Vikan - 25.01.1940, Síða 6
6
VIKAN, nr. 4, 1940
ÁLÖG.
Eg stóð við sigluna og steig af mér
ölduganginn. Skútan mjakaði sér
áfram yfir olíugráan flötinn, sem
einungis bærðist af andardrætti úthafsins,
himinbreiðum undiröldum, sem liðu inn
f jörðinn og vögguðu skipinu blítt og hóg-
lega, drekkhlöðnu af síld.
Inn í firðinum bar grængrár reykur síld-
arverksmiðjunnar við himinn, þar sem
tindamir roðnuðu í síðustu geislum kvöld-
sólarinnar. Ofan úr hlíðinni heyrðist í spóa,
langdregið, blítt og vellandi. Hinum megin
fjarðarins jarmaði kind. Annars heyrðist
ekkert nema hálfkæft strokkhljóð vélar-
arinnar, stynjandi og másandi, þyngsla-
legt perpetuum mobile, ímynd hins óend-
anlega strits og lífsviðleitni, sem er sjálf
sitt eigið takmark. Framundan blasti við
bærinn, sem í þrjá mánuði ársins er nafla-
strengur þjóðarauðsins ófædda. Þessi
ódáinsakur braskaranna, spekúlantanna
og spákaupmannanna og fyrirheit hinna
knekkuðu, rúineruðu og demóralisemðu.
Þetta íslenzka Klondyke, þar sem menn
verða ríkir og fátækir eftir nótum og eng-
inn er sinnar eigin gæfu smiður.
Við lögðumst við eina af þessum ótelj-
andi bryggjum, sem skaga út í sjóinn hver
við hliðina á annarri eins og tennur í hár-
greiðu, og þegar búið var að losa, gekk ég
upp í bæinn til þess fyrst af öllu að fá
mér kaffisopa af þeirri tegund, sem ein-
ungis fæst á þurru landi, því að skipskaffi
yfirleitt og síldar-skútukaffi sér í lagi, hef-
ir alltaf þennan undarlega, blendna keim
af bámgjálfri og steinolíu með dósamjólk
í zinkupplausn. Það verður þannig að vera.
Ég geng yfir planið, þar sem úir og
grúir af ungum stúlkum og síld. Þær salta
allar eins og þær eigi lífið að leysa, því
að þetta er ákvæðisvinna, og enginn trúð-
ur hendir kúlur sínar af meiri leikni en
þessar litfríðu og olíuklæddu ungmeyjar
sýna í því að leggja þrjú hundruð dauðar
síldar til í eina tunnu. En þær eru bústn-
og kvenlegar þrátt fyrir allt, og þegar þær
beygja sig, þá er eins og olíubuxurnar séu
allt of þröngar um mjaðmirnar og brjóst-
in ætli að springa út úr treyjunni — í
herrans nafni og fjörutíu!
Ég kannast við sum andlitin úr kaffi-
húsalífi höfuðstaðarins. Þá sátu þær og
sötruðu sítrón og sódavatn undir jazzandi
tónlist á slefjulegum og blóðlitlum vetr-
arkvöldum, sem ekkert eiga skylt við þenn-
an dýrðarljóma athafnalífs og æskublóma.
Ég spurðist fyrir um kaffihús og rölti
áfram. Það er'geysi umferð og þys. Hjól-
börur, handvagnar, hestvagnar, vömbílar.
Allir virðast aka síld, salti og tunnum,
— tunnum, salti og síld. Manni verður á
að óska sér stærri hlutdeildar í þessum
auðæfamokstri, heldur en þeirrar, sem
Saga
eftir Hjört Halldórsson.
maður öðlast í krafti kyndarapláss á síld-
ardalli. Mundi það nokkurn tíma leiða til
nokkurs ? Eru ekki ríkir sjómenn yfirnátt-
úruleg fyrirbrigði? Það er einsogferhyrndi
hringurinn, hin svívirðilegasta contradic-
tio in adjecto. Það eru nefnilega Iand-
djobbararnir og spekúlantarnir, sem græða
peningana. Þannig hefir það alltaf verið.
Var það nú þetta, sem kallað er kald-
hæðni örlaganna, eða var það guð auð-
valdsins og hinnar frjálsu samkeppni, sem
kom því þannig fyrir, að ég mitt í þessum
bollaleggingum þjóðskipulags og f jármála,
rakst á minn gamla vin, Samson sæfara,
sem ég hélt, að væri hinum megin á hnett-
inum. Hann stóð á götuhorni og skoðaði
sýningarglugga í lítilli búðarkompu, sem
virtist láta sér nægja með að verzla með
smjörlíki, gólfskrubbur og skósvertu, og
ég furðaði mig á því, hvað gæti komið
Samson sæfara til þess að gefa gaum að
slíkum hlutum.
Hann sneri að mér baki, og ég virti hann
fyrir mér nokkra stund. Hann stóð hinum
megin á götunni og hélt áfram að virða
fyrir sér gluggann án þess að hreyfa sig
hið minnsta. Þótt það væri fremur hlýtt
í veðri, þá var hann í þykkum, grænleitum
og upplituðum vetrarfrakka og bláum
khakibuxum. Á höfðinu hafði hann linan
hattkúf, án lits eða lögunar. Léreftsskó á
fótum.
