Vikan - 25.01.1940, Blaðsíða 14
14
VIKAN, nr. 4, 1940
undir skipinu. Við tökum allir til að horfa
fyrir borð til að glöggva okkur á þessu,
og komust við að raun um, að hér myndi
vera hvalfiskur einn mikill, er lægi á
hvolfi og sneri kviðnum upp undir kjölinn.
Við sáum, hvernig hann bærði sporðinn
aftur undir stýrinu og sló á okkur óhug.
Formaðurinn skipaði að draga upp línur
og róa dálítinn kipp til hliðar. Er við höfð-
um róið nokkurn spöl sáum við, að skepna
þessi veitti okkur eftirför og hélt sér stöð-
ugt í sömu stellingum. Nú var tekið það
ráð að snúa skipinu í hring og þvert úr
leið, en það hafði engin áhrif. Þá var ausið
blóðvatni úr skipinu til þess að grugga
sjóinn, því að hvalfiskar fælast óhreint
vatn. En ekki bar sú herkænska heldur
tilætlaðan árangur. Þetta hvíta ferlíki
fylgdi bátnum jafnt og þétt og hélt sig
á tveggja metra dýpi undir kjölnum. Nú
voru góð ráð dýr. Ef hvalurinn hreyfði
sig, var úti um okkur. Dettur þá öðrum
andófsmanninum það snjallræði í hug að
grípa jámkrók einn mikinn og dangla hon-
um í keipa skipsins, svo að söng í. Þetta
gjalla málmhljóð hafði bráðverkandi áhrif
á hvalinn. Eftir skamma stund kom hann
upp á yfirborð sjávarins út frá miðju skipi
og neytti allrar orku til að fjarlægjast
okkur sem mest. Þetta var 15—18 metra
langur hvalur af þeirri tegund, er gamlir
menn nefndu „katthveli" vegna þess, að
þeir virtust hafa svipaða tilhneigingu og
kettir, þannig að vilja nudda sér utan í
skip eða annað, sem á vatni flýtur.
Þetta er eina ævintýrið, sem ég lifði á
sjómennskuámm mínum, og einn sá at-
burður, sem mér er minnisstæðastur.
Vorið 1887 fór ég vistferlum frá Stóra-
Núpi að Ólafsvöllum til séra Brynjólfs
Jónssonar. Þar var ég í fjögur ár, og bar
fátt markvert fyrir mig, nema helzt ein
vetrarferð til Reykjavíkur. Það var fyrir
jóhn 1889. Vetur var þá harður og fann-
kyngi mikið. Mesti sægur af rjúpu var þá
í Vörðuf jalli þennan vetur og gengu marg-
ir til rjúpna. Þá var vinnumaður hjá Haf-
liða á Birnustöðum maður sá, er Helgi hét.
Hann var afbragðs rjúpnaskytta og hinn
ötulasti maður til allra verka. En þar sem
harðindi voru mikil og fénaður allur á
fullri gjöf, varð Hafliði að fá mann í lið
með vinnumanni sínum til að draga rjúp-
umar á sleða til Reykjavíkur. Var ég feng-
inn í þá ferð, og lögðum við af stað með
stóran gegningarsleða í eftirdragi, og mun
æki okkar hafa verið um 5 vættir. Þennan
dag fóm fleiri úr nágrenninu í sömu er-
indagjörðum til Reykjavíkur, en við Helgi
urðum þeirra lítið varir nema á áfanga-
stöðum. Fórum við sjónhendingu yfir
Merkurhraun og beina leið milli Hjálm-
holts og Brunastaða í Flóa, tómar vegleys-
ur, því að veður var bjart og hvergi sást
örla á þúfu. Fyrstu nóttina létum við fyrir-
berast í Fossbæ í Ölfusi, og var sú dagleið
stutt. Ekki sáum við okkur fært að fara
lengra, því að snjó setti að, er rökkva tók.
Morguninn eftir héldum við leiðar okkar
og komumst þann dag að Kolviðarhóli. Þá
var Kambavegurinn enn ólagður, og varð
maður að sniðskera götur, sem vom svo
krókóttar, að helzt mætti líkja við högg-
orm. Sóttist sú brekka seint og var erfið.
Sleðinn lá alltaf í dráttartaugunum, þó að
við vildum nema staðar til að hvíla okkur
stundarkom.
Er upp á Kambabrúnina kom, höfðum
við Helgi dregizt svo aftur úr með rjúpna-
ækið okkar, að við sáum ekkert til sam-
ferðamanna okkar. Holdvotir komum við
um kvöldið að Kolviðarhóli. Bleytuhríð
hafði gert á fjallinu, og þar sem við kom-
um síðastir þeirra, er leituðu náttstaðar á
Kolviðarhóli þetta kvöld, urðum við að
gera okkur að góðu að leggjast blautir til
svefns á gólfi. Öðru var ekki til að dreifa,
og máttum við þakka fyrir húsaskjólið.
Ég fékk einhverjar tuskur til að breiða
undir mig á gólfið, lét malpokann undir
höfuðið og sofnaði án þess að neyta nokk-
urs. Eg var of aðframkominn af þreytu
til þess að hafa matarlyst.
Morguninn eftir vaknaði ég við það, að
Kristín húsfreyja ber næturgestunum
morgunkaffi. Verð ég þess þá áskynja, að
ég get mig hvergi hrært, ég var gjörsam-
lega stirðnaður eins og lík. Með mikilli
áreynslu tókst mér að koma húsfreyjunni
í skilning um það, að ég óskaði eftir heitu
kaffi og tveimur staupum af brennivíni.
