Vikan - 25.01.1940, Page 5
VIKAN, nr. 4, 1940
5
10% gegn staðgreiðslu. Mjög hversdags-
legir skór, og auk þess íslenzkur iðnaður.
Á öðrum stað í glugganum eru gylltir sam-
kvæmiskvenskór af þeirri gerð, sem sveita-
böm ímynduðu sér að álfadrottningar
dönsuðu í á Jónsmessunótt. Þeir kosta 60
krónur. Af glettni gat ég þess við sam-
fylgdarmann minn, að stundum eyðileggð-
ust slíkir skór fyrsta kvöldið, sem þeir
væm notaðir. Hann svaraði mér engu, en
spurði aðeins hverjir hefðu efni á því að
kaupa svo dýra skó. Sannast að segja
vissi ég það ekki, en hins vegar veit ég
af slíkum skófatnaði í eigu margra heim-
ila. Þessir álfadrottningarskór ollu piltin-
um meiri heilabrota en nokkuð annað af
þeim dýra varningi, er hann hafði séð.
Eftir nokkra þögn spurði hann, hvað það
kostaði þá að fara á ball í Reykjavík. Ég
svaraði því til, að dansleikir væru til af
mörgum tegundum, mjög mismunandi dýr-
ii', og svo væri inngangseyririnn jafnan
minnsti útgjaldaliðurinn við slíkar
skemmtanir, en á hin svokölluðu betri böll
væri tæpast hægt að fara með dömu, án
þess að létta á pyngjunni um 70 krónur.
Af öllum dýrleikanum fannst vini mínum
greinilega ekki jafn mikið til um neitt eins
og okur gleðinnar. Sjálfur er hann hneigð-
ur fyrir glaðværð, formaður ungmennafé-
lags og skemmtanafrömuður sinnar sveit-
ar. En aldrei hafði hann þó sótt skemmt-
un, er um allan kostnað hafði farið fram
úr 5 krónum, þar með talin fargjöld frá
og til skemmtifundarins. Sjötíu krónur!
Fjórir dilkar! Guð minn góður.
Pilturinn hristi vandfýsinn höfuðið eins
og þeir gera, sem hvorki skilja upp né
niður í þessari veröld. Og er við snérum
okkur frá búðarglugganum gekk fram hjá
okkur maður og kona. Þau voru vel klædd,
gjörvileg og töluðu af æsingi.
— Annað hvort hlýðir þú mér í gagn-
rýnislausri auðsveipni eða ekki. Ég hefi
fengið mig fulisaddan á þessum gagn-
kvæma skilningi, þessari sjálfsblekkingu
hugarfarsins, þessum stöðuga flótta und-
an því, sem getur varðveitt gott hjóna-
band.
Það var ástin, sem talaði, djörf og
hispurslaus. Svo hurfu þau fyrir næsta
götuhorn og leiddust.
— Hvað meinti maðurinn ? spurði dreng-
urinn. — Tala menn svona hátt um einka-
mál sín hér í Reykjavík?
Ég kvað það henda suma. I borgum
hættir fólki til að gleyma þeim, sem aljtaf
hlusta. Og hversu gagntekinn, sem sam-
fylgdarmaður minn var af því að hlusta
á þennan málelg strætisins og skóhljóð
þúsundanna, gat hann þó ekki slitið hug-
ann frá gildi peninganna og spurði:
— Hvað kostar svona loðkápa eins og
þessi, sem konan var í?
Ég kvað loðkápur vera með ýmsu verði,
því að sumar væru ekta og aðrar „ímiter-
aðar“. Þarna komu tvö orð, sem hann ekki
skildi. Hann hafði að vísu heyrt getið um
ekta silfur og ekta gull, og réði því af lík-
um, hvað væri ekta loðkápa. En „ímiteruð"
loðkápa ? Það mundi þýða fölsk skinnkápa,
eða kápa úr óvönduðu skinni, sem sýndist
önnur og betri en hún væri. Ekta skinn-
kápa gat kostað þjú þúsund krónur eða
meira, en það mátti fá sæmilega skinnkápu
fyrir fimm hundruð krónur.
Ein kápa jafngildir hér átta nytháum
kúm í fardögum. Hvernig getur sá búskap-
ur borið sig? spurði drengurinn og hristi
höfuðið.
Við drógum okkur út úr fólksstraumn-
um í Austurstræti til að litast um í höfn-
inni, og lögðum leið okkar eftir austan-
verðu Hafnarstræti til að skoða gömlu hús-
in, sem einu sinni voru fínustu húsin í þess-
um bæ.
Hafnarstræti er nefnilega dálítill heim-
ur út af fyrir sig. Þetta er akurlendi betlar-
anna og vígvöllur leynivínsalanna, þeirra
er herja á götum úti. Við höfum heldur
ekki gengið langt, þegar að okkur veittist
myndarlegur, miðaldra maður, er klappaði
mér góðlátlega á öxlina og bað mig afsök-
unar á því, að sig vantaði eina krónu, því
að konan væri bjargarlaus í bænum og
börnin soltin. Þessi vanalega saga, sem eng-
inn leggur trúnað á. Ekki vegna þess, að
hér eru mörg heimili bjargarlítil, og magur
heimilisfaðirinn á í vök að verjast við að
seðja hungu barna sinna,heldurvegnahins,
að fram úr þessum manni stendur viðbjóðs-
legur brennsluspíritus-þefur. Þess vegna er
engum blöðum um það að fletta, hvað hann
ætlar sér fyrir með þær krónur, sem hon-
um áskotnast á kvöldröltinu.