Svo mjög sem þessi lánleysislegi klæða-
burður og allt ytra útlit mannsins stakk
í stúf við þá hugmynd, sem ég hafði haft
um Samson, þá þekkti ég hann þó strax.
Enginn, sem hafði einhvern tíma kynnzt
Samson sæfara, gat komizt hjá því að
þekkja hann aftur undir öllum kringum-
stæðum. Hann hafði persónuleik, sem fór
í gegnum fötin, jafnvel þótt hann stæði
kyrr og sneri bakinu við.
Þegar ég hafði verið honum samtíða
fyrir fimm eða sex árum, þá var hann for-
maður á fiskikútter og tvímælalaust dug-
legasti og heppnasti aflamaður þar um
slóðir og framtíðin virtist blasa við hon-
um. — Ég mundi því hafa skoðað það sem
hvern annan sjálfsagðan hlut að hitta
Samson hér sem skipseiganda og útgerðar-
mann í stórum stíl, sitjandi í Chesterfield-
stól með fæturna uppi á hundþungu eikar-
borði og rokna vindil upp á ameríska vísu,
önnum kafinn við að gera kaupsamninga
við verzlunarfélög og landstjórnir út um
allan heim.
En hann gerir þá svo vel að standa hér
á léreftsskóm og vetrarfrakka mitt í síld-
arsumarsins mesta foráttu grútarsvækju-
svaði eins og það komi honum hreint ekk-
ert við, og smjörlíki og skósverta sé það
eina sáluhjálparlega.
Ég gekk til hans og kastaði fram kveðju.
— Hálfa eða heila? muldraði hann
önuglega án þess að hafa fyrir því að snúa
sér við.
Þótt mér væri nú ekki fullkomlega ljóst,
hver meiningin væri, þá mælti ég þó með
heilli, þar sem mér fannst fara bezt á því
undir þessum sérstöku kringumstæðum.
— Komdu þá! — Hann gekk af stað á
undan mér upp eftir götunni, en sneri sér
svo allt í einu að mér:
— Já, komdu nú sæll. Ég áttaði mig
nefnilega ekki á þér alveg strax. Andlitin
eru svo mörg — því miður. Hvernig geng-
ur annars? Nú, já, jæja, þú flýtur ennþá
þykist ég sjá! — Hann leit á vinnufötin
mín, sem voru útötuð í grút og olíu, og
það var eins og það kenndi viðurkenning-
ar í röddinni. Hann kinkaði kolli, og ég
fékk nú tækifæri til þess að virða hann
nánar fyrir mér.
Fyrrum hafði Samson verið snyrtilegur
og sællegur útlits, en nú lágu kinnbeinin
hátt, og augun voru sokkin djúpt inn í
höfuðið. Rauður skegghýjungurinn var of
gamall til þess að hægt væri að kalla hann
órakaðan, en hins vegar of ungur til þess
að skýla beinaberu andlitinu eða í minnsta
máta að draga athyglina frá stóra nefinu,
sem var hreint og beint fjólublátt —
áþekkt Iiparitf jalli í fjarska.
Samson kinkaði aftur kolli, svo sem til
staðfestingar á mínum hugrenningum.
— Nei, ég flýt ekki lengur, hvorki á sjó
eða landi. Ég skal segja þér, ég hefi nefni-
lega komizt að þeirri niðurstöðu, að það
sé ekki ómaksins vert. — Nú drekk ég
bara — bætti hann svo við eins og út í
hött.
— En hvað meintirðu með heilli eða
hálfri? spurði ég þá til þess að víkja tal-
inu að öðru.
— Hvað! Skildirðu það ekki? Nei, þú ert
ókunnugur hér. Það var auðvitað ...
Nú skil'di ég allt í einu og tók fram í
fyrir honum:
— Komdu með, við skulum fá okkur
kaffi einhvers staðar, þar sem við getum
rabbað saman í næði.
Hann gretti sig, og það komu á hann
hik eins og hann nennti varla. Tók þó aftur
við forystunni, og við fórum inn í litla og
dimma kaffistofu með óþef í. Samson tók
sér sæti út undir glugganum í dimmasta
horninu og gerði sig heimakominn.
— Tvo kaffi! kallaði hann út í eldhúsið.
Einhver súreyg og ófétisleg hrokkin-
skinna færði okkur tvo hálfa bolla af
svörtu kaffi, og Samson fyllti þá óðara
af flösku, sem hann dró upp úr buxna-
vasanum, svo að mér gafst aldrei tækifæri
til þess að komast að raun um, hvort þetta
væri nú hið rétta landkaffi eða bara venju-
legt skútablek, því að nú angaði allt af
glóðheitu brennivíni, og fyrsti sopinn var
eins og jarðskjálfti. Samson drakk allt út
í einum teig án þess að láta sér bregða.
Svo hallaði hann sér aftur á bak og blés:
— Jæja, karl minn. Ég hefi nú satt að
segja velt þessu svo oft fyrir mér, að ég
nenni varla að, fara að þvæla frekar um.