Vikan


Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 8

Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 7, 1940 Dúfnahjónin Enginn vissi það betur en hann, að hann hafði ekki nokkra von, ekki nokkurn minnsta vonarneista. Það var f jarstæða að láta sér detta slíkt í hug. Svo mikil fjarstæða, að hann gat fyllilega skilið, þó að faðir hennar — já, hvað sem faðir hennar gerði, myndi hann fyllilega skilja það. Raunverulega mundi ekkert minna en sú kalda staðreynd, að þetta væri síðasti dagurinn, sem hann væri í Englandi í guð vissi, hvað langan tíma, hafa getað drifið hann til þess. Og jafnvel nú . . . Hann valdi sér bindi úr dragkistunni, blátt bindi með ljósgulum tíglum, og settist á rúm- stokkinn. Ef hún segði nú, „hvílík ósvífni!“ mimdi hann þá verða undrandi? Nei, síður en svo, hugsaði hann, um leið og hann bretti upp flibbanum og braut hann yfir bindið aftur. Hann bjóst við, að hún mundi svara eitthvað á þá leið. Hann gat ekki séð, ef hann leit á málið algerlega hlut- laust, hvernig hún gæti svarað öðru vísi. Þannig var það! Hann batt bindið í slaufu með óstyrkum höndum, fyrir fram- an spegilinn, strauk hárið niður með báð- um höndum og dró upp lokin á jakkavös- unum. Á milli 500 og 600 punda árstekjur af ávaxtabúgarði í Rhodesíu. Engan höf- uðstól. Ekki von á neinum arfi. Ekki von á auknum tekjum næstu fjögur árin að minnsta kosti. Hvað útliti og öðru þess háttar viðvék, var hann algerlega úr leik. Hann gat ekki einu sinni gortað af góðri heilsu, því að Austur-Afríku loftslagið hafði farið svo illa með hann, að hann hafði orðið að taka sér sex mánaða frí. Hann var enn óttalega fölur — jafnvel enn fölari núna en endranær, hugsaði hann, um leið og hann laut áfram og leit í spegil- inn. Drottinn minn! Hvað hafði komið fyrir? Hárið var næstum ljósgrænt á lit- inn. Fjandinn hafi það, grænt hár hafði hann þó að minnsta kosti ekki. Og þá fór græn birtan að hreyfast í speglinum. Það var skugginn af tr jánum úti. Reggie sneri sér við, tók upp sígarettuveskið, en svo mundi hann, að mamma gat ekki þolað reyk í svefnherberginu hans, stakk því aftur í vasann og gekk yfir að dragkistunni. Nei, þó að lífið lægi við, gat hann ekki munað eftir nokkru, sem hann gæti sjálf- um sér til kosta talið, en hún ... Ó ... Hann snarstanzaði, krosslagði hendurnar og hallaði sér fast upp að dragkistunni. Og þrátt fyrir stöðu hennar, auðæfi föð- ur hennar og þá staðreynd, að hún var einkabarn hans, og lang eftirsóttasta stúlk- an í öllu nágrenninu; þrátt fyrir fegurð hennar og gáfur — gáfur! — já, mikið meira en það, það var bókstaflega ekkert, sem hún gat ekki gert. Hann trúði því fyllilega, að ef það hefði verið nauðsynlegt, hefði hún getað orðið snillingur á hvaða sviði, sem væri — þrátt fyrir, að foreldr- ar hennar tilbáðu hann, og hún þau, og að þau vildu eins gjama láta hana fara alla þá leið, og ... Þrátt fyrir allt það, sem hann gat látið sér í hug detta, var ást hans svo takmarkalaus, að hann gat ekki gefið frá sér alla von. En var það þá von? Eða var þessi undarlega, feimna þrá, eftir að þrekna, sigla niður garðsstíginn, með Chinny og Biddy á hælunum . .. Mamma var að klippa greinar og nam staðar með opin skærin, þegar hún sá Reggie. -— Þú ert þó ekki að fara út, Reginald? spurði hún. — Ég verð kominn aftur fyrir te, mamma, sagði Reggie dauflega og stakk höndunum á kaf í buxnavasana. Svip! Ein grein fauk af. Reggie hrökk í kút. — Ég hefði haldið, að þú gætir verið heima hjá móður þinni, síðasta daginn, sem þú ert heima, sagði hún. .............................................................. % Smásaga eftir Katherine Mansfield. .................................................IIIMMMIMI.. fá tækifæri til að annast um hana, gera það að sinni köllun að sjá henni fyrir öllu, sem