saddari. Það var tryllta tígrisdýrið eitt, sem hélt ólát- unum áfram, því að það varð að bíða þangað til síðast. — Það á að læra siðprýði, sagði gæzlu- maðurinn. Síðan var þeim gefið að drekka úr eins konar pönnum. — Er enginn í þessu búri? spurði ég, og benti á tómt búr, en áfast við það var annað búr, klætt borðum. — Jú, svöruðu börnin, — þar býr lé- barði, en nú er hann inni í afþiljaða búr- inu. — Já, en hvers vegna kemur hann ekki fram, þegar hann heyrir, að matur er á borðum? — Hann er svo hræddur um, að gæzlu- maðurinn loki dyrunum milli búranna, því að inni í innra búrinu á hann tvo, ljómandi fallega hvolpa. Nú kom gæzlumaðurinn og kallaði á lé-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.