Vikan


Vikan - 25.01.1940, Page 15

Vikan - 25.01.1940, Page 15
VIKAN, nr. 4, 1940 15 Snæbjörn Sumarliðason: Hún sat við eldstóna, og stjörnurn- ar tindruðu á köldum himninum, sem var blár eins og augun . . . Uss! Það var vondur maður. Ekki svo að skilja, að þetta hafi verið fyrsta kvöldið. Nei, það var langt frá því. I mörg kvöld hafði hún setið svona alein við eldstóna og látið sér líða illa. En þetta kvöld fannst henni lífið eitthvað svo óskiljanlega erfitt. Eitthvað svo dimmt, vonlaust og kalt, ískalt, þrátt fyrir ylinn frá glóðinni. Nei, hún gat ekki hugsað öðruvísi en illa til hans, þó að hann væri ný dáinn, eða svo til. Hún vildi það heldur ekki. Nei, hún vildi ekki vera öðru- vísi en hún var. Það var líka réttast og bezt. Hann hafði farið illa með hana. Svik- ið hana og gert henni lífið eins og það var. Einu sinni hafði hann strokið hendinni yfir hár hennar, og hún hélt, að hann væri svo góður, af því að hann sagðist elska hana og af því að augun hans voru svo blá. Hún særði sjálfa sig með því að hugsa um hann, þó að hann væri ekki lengur til. Ekki lengur til ... Augnablik langaði hana til að gráta og verða falleg og góð manneskja, eins og einu sinni, þegar henni þótti svo gaman að lifa. Já, gráta yfir augum, sem voru svo blá, en sem ekkert var að marka. Gráta yfir hjarta, sem hún þafði einu sinni fundið slá við brjóst sitt. Hjartað hans. Hún skaraði harkalega í eldinn. Það var rétt handa honum að vera vond eins og hún var. Illmennið þetta, sem laug. Hún sat við eldstóna, og stjörnurnar tindruðu á köldum himninum, sem var blár eins og augun . . . Uss! Svei honum! . . . Hann var svo vondur maður. Allt í einu fékk hún ákafan hjartslátt, og þó kom ekkert fyrir hana. Enginn sagðist elska hana. Enginn tók þétt utan um hana til þess að kyssa hana á varirnar, hvað, sem hún segði. En samt var það eitthvað. Hún var ekki lengur ein. Það stóð maður við dyrnar og horfði á hana. Það var hávax- inn, ungur maður, með fölt andlit og djúp augu. Hann var með rennvott hár og í rennblautum fötum. Guð almáttugur! Það var hann. Það var hann. Hún gat ekki hljóðað upp yfir sig. Bara horfði á hann galopnum augum. — Vertu ekki hrædd, Klara, og það var röddin hans. — Hvað? Ert það þú? stundi hún upp og rödd hennar var eins og neyðaróp. — Já, það er ég, sagði hann rólega. — Ég er kominn til þín. — Ég hélt, að þú værir dáinn? — Dáinn! anzaði hann með fyrirlitn- ingu. — Já, við skulum hafa það svo, að ég sé dáinn. Vertu ekki hrædd, bætti hann Þessi litla saga fannst á minn- isblöðum eftir höfundinn látinn. við, þegar hann sá, að hún fölnaði upp. — Ég er enginn draugur, með glottandi haus- kúpu og maðkafesti um hálsinn. Þú verður bara að hjálpa mér, Klara. Mér líður svo illa. Þú verður að vera engillinn minn. Já, frelsari minn. — Frelsari þinn! sagði hún og hló kulda- lega. — Nei, hættu nú. — Nei, ég hætti aldrei, anzaði hann og gekk nær henni. — Aldrei að eilífu. Fyrir- gefðu mér Klara, og hugsaðu ekki svona kuldalega til mín, eins og þú gerir. Gerðu þig ekki að vondri manneskju. Þú lifir, bætti hann við, með raunalegu brosi. — En ég . .. Ég er horfinn og alls staðar óboðinn gestur. — Þú ert dáinn, Eilífur, tautaði hún eins og í leiðslu, við sjálfa sig, — og föt- in þín eru svo köld og