hún þarfnaðist, og að ekkert kæmi í nánd við hana, sem ekki væri fullkomið — var allt þetta aðeins ást? Ó hvað hann elskaði hana! Hann þrýsti sér fast upp að dragkistunni og hvíslaði að henni. — Ég elska hana, ég elska hana! Og eitt andar- tak var hann með henni á leið til Umatali. Það var nótt. Hún sat í horninu og svaf. Mjúk hakan var vafin í mjúkan skinnkrag- ann, gulbrún augnahárin hvíldu á kinnun- um. Hann elskaði litla, fíngerða nefið, full- komnar bogalínur varanna, litlu barnseyr- un og gulbrúnu lokkana, sem huldu þau að hálfu leyti. Þau voru á leið í gegnum frum- skógana. Það var heitt og dimmt. Þá vakn- aði hún og sagði: — Svaf ég? Og hann svaraði: — Já. Líður þér vel? Lofaðu mér —. Hann hallaði sér áfram . . . Hann laut yfir hana. Þetta var slík alsæla, að draum- urinn gat ekki orðið lengri. En það gaf honum kjark til að hlaupa niður, þrífa stráhattinn í forstofunni og segja, um leið og hann lokaði hurðinni: — Jæja, ég get að minnsta kosti reynt það. En hann fékk fljótt kalda gusu, svo 'ekki sé meira sagt. Mamma var á gangi niður í garðinum með Chinny og Biddy, gömlu rottuhundana. Auðvitað þótti Reggie vænt um mömmu sína o. s. frv. Hún — hún vildi vel, og hún var kjarkkona og annað þvíum- líkt. En það var ekki hægt að neita því, að hún var ströng móðir. Og það hafði komið fyrir, já, oft komið fyrir, áður en Alick frændi dó og arfleiddi hana að ávaxtabú- garðinum, að hann var sannfærður um, að sú versta hegning, sem nokkur maður gæti orðið fyrir, væri að vera einkasonur ekkju. Og það sem gerði það enn verra var, að hún var bókstaflega það eina, sem hann átti. Svo að í hvert skipti, sem Reggie þjáðist af heimþrá, þar sem hann sat í verandanum undir stjörnubjörtum himni á meðan glymskrattinn söng. — Hvað er líf- ið án ástar ? sá hann ekki annað fyrir hug- skotssjónum sínum en mömmu, háa og Þögn. Rottuhundarnir gláptu. Þeir skildu hvert orð, sem mamma sagði. Biddy lagðist niður með tunguna út úr sér. Hún var feit og gljáandi eins og hálftuggin karamella. En postulínsaugun í Chinny störðu þunglyndislega á Reginald, og hann þefaði út í loftið, eins og allur heimurinn væri ein óskemmtileg lykt. Svip! skærin skullu í aftur. — Og hvert ertu að fara, ef móður þinni leyfist að spyrja svo? spurði hún. Loksins var það búið, en Reggie hægði ekki á sér, fyrr en hann var úr augsýn og kominn hálfa leið niður að húsi Proc- tors ofursta. Þá fyrst tók hann eftir því, hvað veðrið var yndislegt. Það hafði rignt allan morguninn, síðsumarsregn, heitt, þungt og ört, og nú var himinninn heiður, að undantekinni langri halarófu af litlum skýjum, sem sigldu eins og andarungar uppi yfir skóginum. Það var aðeins hægur andvari til að hrista síðustu dropana af trjánum; ein volg stjarna féll á hendina á honum. Ping — önnur buldi á hattinum. Auður vegurinn blikaði, limgerðin anguðu af villirósum, og stórir, bjartir þyrnirunn- arnir glitruðu í görðunum. Þarna var hús Proctors ofursta — hann var þá kominn. Hann lagði hendina á hliðið, olnboginn straukst við sýrenurunnana, og krónublöð- in settust á frakkaermina. En bíðum við. Þetta var of fljótt farið. Hann hafði ætlað sér að hugsa málið alveg að nýju. Nema staðar hérna. En hann gekk áfram, upp stíginn, með stóra rósrunna til beggja handa. Það var ekki hægt að gera það svona. En hendin hafði þreifað eftir bjöll- unni, ýtt á, og komið henni til að hrína of- boðslega, eins og hann hefði komið til að segja, að kviknað væri í húsinu. Stúlkan hláut að hafa verið í forstofunni, því að hurðin hrökk samstundis upp, og Reggie var skotið inn í tóma dagstofuna, áður en bjölluskömmin var hætt að hringja. Undar- legt, hvað þetta stóra, skuggalega herbergi með sólhlíf, sem einhver átti, ofan á flygil- Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.