Vikan


Vikan - 17.02.1940, Síða 3

Vikan - 17.02.1940, Síða 3
3 VIKAN. viku vetrar hélzt enn sama blíð-' * skapar tíðin hér á landi. Meinlegur smáfjandi, sem kallaður er prentsmiðju- púki, hefir leikið sér að því að rugla tölusetninu vikudálksins í síðasta blaði, og m. a. spáð um veðurlagið fram í vikuna, sem nú er að líða, 16. viku vetrar. Hann hefir ruglazt í ríminu. Þaðgerðulíkanokkr- ar villiendur í vikunni, sem leið, en þær halda sig á veturna á Skerjafirði en á sumrin á Reykjavíkurtjörn. I hláku og sólbráð var ísinn horfinn af hálfri tjörn- inni, en hópur villianda, sex að tölu, var þegar í stað kominn í vökina. Þar svöml- uður þær um eins og komið væri vor og matgjafirnar byrjaðar, en í næturfrost- unum undir vikulokin lagði vökina aftur. • Það slys vildi til á Skerjafirði í vikunni, sem leið, að flugvélinni „Örninn“ hlekkt- ist á, er hún ætlaði að hefja sig til flugs. Fyrir snarræði flugmannsins og sundkunn- áttu annars farþegans varð ekki mann- tjón, en flugvélina bar upp á sker og eyði- lagðist hún. Þetta atvik gefur tilefni til umhugsunar um það, hvort eftirlit með farþegaflugi hér á landi sé nægilegt. Allir vita, að lendingarstaðir flugvéla hér á landi eru eins og þeir koma frá náttúrunn- ar hendi, og því heldur ætti að vera strangt eftirlit með farþegaflugi. Eins og er, virð- ist farþegaflugið vera hreinasta sport-flug fyrir farþega, engu síður en flugmenn. Annars var kunningi minn að skjóta upp höfðinu í vikunni, sem leið. Hann er heldur upp á kvennhöndina, blessaður, og fylgist með athygli með því sem útvarpið þarf að segja um Reykjavíkurstúlkuna til aðgreiningar frá öðrum stúlkum á landinu. Hann segist bara aldrei hafa séð neinn mun, en síðan þessi fræðsluflokkur byrjaði, er Sína á fjórðu hæð hætt að hlaupa í bakaríið í strandfötunum, og pokabuxna- dansinn hefir færst í aukana í ungmenna- félögunum í sveitinni. Eftir Hjálmar Bárðarson, stúdent. Hornstrandir og Hornstrendingar! — Hugmyndir manna um þennan landshluta eru ærið misjafnar, en algengust mun þó vera sú skoðun, að það sé hrikalegur, gróðursnauður, torbyggileg- ur útkjálki, að þar búi framtakslítið, fá- tækt og kynlega fornt fólk, nátengt draug- um og hvers kyns dularfullum fyrirbrigð- um; — matur sé þar framreiddur á hinn undraverðasta hátt — óætur fyrir alla utansveitamenn! Að öllu þessu athuguðu er það ekki undravert, þótt marga langi til að kynn- ast öllu þessu af eigin reynd, — og svo var um mig. Sannfrétt hafði ég, að land þetta er mjög torvelt yfirferðar, hestar postulanna er næstum eina mögulega far- artækið, og verður því að ætla nægan tíma til slíkra ferða. Með nokkrum dag- bókarglefsum og hugleiðingum um Strandamenn vildi ég reyna að lýsa þeim áhrifum, er ég varð fyrir á þessari 19 daga gönguferð minni um þær slóðir. Þegar komið er frá Fljótavík niður í Kjaransvík, er hægt að segja, að komið sé á þær eiginlegu Homstrandir. Þar standa enn tóptirnar eftir af samnefndu (eyði)- býli. Kjaransvík sá ég í glaða sólskini. Hún er hömrum girt á þrjá vegu, en brimsorf- inni, sendinni strönd á eina. I brimrótinu velkjast myndarlegir trjábolir og ofar á ströndinni liggja þeir í röðum, hvítfágaðir af briminu og sandinum og síðan sólþurrk- aðir. Vandlátasta húsmóðir hefði ekki get- að skúrað viðinn betur. Þannig skilar haf- ið, hinn sísuðandi nábúi Strandamanna, byggingarefninu í hendur þeirra. .Þetta voru fyrstu kynni mín af gjafmildi hans, sem margan skilding hefir veitt fátækum bændum. — Hér væri sannarlega freist- andi að setjast að þessa nótt, en svona dýrðlegt veður er ekki rétt að láta ónot- að til að sjá meira. Ég veð því Kjarans- víkurána og geng fyrir Álfsfell til Hlöðu- víkur. Sú vík er einnig í eyði — og aftur er á vaðin. Seint að kvöldi þessa dags kem ég að Búðum. Þar er enn byggð, — eini bær- inn á leiðinni frá Rekavík við Hornsvík til Hesteyrar. Húsakynni eru þar ekki háreist, en þar var mér tekið með alúð og gest- risni að gömlum, íslenzkum sveitasið. Nokkuð var orðið áliðið, er ég fór suður fyrir bæinn og reisti tjald mitt við gullinn roða hnígandi sólar. Ég lagðist út af í svefnpokanum, en brimhljóðið og þessir dýrðlegu litir héldu mér vakandi þrátt fyr- ir langa göngu. Ég opnaði tjalddyrnar á ný og naut síðustu geislanna, áður en eld- rauður hnötturinn hvarf fyrir yztu tá Hælavíkurbjargs, Hælinn. En næsti morgun var alger andstæða þessa dásamlega kvölds. Ég vaknaði við, að rennvott tjaldið hafði fallið ofan á mig og það fyrsta, sem augu mín litu þennan morgun, var jafn hversdagslegur hlutur og haus á forvitinni belju — og þoka. Austanátt, eða hafaustan, er versti óvinur ferðalangs á Hornströndum. Þá er álands- vindur og honum fylgja þokur miklar. Mér hefir verið sagt af gömlum manni á Horn- ströndum, að stundum sjáist varla sól allt sumarið. Einu sumri mundi hann eftir þá er sól sást aðeins tvo daga! Skyldu þetta verða örlög mín. Þungir voru þankar mín- ir, er ég reisti við tjaldið og skreið inn aftur til að fara í hrollköld fötin. Klukkan átta höfðu þessar bansettu beljur boðið mér góðan daginn, en skömmu síðar þamb- aði ég þó spenvolga mjólk þeirra. Þá var það Skálakambur. Ekki dugði annað en halda áfram ferðinni. — Mörg- um hefir þótt hann brattur hann Skála- kambur, sagði húsfreyjan, og það er orð að sönnu. Það er langbrattasta alfaraleið, Drífandi. sem ég nokkurn tíma hefi augum litið. Heita má, að krákustígurinn liggi eftir klettasillum og að alls staðar sé hægt að styðja sig við bergvegginn með annarri hendinni. Nú fann ég, að ég var að komast inn í ríki Hornstranda, einlægar víkur, um- kringdar af þverhnýptum hömrum, út- sýni aðeins í eina átt — til hafs. Þokan lofaði ekki fögru, en þennan dag komst ég þó klakklaust að Horni, og var mér þar tekið hið bezta. Um hádegi næsta dags var ég staddur

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.