Vikan


Vikan - 25.01.1940, Síða 18

Vikan - 25.01.1940, Síða 18
18 VIKAN, nr. 4, 1940 33. krossgáta Viku nnar. Lárétt: 1. Undanfari jólanna. — 8. Gamalt millilandaskip. — 13. Jarðeign. — 14. Lausir aurar. — 15. Ekki hægt að heimta. — 16. Þvottaefni. — 17. Biti. — 18. Henda. — 19. llát. — 20. Ögn. — 21. Bóndi. — 22. Hýði. — 24. Frumefnistákn. — 25. Nöldur. — 26. Óeigingjarn. — 28. Biblíunafn. — 30. Fjölin. — 31. Svipu. — 33. Steggur. — 35. Rafleiðandi efni. — 37. Líttu á. — 38. Virðing. — 40. Spámaður. — 43. Samtenging. — 45. Fóru fyrir vindi. — 46. Ómóttækileg. — 48. Tveir samstæðir í stafrófinu. — 50. Svifta hári. — 52. Strandstaður Nóa. — 54. Herma eftir. — 56. Sjaldgæfur. — 58. Lifum. — 60 Tala. — 62. Böggull. — 63. Fiska. —- 64. Höfuð- borg í Israel. — 66. Málmur. — 67. Úttekið. — 69. Ástfólgnar. — 70. Næri. — 71. Flokkslið. — 72. Bætti við. — 74. Óþrif. — 75. Mánuður. — 76. Fæðu. — 77. Sú, sem ekk er reiknuð með. — 79. Umræðurnar. — 80. Skussi. — 81. Algeng jólagjöf. Lóðrétt: 1. Er Rvik fyrir jólin. — 2. Hamstola. — 3. Fisk- ■ ur. — 4. Steintegund. — 5. Fengur. — 6. Líta * augum. — 7. Drykkur. — 8. Hluta. — 9. Sögn. — 10. Öhæf. — 11. Vantreystir. — 12. 1 þvottahúsi. — 15. Óþekkt. — 17. Gust. — 18. Rita. — 21. Jólaundirbúningur. — 22. Heiður. — 23. Bæjar- nafn (þolf.). — 25. Faðir Stalin. — 26. Fjarlægð. — 27. Risafyrirtæki. — 29. Lærði. — 32. Koma fyrir. — 34. Indíánar. — 36. Kvikmyndaleikari. — 39. Fyrir utan. - - 41. Eldsneyti. — 42. Ökyrrð hafsins. — 44. Stór jól. — 47. Ættarnafn. -— 49. Gusa. — 51. = 52. lárétt. — 52. Ganga. — 53. Tölunafnorð (þolf.). — 55. Dönsk eyja. — 57. Keyrir. — 59. Snjólausa. — 61. Hélt ekki. — 62. Indversk öreigastétt. — 65. Horfði. —66. Manns- nafn (forn ending). — 68. Á hljóðfæri. — 70. Eins. — 71. Gráða. — 73. Drep. — 75. Virðing. — 76. Rennur. — 78. Tveir eins. — 79. Tveir eins. — 80. Tóntegund. Karl Strand, Steingr. Þorsteinsson og fleiri háskólaborgarar, gengu á götu og ræddu landsins gagn og nauðsynjar. Eink- um snerist málið um vaxandi ' dýrtíð, hvernig allt stígi í verði, t. d. fatnaður. Karl tók mjög kröftuglega undir um það, að allt hækkaði í verði og lífsbaráttan harðnaði með hverjum degi. Ræðu sinni lauk hann með þessum orðum: — Það hækkar allt nema við, Steingrím- ur minn! En það skal tekið fram, að hvorugur er hár í loftinu, báðir í lægra meallægi. Háskólaborgari nokkur gerði sér það til gamans og dægradvalar í jólafríinu að lesa trúarbragðasögu Jan de Vries. I öðru bindi bókarinnar á bls. 228 rakst hann á eftir- farandi setningu: — In Skandinavien ist der heilige Olaf Thors Nachfolger geworden. Þessu snéri hann í huga sínum óðar á íslenzku á þessa leið: — Á Norðurlöndum er hinn heilagi Ólafur Thors orðinn arftaki. # Eins og allir vita voru kenningar mjög um hönd hafðar í forníslenzkum skáld- skap. En í ljóðagerð síðari tíma hefir þess- ara þjóðlegu og merkilegu fyrirbrigða lítið gætt. Eftirfarandi vísa sýnir þó, að kenn- ingar geta ekki síður farið vel í nútíma- formi, heldur en gömlu máli: Rýmdi klókur vonar völl viður „smoking“-spjara, þegar brókarblúnduþöll brosin tóku að spara. Vísa þessi er eftir Isleif Gíslason á Sauðárkróki. Það var í þann tíð að Jón Pálsson var féhirðir Landsbankans, að í bankann kom Vilhelm Jónsson, er lengi var innan búðar í kjötverzlun Tómasar Jónssonar, og þurfti að fá sig afgreiddan. Var hann allvel við öl, og þótti afgreiðslan sækjast seint, því þótt Jón væri gætinn vel, var hann enginn vinnugarpur. Og er Vilhelm ofbauð sein- læti Jóns, kallaði hann bálreiður: — Þér ráðið því rétt, hvort þér látið renna. af mér meðan ég bíð hérna í bank- anum. * Prófessor Árni Pálsson mætti Svía á götu, er vindur sér að honum og spyr: — Er Ni Svenskare? Muldraði þá Árni niður í barm sinn og lét ólíkindalega: — Ne-e-e-nei. — Er Ni Svenskare? spurði Svíinn aftur. Þá svaraði Árni: — Nej, Jeg er et Menneske. Einar bóndi á Hæli, faðir þeirra Gests og Eiríks alþingismanns, tók, sem kunnugt er, það ráð að efla Gest til þess að verða bónda á Hæli, en setti Eirík til mennta. Þótti mörgum sú ráðabreytni undarleg, því að Gestur var afburða gáfumaður. — Einu sinni kom nágranni Einars að máli við hann og segir: — Því léztu ekki hann Gest studera, jafn andskoti bráðgreindur og hann er? — Eg á ekki von á, að það þurfi að kaupa vitið í hann Gest minn, sagði Einar. # Þar til í byrjun síðast liðinnar aldar héldu kristnir bændur í Palestínu boðorð gamla testamenntisins, sem bauð að skilja eitt- hvað af uppskerun'ni eftir handa fátækum. Eigendur olífu-trjánna héldu sérstaklega boðorðið um að hrista tréð aðeins einu sinni, svo að það yrðu eftir ávextir handa „ókunnugum, munaðarlausum og ekkjum.“ 1 einu hliðarherbergi Alþingis varð mönnum nú undir þinglokin tíðrætt um hina innilegu samvinnu Ólafs Thors at- vinnumálaráðherra og Jónasar Jónssonar um „höggorminn“ og fleiri þjóðnytjamál. Var ýmsum getum að því leitt, hvað valda myndi. Ásgeir Ásgeirsson, bankastjóri, hafði setið hljóður hjá, en rumskar nú allt í einu við sér og segir: — Þetta er ekki svo undarlegt, þegar alls er gáð. Þeir hafa báðir tapað. Ólafur sínum veraldlega auði, en Jónas æskuhug- sjónum sínum og umbótarvilja. Nú eru þeir að hugga hvorn annan í gjaldþrotinu. Þótti Vilmundi þetta snögglega mælt. * I írlandi er bannað að bera páskaliljur á páskasunnudag, þar sem þetta blóm er skoðað sem táknrænt merki um uppreisn- ina í Dublin árið 1916.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.