Vikan


Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 7

Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 7
VIKAN, nr. 7, 1940 7 — Ég átti ekkert til að selja, ekkert nema skran, sem enginn vildi líta við. Það var ekki einu sinni svo gott, að ég gæti selt sannfæringu mína hæstbjóðanda á póli- tískum markaði. Það geta ekki aðrir en þeir, sem hafa aflað sér einhverrar sann- færingar, og ég var hvergi í flokki. Þessi notalegu hnífakaup, sem maður heyrði stundum talað um, en fékk aldrei að reyna. Þau gáfu þó gömlu þjóðsögunni svolítið veruleikagildi. Þjóðsögunni um fjandann, sem gekk um á meðal mannanna og keypti upp sálir. — — — Komið þér sælir, Arngrímur, -— var sagt fyrir aftan mig, — þér voruð að hugsa um verzlun? Ég leit við og sá mann á mínu reki, ef til vill tveimur eða þremur árum eldri en ég. Hann var í hlýrri loðskinnskápu, með gráan, linan hatt, hanzka á þeirri hendi, sem hann studdi enn á öxl mér. Ég þekkti hann ekki, og þó var eitthvað það í svipn- um, sem kom mér kunnuglega fyrir — eitt- hvað í þessu steinrunna nátttrölls-andliti, sem ægði manni og laðaði að í senn. And- litið var slétt og fellt eins og gríma. Munn- urinn eins og rauð rispa í hörundið og hann bærði naumast varirnar, þó að hann talaði. Nefið aðeins bjúgt og þefvíst eins og á dýri. Langt á milli augnanna og augnabrýnnar kolsvartar, en augun — það, sem sá í augun var stingandi græn glýja. Þá var það, að mér fannst ég horfa inn í glórulausan þokuheim. — — Yður er illt, sagði ókunni maðurinn, — gjörið þér svo vel, fáið þér yður ciga- rettu. Hann tók upp stórt og þungt ciga- rettu-veski úr skíru gulli. Það laukst upp eins og af sjálfu sér, en um leið og lokið spratt upp, leiftraði af grænum smargað, sem var greyptur í lokið. Ósjálfrátt rétti ég hendina fram og tók síðustu cigarett- una innan úr lokinu. Hann fékk sér ciga- rettu sjálfur og kveikti eld hjá okkur báð- um með hraða og mýkt, sem veraldar- mönnum einum er lagið. Hann saug að sér tóbaksreykinn og ándaði honum frá sér aftur með velþóknun, áður en hann byrjaði að tala. Ég saug einnig að mér cigarettu- reykinn, megnan og ljúfan reyk, þrunginn af daufum ilmi austurlenzks illgresis. Víst var ég veikur. Ég hafði fengið aðsvif. Nú leið mér betur. Nú sá ég hlutina skýrar og ljósar en ég hafði nokkurn tíman séð þá. Ég brosti. — Þér ávarpið mig svo kunnuglega, en ég þekki yður ekki, sagði ég. — Ég þekki yður mætavel. — Það átti víst að heita bros. Rauða rispan í andlitinu varð aðeins lengri. — Þér skuluð ekkert fást um það, hvernig á því stendur. Þér voruð að hugsa um verzlun og það er ég líka. Ég veit, að þér voruð hjá banka- stjóranum í morgun. Þér fenguð afsvar. Yður var neitað um framlengingu á þrjú hundruð króna víxli, sem þér eigið að borga á morgun, og þér sjáið engin sköpuð ráð til þess. —- — Hvernig vitið þér það? Hann tók undir hendina á mér og leiddi mig af stað. — Jú, sjáið þér til, sagði hann, — ég hefi heldur lítinn tíma, en ef þér , megið vera að því að ganga með mér að dyrunum á Hótel Reykjavík, þar sem eg bý, þá skal ég gefa yður skýringu — og dálítið meira en skýringu. Ég ætla að gera yður tilboð. — Ég losaði hendina úr frakkavasanum. Reykti cigarettuna, slóst í för með honum. Hann hafði tekið þéttings fast í handlegg- inn á mér. Hvað átti ég að gera? Ég var á hausnum. Það var alveg satt. Forvitnin rak einnig á eftir mér. — Ég talaði við bankastjórann rétt á eftir yður. Hann er yður velviljaður, en verzlunaraðferðir yðar byggðar á röngum grundvelli. Þetta veit Trausti gamh, — við töluðum um það í morgun,og hann neitar yður um þessi smálán af eintómri góðmennsku. Þegar þér komið til hans með ákveðna ráðagerð og krefjizt aðstoðar bankans til að hrinda henni í framkvæmd, þá sér hann sér hag í því að hjálpa yður. Því skyldi bankinn ekki vilja græða pen- inga? Og Trausti gamli hefir trú á yður. Einmitt þess vegna vil ég gera yður til- boð. — — Hvaða tilboð er það ? Ég var eins og deig, sem hann hnoðaði í höndum sér. — Við stofnum félag. Þér farið á morg- Á meðan ég hripaði nafnið mitt, beygði hann sig yfir mig og tugði vindilstúfinn. Ég heyrði, að hann gnísti tönnum. hann er nú einu sinni svona, hann Trausti gamli. Hann vill ekki lána nema hann sjái, að það sé dugur í mönnum. Þér hafið verið of auðmjúkur, of nægjusamur. Og svo eru un til Trausta gamla, biðjið um lán til vörukaupa, stórlán. Ekki til að kaupa skran eftir verðlistum frá Danmörku, Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.