Vikan - 25.01.1940, Page 8
i ipin ni> nniinmn
HELGI VALTÝSSON O BROT ÚR FERÐASOGU
i. s r i p u u
Fjörðurinn er stuttur og breiður og
liggur opinn við verstu hafáttunum.
Og þá er brimið í almætti sínu. Sjáv-
arhamrarnir og standbjörgin báðum megin
við fjarðarmynnið kippast til og nötra al-
veg upp undir. græna torfuna, þegar brot-
skaflarnir skella á þeim. Þá er eins og
regndjúp hafsins opnist og ætli sér að
kremja sundur og má út þessar fáeinu líf-
tórur, sem hafa klórað sig fastar í fjör-
unni og fram eftir sjávarbökkunum.
1 þessum viðskiptum verður mann-
skepnan að láta í minni pokann. Hún stend-
ur máttvana og ráðþrota. Litla bátskelin í
f jörunni verður briminu að brothættu leik-
fangi. Holskeflurnar hnoða hana á milli
hrammanna, unz eigi er eftir heil brú í
bandi né súð. Og vélbáturinn sekkur úti á
legunni.
1 skammdegismyrkrinu steypist norðan-
garðurinn niður af fjöllunum með fangið
fullt af hríð og harðindum. Þá loka menn-
irnir sig inni í hreysum sínum og fara ekki
út fyrir dyr að nauðsynjalausu. Kýrnar og
féð liggja jótrandi mestallan daginn í
dimmum og loftillum kofum sínum. Híma
í myrkrinu gjafanna milli og draga í sig
alls kyns pest. —
Lífið hérna er hægfara og tilbreytinga-
lítið. Hugsanir mannanna aðallega tengd-
ar tíðinni og vertíðarhorfunum. Lífið og
dauðinn ganga hér sinn gang. Og mennirn-
ir eru ekkert að grípa fram fyrir hendurn-
ar á forsjóninni.------
Logndaga og heiðríka eru sólarlags-
kvöldin full af friði, kyrrð og ró, djúpri
og þögulli. Þá gægist upp einhver óljós og
ókennd angurværð í hugum mannanna,
fyllir hjörtu þeirra nafnlausri þrá, en
hverfur svo aftur með sólarlaginu. Og
hugirnir hljóðna á ný og kólna og kulna
með nóttunni. Mennirnir skreiðast inn
aftur í kofa sína, geispa silalega og fara
að hátta. Og nóttin er löng og dimm. Karl-
ar og konur kúra saman til að halda hitan-
um, blessaðri rúmhlýjunni. Sumir með
skráð leyfisbréf, aðrir án þeirra. —
Skammdegisnóttin spyr ekkert að því. —
Snjórinn er líf og lán fjarðarins. Lífið
og dauðinn. Fólkið ber svip hans í skamm-
degislogninu. Það er þögult og hljótt. Yfir
því hvílir værð e:nangrunarinnar og friður
einverunnar. Nábúakritur, kerlinganöldur
og krakkahrynur er svo undarlega mátt-
vana og bragðlaust í þessari hrikanáttúru.
Þá er bjargfuglinn miklu háværari og til-
komúmeiri. Skapgerð fólksins er einföld
og óbrotin. Hún er tvinnuð saman úr
tveimur meginþáttum: Lífi og dauða.
Stritinu fyrir |:c'nu og baráttunni við
dauðann. Sem er r ' og hið sama. Og þetta
tvennt ber á vír "rur úr býtum. — Þess
uHuuimi
vegna verður lífið héma í firðinum svo
hversdagslegt. Og dauðinn svo eðlilega
óhjákvæmilegur.----------
Kornung kona var dáin frá ungum börn-
um. Sterkir sjómenn bera kistuna ofan í
,,trilluna“. Svo er hún flutt út í vélbátinn.
Kirkjan er hinum megin fjarðarins. Kist-
an er sett miðskips, rétt aftan við fram-
siglu. Smábárurnar stíga krappan dans í
suðvestan-vindinum.