blaut. — Já, sagði hann. — ísköld. Um enda- lausa nótt, hefi ég setið við hafið dauða, þar sem engin alda rís, og grátið yfir því, sem er liðið. Fyrirgefðu mér, Klara. — Þú varst ekki góður maður, Eilífur. Hefurðu þá iðrazt? — Ég iðraðist áður en ég dó, sagði hann. — En ég iðraðist bara skakkt. Það er allt svo mikill vandi, Klara. Líka það að iðr- ast. Og nú bið ég þig að fyrirgefa mér, og hugsa hlýlega til mín. — Farðu burt, sagði hún og huldi and- litið í höndum sér, eins og hún væri hinn iðrandi syndari. — Þú varst vondur mað- ur, Eilífur, og það er nógur tíminn. — Nei, sagði hann, og röddin var allt í einu hvell og há. — Það er satt, að eilífðin er óendanleg, en þó dugar ekki að segja alltaf: Á morgun. Svo varð hann aftur mildur og biðjandi. — Klara, aldrei sé ég rofa fyrir neinum degi, fyrr en þú vilt hjálpa mér. Það er enginn eins mikill ein- stæðingur og sá, sem er synjað um fyrir- gefningu, þegar hann biður af öllu hjarta sínu. — Hún tók hendurnar frá andlitinu. — Nei, tautaði hún af þrálæti. — Ég er enginn guð. Ég get ekki breytzt, Eilífur. . Ég get ekki verið öðruvísi en ég er. Til þess yrði ég að fæðast aftur. — Nei, sagði hann rólega. — Þú ert ekki svona „eins og þú segir. Hefurðu horft í spegilinn ? — Nei, anzaði hún. — Það er langt síð- an ég hefi gert það. Ég veit ekki einu Snæbjörn Sumarliðason. sinni, hvað það er langt, því þegar þú sner- ir við mér bakinu, þá braut ég spegilinn minn og varð Ijót manneskja. — Já, hvað gat ég annað gert? flýtti hún sér að bæta við, þegar hún sá, að hann ætlaði að fara að segja eitthvað. — Augna- ráð þitt var orðið svo kalt og f jarlægt. Og hvað gat ég annað en sveipað að mér káp- unni og setið við minn eigin eld? Eilífur! Ég hefi brotið það, sem brotnað getur, og brennt því, sem brunnið getur. Og nú er ég líka orðin eins og hafið dauða, þar sem engin alda rís og nóttin er svo dimm og eilíf. En hann hélt áfram, og rödd hans kom eins og úr fjarska. — Klara, þú vilt þá ekki hjálpa mér? Ég er búinn að hafa mikið fyrir að kom- ast til þín og . . . — Ég get ekki hjálpað þér, greip hún fram í. — Ég get ekki hugsað hlýlega til þín. — Jú, maldaði hann í móinn. — Þú get- ur minnzt nþn sem breiska drengsins þíns. Aftur fól hún andlitið í höndum sér og sagði: — Þú hefir aldrei verið neitt barn, Eilíf- ur. Þú vissir alltaf, hvað þú varst að gera. Allar syndir þínar framdirðu með upplyftri hendi. — Ég veit það vel, að ég fór illa með lífið. Ég níddist á tilverunni, en samt þótti þér einu sinni ofurlítið vænt um mig, sagði hann. Þá reis hún á fætur og talaði framan í nábleikt andlit hans. — Ofurlítið segirðu. Ég elskaði þig. Skilurðu það, Eilífur? Viss- irðu það ekki, að þegar ég söng með sjálfri mér, þá var ég að syngja fyrir þig! Veiztu það ekki, að þessar litlu trjáhríslur, sem ég er að brenna núna í kuldanum, voru gróðursettar fyrir þig, þegar ég gat ornað mér við hjartað þitt, sem brást, löngu áður en þær gátu fest rætur. Hún skaraði í eld- inn, og tár hennar hrutu í logana, því það var enginn, sem kyssti þau burt. Hann horfði á hana og strauk rennvott hárið frá enninu. — Hefir þú aldrei verið hamingjusöm í lífi þínu? spurði hann svo. Hún mætti augum hans. Framh. á bls. 19.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.