Á meðan hún sótti kaffið, reyndi ég að
mumra mér úr stað, velta mér á hliðarnar
og liðka á mér hendur og fætur. Nokkurt
afl kom þá í líkamann og svo, að ég gat
drukkið kaffið, þegar það kom. Hresstist
ég þá svo, að ég gat staðið upp, og þá var
maður auðvitað talinn ferðafær. Eitthvað
bragðaði ég á nesti mínu áður en við lögð-
um af stað, en það var lítið. Þennan dag
komumst við við illan leik að Árbæ, því
að sleðafæri versnaði, er á daginn leið,
vegna bleytu og krapahríðar og það er
ekkert þægilegt að draga þungt æki í slíkri
færð.
Loks komumst við til Reykjavíkur og
urðum við að draga sleðann á auðu frá Ár-
bæ niður að Thomsens Magasíni í Hafnar-
stræti, en þar lögðum við inn rjúpurnar
og fengum 25 aura fyrir hverja. Við Helgi
stóðum hér við í tvo daga til að reka ýms
erindi, sem okkur voru falin, og kaupa
nauðsynjar til jólanna. Þessar nætur gisti
ég á heimili Jóns heitins Péturssonar há-
yfirdómara, því að þangað skilaði ég bréf-
um frá séra Brynjólfi. Frú Sigþrúður, síð-
ari kona Jóns, bar mjög móðurlega um-
hyggju fyrir því, að mér liði sem bezt.
Bað hún mig ávallt að muna sig um það
að mæta við allar máltíðir og eins á kaffi-
tímum. Blessuð sé minning hennar! Hún
fór þess á leit við mig, hvort hún „mætti
ekki eiga ráð á mér“, ef ég færi frá Ólafs-
völlum, en ég var þá illu heilli vistráðinn
næsta ár, ég segi illu heilli, vegna þess, að
ef ég hefði ráðizt til frú Sigþrúðar, væri
ég kannske fyrrverandi, háæruverðugur
kaupmaður hér í Reykjavík, því að þá
höfðu synir hennar, Friðrik og Sturla,
fyrir skömmu byrjað hér verzlun og lék
þeim hugur á að fá mig í þjónustu
sína.
Eitt erindi, sem ég skyldi reka í þessari
ferð, var að taka á móti fjögur hundruð
krónum hjá Áma Þorsteinssyni land-
fógeta, en það var lífeyrir til Eiríks danne-
brogsmanns á Reykjum á Skeiðum. Eg
sótti peninga þessa til landfógeta og kvitt-
aði fyrir þeim. Sumt var í seðlum og nokk-
uð í silfri. Peningunum kom ég fyrir í
veski og stakk því í brjóstvasa minn. Ég
hafði aldrei haft slíka fjárupphæð handa
á milli og fann til mikillar ábyrgðar yfir
að varðveita féð.
Svo lögðum við Helgi heim á leið í glaða-
tunglsljósi löngu fyrir dag. Við drógum
sleðann okkar áfanga fyrir áfanga og vor-
um komnir upp að Kolviðarhóli fyrir há-
degi. Þar átum við nesti okkar, hresstum
okkur á brennivíni og héldum svo á f jallið.
Er á Kambabrún kom, tók að drífa niður
lognmjöll og bar niður mikinn snjó það,
sem eftir var dagsins. En við höfðum
ákveðið að komast austur yfir Ölfusá þann
dag og gerðum það. Um kvöldið komum
við að Selfossi, báðum um gistingu og fór-
um úr vosklæðum. En þá brá mér illa í
brún. Peningaveskið var horfið úr vasan-
um, og vasinn botnlaus. Ég fór að hugsa
um, hvenær ég hefði orðið veskisins var
síðast og það hafði verið undir Ingólfs-
fjalli. Það vissi ég fyrir víst. Öll leit var
fyrirsjáanlega árangurslaus. Uti var nátt-
myrkur og mokandi hríð, svo að jafnóðum
fennti í slóðir. Urvinda af þreytu sofnaði
ég í öngum mínum, og mun ég hafa gleymt
að lesa bænirnar mínar þetta kvöld. Hug-
ur minn snerist allur mm peningaveskið og
þjónustu mína, sem ég bar þungum sök-
um fyrir að hafa gengið illa frá vasanum.
Það mega þjónustur allra tíma vita, að
vasar eru til að geyma og halda því, sem
í þá er látið. Daginn eftir komumst við
Helgi heim til okkar með jólavarninginn.
En ég var raunamæddur eftir peninga-
hvarfið og tók ekki á heilum mér yfir jólin.
Fór ég í skyndingu upp að Reykjum til
að segja frá óhappi mínu og mætti þar
miklum skilningi og stillingu.
Nú liðu tveir mánuðir, og aldrei gekk
ég svo til hvílu eða vaknaði að morgni
nokkurs dags, að ekki væri mér æ í hug
peningaveskið. Á Góu var ég sendur með
áburðarhest niður á Eyrarbakka eftir mat-
vörum. Kom ég þar að máli við gamlan
kunningja, Pál í Nýjabæ. Er við höfðum
rætt saman skamma stund, segir Páll:
— Heppinn varstu, að peningamir
skyldu finnast.
Mér brá og hitnaði um hjartaræturnar.
Ég starði á Pál og spurði, hvað hann ætti
við, eða hvort hann væri að draga dár að
ógæfu minni. En hann kvað það fjarri sér,
og sagði mér, að Þórarinn á Selfossi hefði
fundið veskið á eystri bakka Ölfusár, er
hann var að vatna þar fé.
Nú sá ég ekki lengur ástæðu til að rengja
Pál, enda þekkti ég hann að sannsögli.
Klyf jaði ég nú hestinn í skyndingu og bað
Framh. á bls. 19.