Vikan - 17.02.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 7, 1940
13
Dyfracekjénin.
Framh. af bls. 8. '
inum, gerði hann órólegan — eða öllu held-
ur æstan. Það var svo friðsælt og þó mundi
hurðin opnast eftir andartak, og örlög hans
verða ákveðin. Tilfinningin var ekki ólík
því, sem grípur menn í tannlæknabiðstofu;
hann var nánast kærulaus. En um leið
heyrði Reggie, sér til mikillar undrunar,
sjálfan sig segja: — Drottinn, þú veizt, að
þú hefir ekki gert mikið fyrir mig. — --
Þetta gaf honum kjark; þetta minnti hann
á, hve háskalegt málið var. Of seint. Sner-
illinn hreyfðist. Anne kom inn, gekk til
hans, rétti honum hendina og sagði með
sinni skæru, mjúku röddu: — Það er leið-
inlegt, að pabbi skuli ekki vera heima. Og
mamma er inni í bæ, á hattaveiðum. Það
er enginn nema ég til að skemmta þér,
Reggie.
Reggie kyngdi niður munnvatni, þrýsti
hattinum upp að brjóstinu og stamaði út úr
sér: — Ég kom í raun og veru aðeins til
þess að kveðja.
— Ó! hrópaði Anne mjúkri röddu —
hún hörfaði aftur á bak, og grá augun
dönsuðu — en hvað þessi viðdvöl hefir
verið stutt!
Hún horfði á hann og svo fór hakan að
titra og hún hló viðstöðulaust, löngum,
mjúkum hlátri, eins og klukknahringing.
Hún gekk yfir að flygilinu, hallaði sér upp
að honum og studdi á nóturnar með hand-
fanginu á sólhlífinni.
— Fyrirgefðu, að ég skuli hlæja svona,
sagði hún. — Ég veit ekki, hvers vegna
ég geri það. Það er aðeins ljótur ávani.
Og allt í einu stappaði hún niður gráum
skónum og tók vasaklút upp úr hvítri ull-
artreyjunni. -— Ég má til með að reyna að
sigrast á þessu, þetta nær ekki nokkurri
átt, sagði hún.
— Já, en góða Anne, hrópaði Reggie.
— Mér þykir yndislegt að heyra þig hlæja.
Ég get ekki ímyndað mér nokkuð, sem er
eins —.
En sannleikurinn var sá, og það vissu
þau bæði, að hún var ekki alltaf hlæjandi;
það var raunverulega alls ekki ávani. En
frá þeim degi, frá því augnabliki, að hún
sá hann fyrst, hafði hún, af einhverri
undarlegri ástæðu, sem Reggie ekkert
skildi í, alltaf hlegið að honum. Hvers
vegna? Það var sama hvar þau voru, eða
hvað þau voru að tala um. Þau byrjuðu
kannske á því að vera eins alvarleg og
hægt var, graf alvarleg — að minnsta kosti
hvað honum við vék — en svo allt í einu, í
miðri setningu, var Anne vis að líta á hann
og snöggir kippir komu í andlitið á henni.
Varirnar opnuðust, augun dönsuðu og
hún fór að hlæja.
Annað, sem líka var undarlegt við þetta,
var, að Reggie hafði grun um, að hún vissi
ekki sjálf, að hverju hún væri að hlæja.
Hann hafði séð hana líta undan, hnykla
brýnnar, sjúga inn kinnarnar og þrýsta
saman höndunum. En það var ekki til
neins.. Langur, mjúkur hlátur eins og
klukknahringing hljómaði, jafnvel á með-
an hún hrópaði: — Ég veit ekki af hverju
ég er að hlægja. Það var dularfullt ....
Nú tók hún vasaklútinn frá munninum.
— Gerðu svo vel og fáðu þér sæti, sagði
hún. — Og viltu ekki reykja? Það eru
sígarettur í litlu öskjunni þarna við hlið-
ina á þér. Ég ætla líka að fá mér eina.
Hann kveikti á eldspýtu handa henni, og
þegar hún laut áfram sá hann logann af
eldspýtunni glóa í perluhringnum, sem hún
hafði. — Það er á morgun, sem þú ferð, er
það ekki? spurði Anne.
— Jú, strax á morgun, sagði Reggie og
blés út úr sér litlum reykjarstrók. Hvers
vegna var hann svona óstyrkur ? Óstyrkur
var ekki rétta orðið.
— Það er — það er erfitt að trúa því,
bætti hann við.
— Já, er það ekki? sagði Anne um leið
og hún hallaði sér áfram og velti glóandi
endanum á sígarettunni eftir grænum
öskubakkanum. En hvað hún var falleg
svona! blátt áfram yndisleg — og hún var
svo lítil í þessum stóra stól. Hjarta Regin-
alds þandist út af blíðu, en það var rödd
hennar, þessi mjúka rödd, sem kom hon-
um til að skjálfa.
— Mér finnst þú hafa verið hérna árum
saman, sagði hún.
Reginald saug djúpan teyg úr sígarett-
unni. — Hún er hræðileg þessi tilhugsun
um að fara aftur, sagði hann.
— Kú-rí-kú-kú-kú, heyrðist utan úr
kyrrðinni.
— En þér þykir gaman að vera þar, er
það ekki ? spurði Anne. Hún krækti fingr-
inum í perlufestina. — Pabbi var einmitt
að tala um það hérna um kvöldið, hvað
þú værir heppinn að geta lifað svona þínu
eigin lífi. Hún leit upp til hans. Reginald
brosti dauflega. — Mér finnst ég ekki vera
sérstaklega heppinn, sagði hann fjörlega.
