Vikan - 25.01.1940, Síða 19
VIKAN, nr. 4, 1940
19
MAÐURINN I BLAUTU
FÖTUNUM. Frh. af bls. 15.
— Jú, anzaði hún hreinskilnislega. —
Einu sinni hélt ég, að þú gætir ekki verið
án mín. Skilurðu ? .. . Ég var hamingju-
söm, af því að ég hélt, að ég væri þér svo
nauðsynleg. En það var ekki.
— Þú hefir alltaf verið mér nauðsynleg,
Klara, þó að ég hafi ekki vitað það fyrr
en svo seint, sagði hann. — Þess vegna
er ég kominn til þín. Annars hefði það
heldur ekki verið hægt. Já, þú hefir alltaf
verið mér nauðsynleg. Manstu, þegar ég
kom einu sinni til þín? Það var kvöld, eins
og nú, og ég var svo þreyttur. Ég hallaði
mér að brjósti þínu eins og lítill, fátækur
drengur, sem gat hlustað á hvaða ævintýri,
sem var og undrazt yfir því af heilum
hug. En þú sagðir ekkert, Klara. Bara
straukst mér um vangann. Á því augna-
bliki var þér trúað fyrir því bezta, sem
til var í sál minni. Þess vegna gat ég kom-
izt til þín, eins og ég er. En nú verð ég
að fara.
Og hann vafði rennblautum treflinum
fastar um hálsinn á sér. Hún leit á hann,
og það var undarlegur bjarmi í augunum,
sem breiddist svo yfir allt andlit hennar.
— Já, Eilífur, sagði hún. — Ég man,
þegar ég strauk þér um vangann, og þú
áttir ekkert til, nema bara mig, þó að þú
vissir það ekki. Ég skal gera, sem ég get,
og gleyma engu. Þegar stormurinn hvín
úti, og dunurnar heyrast í fjallinu, þá
minnist ég þín.
— Þá minnistu mín?
— Já, ég ætla að syngja með sjálfri mér
fyrir þig, og í vor, þá skal ég gróðursetja
fyrir þig villtar trjáplöntur, sem aldrei
verða brenndar, því ég ætla að hjálpa þér,
verða systir þín, frelsari þinn, úr því þú
segir, að ég geti það. Og þegar ég dey,
Eilifur, þá verðurðu kannske kominn svo
voða, voða langt á undan mér, en það gerir
auðvitað ekkert til, því að ég veit, að þú
réttir mér höndina þína yfir djúpið.
Hún sat yið eldstóna, og stjörnurnar
tindruðu á köldum himninum, sem var blár
eins og augun hans.
GORT OG GAMELIN. Frh. af bls. 12.
að því, hvort hann ætlaði ekki að verða
fyrri til að ráðast á Þjóðverja, svaraði
hann:
— Haldið þér, að ég ætli að byrja
stríðið með orustunni við Verdun?
Hann vissi, að virkin við Verdunbrutu öll
áhlaup Þjóðverja af sér í heimsstyr jöldinni,
og hann ætlaði ekki að fórna franska hern-
um á þýzku Siegfriedlínunni. En þegar sú
stund nálgast, að risaherinn á vesturvíg-
stöðvunum er tilbúinn, má gera ráð fyrir,
að hinn rólyndi hershöfðingi gefi fyrir-
skipunina — A v a n t — áfram, því að
hann hefir sagt, að enginn þurfi að halda,
að Maginotlínan sé einungis vamar veggur
til hlífðar, heldur sé hún líka viðspyrna
franska hersins.
ALÖG. Frh. af bls. 7.
vill endilega hella þessari viðbjóðslegu
hafragrautarvellu sinni í mig á hverjum
morgni, bara til þess, að ég skuli síður fá
stóru delluna og ganga út úr bisnessinu,
sérðu! En öllu þessu verður þú nú að þegja
yfir eins og steinn, því að bráðum söðla
ég um, því skal ég lofa þér, laggi minn.
Skál!
Samson sæfari hélt loforð sitt. Þegar
við komum inn með síld viku síðar, þá átti
að jarða hann þann sama dag. Líkfylgdin
var ekki margmenn — nokkrir sjómenn
og fastir viðskiptavinir. Einungis ein kona,
sem gekk næst kistunni. Hún hafði svarta
slæðu og grét óaflátanlega. Kannske gömul
ást frá góðu dögunum. Hver veit? Og í
huganum gerði ég mér ýmsar getsakir um
þessa konu, sem nú harmaði svo sárt þenn-
an einmana mann.
Hver er hún? Einhver ættingi? spurði
ég kunningjann, sem gekk við hliðina á
— Það er kona, sem annaðist hann, þeg-
ar öll sund voru lokuð fyrir honum. Hún
gerði það, sem hún gat, til þess að bjarga
honum, þegar fokið var í öll skjól, en hún
er víst ekkert skyld honum. Þú þekkir
hana sjálfsagt — það er hún frú Hoppdal,
sem hefir kaffihúsið þarna á horninu.
GRASKEGGUR. Frh. af bls. 14.
ferðafélaga minn að taka hann af mér. —
Sjálfur hljóp ég skemmstu leið upp að Sel-
fossi, skýrði þar frá erindi mínu og er mér
var sagt, að veskið væri fundið, spurði ég
Andrés bónda, föður Þórarins, hvað hann
tæki í fundarlaun. Kvaðst hann ekki geta
haft það minna en tíu krónur, og gekk ég
fúslega að þeim samningi.
Minnist ég ekki að hafa í annan mund
verið hamingjusamari en þá, er ég rétti
Eiríki heitnum á Reykjum veskið og pen-
ingana, því að í tvo og hálfan mánuð hafði
ég brotið heilann um málsóknir og yfir-
heyrslur og séð dyr fangaklefans blasa við
mér. Hver myndi trúa því, að ég hefði týnt
þessu fé?
Ég hefi nú tafið hér nokkra stund við
að telja upp dagleiðir á ferðalögum mín-
um í æsku. Mér er ljóst, að fáum mun mik-
ið til finnast. En ég get þessa til að gera
samanburð á samgöngum þá og nú, þar
sem engar fregnir um ekki ómerkilegri at-
burð en peningahvarfið spurðust í tvo
og hálfan mánuð frá Selfossi upp í Ólafs-
vallahverfi. Nú fer maður þessa sömu leið
í bíl á einni klukkustund.
Og svo segja menn, að heiminum fari
aftur! S. B.
Sleðaferðir barna:
Eftirtaldir staðir eru leyfðir fyrir sleðaferðir barna:
AUSTURBÆR:
1. Arnarhóll.
2. Torgið fyrir vestan Bjamaborg milli Hverfisgötu og
Lindargötu.
3. Grettisgata milli Barónsstígs og Hringbrautar.
4. Bragagata frá Laufásvegi að Sóleyjargötu.
VESTURBÆR:
1. Vesturgata frá Seljavegi að Hringbraut.
2. Bráðræðistún sunnan Grandavegs.
3. Vesturvallagata milli Holtsgötu og Sellandsstígs.
Bifreiðaumferð um þessar götur jafnframt bönnuð.
LÖGREGLUSTJÓRINN.
Notað mótorhjól,
óskast keypt gegn staðgreiðslu.
m- Tilboð ásamt verði sendist afgreiðslu
— Vikunnar fyrir n. k. mánudagskvöld,
merkt: „MÖTORHJÓL,<.