Vikan


Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 18

Vikan - 07.12.1939, Blaðsíða 18
18 VIK A N Nr. 49, 1939 Þorgeir Jónsson, stud. med., frá Húsa- vík, var eitt sinn uppi í latínu hjá Bryn- leifi Tobíassyni í 4. bekk. — Brynleifur bað hann beygja fyrir sig sögn eina. — Þorgeir varð fátt um svör og frá honum heyrðist aðeins: -—• Héma — hérna — hérna. Varð þá Brynleifi að orði: — Það er ekkert hérna, hérna, það er bara, hvernig sagnarskömmin gengur. * . Sá maður var uppi í Vestur-Húnavatns- sýslu fyrir nokkru, er Magnús Jónsson hét, og var oftast kenndur við bæinn Al- menning á Vatnsnesi. Ekki þótti Magnús neinum sérstökum gáfum gæddur, enda mun hann hafa farið mjög á mis við fræðslu í uppvextinum. Það, sem mest þótti einkenna Magnús frá öðrum mönn- um, voru bögumæli hans. Og skulu hér til- færð nokkur. Eitt sinn var Magnús á ferð um Víði- dal og gisti að Víðidalstungu, hjá Teiti Teitssyni og Jóhönnu Björnsdóttur, er þar bjuggu um langt skeið. Þegar Magnús fór morguninn eftir, kvaddi hann Jóhönnu með þessum orðum: — Vertu blessuð og sæl, Jóhanna mín, og þakka þér nú fyrir allan átroðninginn. Öðru sinni hlýddi Magnús á tal manna um tíðarfar að vetri til, sem þá þótti ekki vera gott. Magnús tók þátt í umræðun- um á þessa leið: — Ég held, að hann fari nú að stilla til og snjóa, og gera logn og blástra. Sagt var, að Magnús hefði haft naumri kvenhylli að fagna, þvert á móti þrá sinni og löngun, og að hann hafi biðlað til all- margra kvenna, yngri sem eldri, en ávallt árangurslaust. — Eitt sinn vakti hann bónorð til roskins kvenmanns í Miðfirði, en fékk hryggbrot, varð Magnús æstur mjög og sagði: — Þér ferst, Flekkur, að gelta, sem ert kolmórauð eins og fjandinn, og giftist aldrei. Eitt sinn var það, að Magnús fór að leita sér lækninga til Magnúsar sál. í Hvamms- dal, sem þekktur var fyrir lækningar á sinni tíð. Kom Magnús síðla dags að Hvammsdal, barði að dyrum og kom ung stúlka til dyra. Magnús heilsar henni og spyr, hvort nafni sé heima. Stúlkunni varð næstum orðfall, en segir þó, að hún verði að fá að vita, hvað maðurinn heiti, svo að hún geti vitað, við hvern sé átt. — Ertu vitlaus, segir Magnús þá, — veiztu ekki, að ég heiti Magnús. Fékk nú Magnús að hitta nafna sinn, og gaf honum svohljóðandi sjúkdómslýs- ingu af sér: — Ég hefi máttleysi í höfðinu, svima yfir fótunum, og svo spjó ég á leiðinni. íslenzkt leikrit ó leiksviðinu. F\að var djarft teflt af Leikfélagi Reykjavíkur að sýna tvö ný, íslenzk leikrit í röð. ,,Brimhljóð“, sem byrjað var að sýna í haust, og nú nýverið ,,Á heimleið“. Það mun' margur ætla, að það fari að líkindum, að fólk verði þreytt á svo miklu nýmeti í einu, og það því fremur sem það er komið upp á jafn- kryddað andlegt góðgæti og „Þorlák þreytta" og þess háttar, en nýju íslenzku leikritin tapi á tilbreytninni, annað hvort eða bæði. Það hefir og verið svo, að fyrstu sýningar beggja leikjanna voru mjög treg- lega sóttar. Fyrri leikurinn, „Brimhljóð", eftir Loft Guðmundsson, sótti sig þó hvað þetta snertir og hefir nú verið sýndur í 15 skipti. Síðari leikurinn, „Á heimleið“, eftir Lárus Sigurbjörnsson, saminn eftir samnefndri skáldsögu Guðrúnar Lárusdóttur, hefir Ævar Kvaran sem Jóhann bama- kennari — kemur utan úr hríðinni. halda uppi góðum leiksýningum hér í bæ. — I greinarflokknum um „Liðna leikara", sem birtist í VIKUNNI, en nú hefir verið þýddur á sænsku og birtist innan skamms í víðlesnu sænsku tímariti, var því haidiö fram, að íslenzk- um leikurum hent- aði bezt að sýna íslenzk leikrit og þau ættu bezt við íslenzka áhorfend- ur, því „holt es heima hvat.“ VIKAN birtir að þessu sinni myndir úr öðru ís- lenzka leikritinu, er sýnt hefir ver- ið hér á þessum vetri, sjónleiknum „Á heimleið“. — Gerist leikurinn á vorum dögum í ís- lenzkri sveit, og eru aðalpersón- ur leiksins presturinn og hjúkr- unarkonan í sveitinni. L: S. Gunnþórunn Halldórsdóttir og Þóra Borg sem Þóra, móðir prestsins, og Margrét hjúkrunarkona. Samtal þeirra utan við bæinn að Hvoli i 4. þætti. •*s verið sýndur 5 sinnum, en stendur nú til, að hann verði sýndur nokkrum sinnum enn. Þessi reynsla, að fólk sækir ekki leiksýningar fyrr en það hefir feng- ið fregnir af leikn- um af umtali ann- arra áhorfenda, er nýlega tilkomin og merkileg. Hún ber ekki vott um, að áhorfendur leggi mikið upp úr leik- dómum dagblað- anna eða að blaða- skrif hafi mikil áhrif á aðsóknina í leikhúsið. En hver sem skýring- in á þessari tregðu fólks á að sækja fyrstu sýningar sjónleika kann að vera, þá bitnar hún mjög hart a Emilía Borg og Friðfinnur Guðjónsson sem hjúin á Hvoli, Signý ráðskona allri viðleitni til að og Bensi vinnumaður, — koma frá mjöltum í byrjun 4. þáttar leiksins.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.