Ég hristi höfuðið og kvaðst ekki eiga
neina krónu, en hann æpti á eftir mér
ókvæðisorðum og hljóp svo í veg fyrir
næsta mann til að biðja hann sömu bónar.
Samferðamaður minn spurði hvort þetta
væri brjálaður maður, en ég upplýsti hann
um það, að maður þessi væri-að sníkja sér
aura fyrir áfengi.
Eru betlarar hérna spurði pilturinn?
— Já, margir, svaraði ég, — og flestir
á þessum tíma árs. Það er magur atvinnu-
vegur hér á landi og ekki vænlegur til
frama, eitt fyrirbrigði heimsmenningarinn-
ar eftirsóttu.
— Hvernig stendur á því ? spurði piltur-
inn.
— Af því, að nú er lengst nótt og mest
atvinnuleysi svaraði ég.
— Eru margir atvinnulausir í Reykja-
vík? spurði hann.
— Mörg hundruð manns, svaraði ég.
— En er ekki hægt að útvega þessu
fólki vinnu? spurði drengurinn hugsandi,
eða getur það ekki sjálft komið sér í at-
vinnu.
Eða því flytur þá ekki fólkið úr bæn-
um ? Til sveita þarf enginn að vera atvinnu-
laus.
— Af því að hér gerir fólk sér von um
góða framtíð, þrátt fyrir allt. Hér dreymir
umkomuleysingjann um að búa í ,,villum“,
einhvern tíma. Reykvíkingar eru bjart-
sýnir!
Okkur bar inn á eina af þessum öreiga-
götum kjallaraíbúðanna. Undir ljósastaur
fyrir öðrum götuenda er dálítil þyrping af
fólki, sem kvikar og eigrar hvað fram hjá
öðru, og horfir fram fyrir sig, eins og gat-
an hafi sprungið og hér sjái niður í undir-
djúpin. En ákefðin í hreyfingum þessa litla
mannflokks leynir því ekki, að hér er eitt-
hvað á seiði. Við herðum gönguna til að
forvitnast um, hvað hér sé um að vera.
Þetta eru þrjár aldraðar konur í eldhús-
sloppunum sínum, tvö stúlkubörn og þrír
drenghnokkar um fermingu, er slá hér
hring um unglingspilt, er liggur á bakinu í
miðri götunni með derhúfu yfir andlitinu,
grátandi og formælandi móður sinni og
stjúpa. Hann er drukkinn og ósjálfbjarga,
en drykkju-þvaðri sínu beinir hann til
móður sinnar, gömlu konunnar, með beru
handleggina, er stendur og horfir hirðu-
laust á hann, án þess að gera nokkura til-
raun til að reisa hann upp og fjarlægja
hann af almannavegum. Hann ber hana
þungum sökum og tekur sér í munn viður-
styggileg orð.
Deilan virtist hafa risið milli mæðginana
út af því, að hún hafi leynt hann faðerni
hans, enda sagði konan, að honum kæmi
það ekkert við. Og svo kom nýr þáttur í
samræðunum um heimilislífið og stjúp-
faðirinn, sem hafði rekið hann á dyr. Þess
vegna lá drykkjuóður piltur á götunni og
grét.
Gluggatjöldin lyftust á næstu húsum, og
hver gluggi skipaðist skínandi höfðum for-
vitins fólks. Hér var kominn múgur og
margmenni til að fylgjast með samræðum
sonar og móður, en engum varð úr vegi að
rétta hinum ósjálfbjarga hjálparhönd. Er
hæst lét máh hins óða sonar og vitfirru,
öldruðu móður kom að akandi stór bíll, og
út úr honum stukku fjórir lögregluþjónar.
En í fylgd með þeim var unglingsstúlka í
snjáðri sumarkápu með sólskinshatt á
höfðinu. Hún var unnusta piltsins og hafði
sjálf farið til fundar við lögregluna. Lög-
regluþjónarnir gengu djarflega til verks
og sviftu unglingunum upp í bílinn. En
áður en þeir skelltu aftur bílhurðinni, kall-
aði hann til móður sinnar, sem stóð með
krosslagðar hendur á brjóstinu og horfði
kæruleysislega á snarræði lagavarðanna:
— Ég kem á morgun, mamma, til að
drepa hann ...
— Þá verð ég farin. Ég flyt úr bænum í
kvöld, sagði konan ögrandi.
— Andskotann ætli að þú farir, þú ert
öreigi og kemst ekki neitt, svaraði sonur-
inn. Þá skall hurðin í lás, og bíllinn ók
af stað.
Það var nú orðið áliðið kvölds, og þessi
síðasti harmleikur götunnar dró úr okkur
viljann til að ganga niður að höfninni og
skoða skipin. Við gengum hljóðir heim. I
fyrramálið hverfum við aftur niður í bæ-
inn og sjáum Reykvíkinga vinna og spinna
sitt dægurgull. Nú hef ég sannfærst um
það aftur, að Reykjavík er merkileg borg.
Stjörnurnar tindruðu í myrkum bláma
hins heiða kvöld-himins og Utu stoltar til
jarðarinnar, þar sem fólk lifir og deyr,
elskar og þjáist í þúsund borgum. S. B.