— Kú-rí-kú-kú-kú, heyrðist aftur. Og
Anne sagði lágt. — Áttu við, að það sé
einmanalegt ?
—Og — það kæri ég rnig ekki svo mikið
um, sagði Reginald og þrýsti sígarettunni
harkalega ofan í grænan öskubakkann. —
Ég þoli einveruna mætavel, kunni jafnvel
vel við hana. Það er hugsunin um, að —.
Allt í einu fann hann, sér til skelfingar, að
hann roðnaði.
— Rú-kú-kú-kú! Rú-kú-kú-kú!
Anne spratt upp. — Komdu og kveddu
dúfurnar mínar, sagði hún. — Þær hafa
verið fluttar yfir á hliðarsvalirnar. Þér
þykir vænt um dúfur, er það ekki, Reggie?
— Jú, ákaflega, sagði Reggie svo inni-
lega, að um leið og hann opnaði franska
gluggann fyrir hana og vék til hliðar, hljóp
hún á undan og hló að dúfunum í staðinn.
Á fíngerðum, rauðum sandinum á gólf-
inu í dúfnahúsinu gengu tvær dúfur fram
og aftur, látlaust. Önnur gekk alltaf á und-
an, hin á eftir. Sú fyrri trítlaði áfram og
kurraði lágt um leið. Sú seinni kom á eftir
og hneigði sig hátíðlega hvað eftir annað.
— Sjáðu til, sagði Anne, sú, sem er á
undan er kvenfuglinn. Hún horfir á karl-
fuglinn — karrann og hlær um leið og hún
hleypur af stað; karrinn eltir hana og
hneigir sig í sífellu. Og það kemur henni
til að hlæja aftur. Svo hleypur hún áfram
og á eftir henni, sagði Anne og settist á
hækjur sér, — kemur veslings karrinn og
hneigir sig í sífellu . . . og það er allt þeirra
líf. Þau gera aldrei neitt annað. Hún reis
upp og tók nokkur gul sáðkorn úr poka,
sem var á dúfnahúsþakinu. — Þegar þú
hugsar um þau, þarna suður í Rhodesíu,
Reggie, þá geturðu verið viss um, að það
er einmitt þetta, sem þau hafa fyrir stafni.
Reggie sýndi engin merki þess, að hann
hefði séð dúfurnar, eða heyrt orð af því,
sem hún hafði sagt. Á þessu augnabliki
skynjaði hann aðeins þá óhemju áreynslu,
sem það kostaði að slíta úr sér leyndar-
málið og opinbera Anne það. — Anne,
heldurðu, að þér geti nokkurn tíma þótt
vænt um mig? Því var lokið. Það var búið.
Og á þeirri stuttu, hljóðu stund, sem fylgdi,
sá Reginald garðinn opinn fyrir ljósinu,
bláan, titrandi himininn, blaktandi lauf-
blöðin í altanstólpunum, og Anne velta gul-
um maiskornunum með einum fingri í lófa
sér. Svo lokaði hún hægt hendinni og þessi
nýi heimur bliknaði, um leið og hún sagði
hátt og hægt: — Nei, aldrei á þann hátt.
En hann hafði naumast tíma til að gera
sér grein fyrir svarinu, áður en hún gekk
hratt í burtu og hann á eftir niður tröpp-
urnar, eftir garðstígnum, undir ljósrauðu
rósabogana og yfir grasvöllinn. Út við lim-
gerðið nam Anne staðar og sneri sér að
Reginald. — Það er ekki svo að skilja, að
mér þyki ekki voða vænt um þig, sagði
hún. — Mér þykir vænt um þig. En —
augu hennar víkkuðu — ekki á þann hátt
— það komu kippir í andlitið — sem
manni á að þykja vænt um —•. Varir henn-
ar opnuðust og hún gat ekki stillt sig. Hún
fór að hlæja. — Þarna sérðu, þarna sérðu,
hrópaði hún, — það er tiglótta b-bindið
þitt. Jafnvel á þessu augnabliki, þegar ætla
mætti, að maður væri sérstaklega hátíð-
legur, minnir bindið þitt mig svo á slauf-
ur, sem bundnar eru um hálsinn á köttum!
Ó, fyrirgefðu mér, að ég skuli vera svo
andstyggileg!
Reggie náði í litlu, heitu höndina hennar.
— Það er ekki neitt, sem ég hefi að fyrir-
gefa þér, sagði hann og bar ört á. —
Hvernig gæti það verið. Og ég held, að ég
viti af hverju ég kem þér til að hlæja.
Það er af því, að þú ert mér svo langt um
framar á öllum sviðum, að ég verð ein-
hvern veginn hlægilegur í þínum augum.
Ég skil það, Anne. En ef ég ætti að —.
— Nei, nei. Anne þrýsti hönd hans. —
Það er ekki þess vegna. Það er ekki rétt.
Ég stend þér alls ekki framar. Þú ert miklu
betri en ég. Þú ert dásamlega óeigingjarn
og . . . góður og blátt áfram. Ég er ekkert
af þessu. Þú þekkir mig ekki. Ég er hræði-
lega illa innrætt, sagði Anne. — Gríptu
ekki fram í fyrir mér. Og auk þess er það
ekki aðalatriðið. Aðalatriðið er —, hún
hristi höfuðið, —að ég gæti aldrei gifzt