í dag er sjórinn eintómt líf. Dauðinn
dokar fjarri á yztu miðum. — Umhverfis
kistuna talar fólkið venjulega hátt um
hversdagslega hluti. Ung stúlka er komin
heim úr kaupstaðnum til að fylgja systur
til grafar. Hún er sterkbyggð stúlka, á að
gizka 25 ára. Rauðhærð og freknótt, rösk-
leg og snögg í hreyfingum. Hún leggst
fram á kistuna, sem er svört, ber og blóma-
laus, styður höndunum undir höku sér og
blístrar hátt og hvellt stubb úr jazzlagi.
Svo fer hún að raula og síðan að smá-
syngja algeng útvarpslög og endar á
Stenka Rasin. Hún slær taktinn á fótskör
kistunnar með skótánni.
Gömul kona stendur hjá kistunni og
grætur hægt og hljóðalaust. Andlit henn-
ar herpist saman, og herðar hennar kipp-
ast til öðru hvoru. Hver er hún? — Móðir
í meinum, eða tengdamóðir? — Faðir
systranna er roskinn maður, giftur ungri
ÓSKAR MAGNÚSSON
frá Tungunesi:
Synir
Finnlands.
Þeir fæddust upp við fjöll og strönd
og Finnlands vötn og skóga,
við söng, um höggvin höft og bönd,
sem hjörtun til sín dró.
Nú ólgar um þá fjendaflóð,
— en Finnar selja dýrt sitt blóð,
það snúa engir aftur heim,
sem einu sinni mættu þeim.
VIKAN, nr. 4, 1940
konu. Hann er þögull maður og alvaxleg-
ur. Enginn sér til botns í huga hans. Hann
lætur sér annt um kistuna. Bæði að var-
lega sé með hana farið, að hún sé tekin
gætilega upp úr trillunni“, og skorðuð vel
á þilfari vélbátsins. Sjálfur stendur hann
við stjórn. Þar er hans staður í lífinu. Á
leiðinni til dauðans. -— —
Piltarnir hanga fram yfir bómur og
gálga og skorða sig upp við stýrishúsið.
Þeir spjalla hægt og rólega, brosa sjaldan
og hlæja aldrei. Systirin blístrar jazz á ný
og leggur öðru hvoru orð í belg. Gamla
konan er sjóveik. Við erum miðfjarðar.
Vindurinn stendur þverrt á strauminn. —
Hér er lífið og dauðinn samferða. 1 sátt
og samlyndi. Hér er enginn nágrannakrit-
ur. Hér er eining alls í órjúfandi, eilífri
heild. Alveg eins og fjörðurinn sjálfur í
stormi og náttmyrkri skammdegisins. Og í
sólarlagsfriði sumarnæturinnar. Sami
fjörðurinn. Sami sjórinn. í ýmsum mynd-
um, en þó eilíflega æ hinn sami. —
Myndin af stúlkunni ungu á líkkistu
systur sinnar fylgdi mér langt og lengi á
ferðum mínum. Hún hneykslaði mig ekki.
Þetta var lífið sjálft. Frumstætt og
óbrotið.
Hljóðalaust.
Konan (við betlarann): Eruð þér ekki
sami maðurinn og ég gaf jólakökuna á
jólunum í fyrra?
Betlarinn: Nei, og læknirinn segir, að ég
verði aldrei sá sami aftur.
Það styrkir alltaf stríðan þrótt,
er stækka þjóðarmein,
og dagur hver og nöpur nótt
sér nýjan Dúfu-Svein.
Sem lúðurkall um foldu fer
sú fregn, að svigni Rússaher,
því Finnlands sonum —
frændum Stáls —
er frelsið dýrra en ok um háls.
Þeir standa fast að finskum sið
sem fura í norðangjóst.
Þeir kunna að deyja, hlið við hlið,
með höggvin, norræn brjóst.
Um aldir hert við eld og stál,
er æðrulaus hin finska sál,
þó týnist þeir, sem troða snjó,
hjá Terijóki og Pestamó.
|*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii>iiiii>iiii*ii>iiiaiiiiii>iiiia,ll>ai|iai|llll,,lllllltai,,l>llil111