Vikan - 17.02.1940, Side 14
14
VIKAN, nr. 7, 1940
manni, sem ég hlæ að. Þú hlýtur að geta
skihð það. Maðurinn, sem ég giftist —,
hvíslaði Anne mjúkri röddu. Hún þagnaði.
Hún dró að sér hendina, horfði á Reggie
og brosti undarlega dreymandi. — Mað-
urinn, sem ég giftist —.
Og Reggie fannst hár, glæsilegur, ókunn-
ur maður ganga fram fyrir sig, og taka
stöðu hans — maður eins og þau Anne
höfðu svo oft> séð í leikhúsinu, sem kom
fram á leiksviðið, eins og hann hefði
sprottið upp úr gólfinu, tók ástmeyna í
fang sér, horfði lengi og dreymandi á hana
og bar hana svo eitthvað út í buskann . ..
Reggie beygði sig fyrir þessari hugsýn.
— Já, ég skil, sagði hann hásri röddu.
— Skilurðu mig? sagði Anne, — Ó, ég
vona það. Mér finnst ég vera svo and-
styggileg. Það er svo erfitt að útskýra
það, Þú veizt, að ég hefi aldrei —. Hún
þagnaði. Reggie leit á hana. Hún var bros-
andi. — Er það ekki skrítið? sagði hún.
— Ég get sagt allt við þig. Ég hefi alltaf
getað það frá því fyrsta.
Hann reyndi að brosa og segja: — Það
gleður mig. Hún hélt áfram. — Ég hefi
aldrei þekkt neinn, sem mér hefir líkað
eins vel við og þig. Ég hefi aldrei verið
svo hamingjusöm með neinum öðrum. En
ég er viss um, að það er ekki sama og það,
sem menn og bækur eiga við, þegar þau
tala um ást. Skilurðu mig? Ö, ef þú aðeins
vissir, hvað mér finnst ég vera andstyggi-
leg. En við munum verða eins .. . eins og
dúfan og karrinn.
Þetta var smiðshöggið. Þetta var í aug-
um Reginalds endalokin og svo hræðilegur
sannleikur, að hann gat varla afborið það.
Hann sneri sér frá Anne og horfði yfir
grasvöllinn. Þarna stóð kofi garðyrkju-
mannsins og dökkt ílextréð við hliðina á
honum. Blátt. gagnsætt reykjarský sveif
uppi yfir reykháfnum. Það var eitthvað
óraunverulegt við það. Hvað kverkar hans
voru sárar! Gat hann talað? Hann tók við-
bragð. — Ég verð að fara heim, sagði
hann skrækri röddu og gekk út á grasvöll-
inn. — Nei, gerðu það ekki. Þú mátt ekki
fara strax, sárbað hún. — Þú getur
ómögulega farið á meðan þér er svona inn-
anbrjósts. Hún horfði á hann, hleypti brún-
um og beit á vörina.
— O, það er allt í lagi, sagði Reggie og
reyndi að hrista af sér sljóleikann. — Ég
. .. ég —. Og hann veifaði höndunum eins
og hann vildi segja, — næ mér aftur.
— En þetta er hræðilegt, sagði Anne.
Hún spennti greipar og nam staðar fyrir
framan hann. — Þú hlýtur að sjá, hvaða
afleiðingu það hefði, ef við giftumst, er
það ekki?
— Jú, mæta vel, sagði Reggie og leit á
hana með tryllingslegum augum.
— Ö, hvað ég er illa innrætt, að ég skuli
hugsa svona! Sjáðu til, það er allt gott og
blessað fyrir dúfuna og karrann. En
ímyndaðu þér það í mannlegu lífi —
ímyndaðu þér það!
— Já, ég skil það fullkomlega, sagði
Reggie og lagði af stað aftur. En Anne
stöðvaði hann aftur. Hún togaði í ermina
hans, og sér til mikillar undrunar, sá hann,
að í þetta skipti hló hún ekki, hún var eins
og lítil telpa, sem ætlar að fara að gráta.
— Úr því að þú skilur mig, hvers vegna
ertu þá svona ó-óhamingjusamur? sagði
hún kjökrandi. — Af hverju tekurðu þetta
svona hræðilega nærri þér ? Af hver ju ertu
svona hræðilegur á svipinn?
Reggie kyngdi, og aftur bandaði hann
einhverju frá sér. —- Ég get ekki að því
gert, sagði hann. — Þetta var þungt áfall.
Ef ég fer núna strax, þá get ég —.
— Hvernig geturðu talað um að fara
strax núna? sagði Anne gremjulega. Hún
stappaði niður fætinum frammi fyrir
Reggie; hún var sótrauð í framan. —
Hvernig geturðu verið svona grimmur ? Ég
get ekki látið þig fara, fyrr en ég er viss
um, að þú sért alveg eins hamingjusamur
og þú varst áður en þú baðst mig að gift-
ast þér. Þú hlýtur að skilja það, það er
svo einfalt.
En Reginald virtist það alls ekki einfalt.
Honum fannst það óendanlega erfitt.
— Jafnvel þó að ég- géti ekki gífzt þér,
hvernig get ég þá afborið að vita þig svona
langt í burtu, og engan til að skrifast á við
nema þessa hræðilegu móður þina, vita,
að þú sért óhamingjusamur, og það sé allt
mér að kenna?
— Það er ekki þér að kenna. Þú mátt
ekki halda það. Það eru forlög. Reggie tók
hönd hennar, sem hún hafði lagt á hand-
legg honum, og kyssti hana. Vorkenndu
mér ekki, elsku.Iitla Anne mín, sagði hann
blíðlega. Og í þetta skipti hljóp hann næst-
um undir ljósrauðum rósabogunum og
eftir garðstígnum.
— Rú-kú-kú-kú! Rú-kú-kú-kú! heyrðist
ofan af altaninu. — Reggie! Reggie!
heyrðist neðan úr garðinum.
Hann nam staðar og sneri sér við. En
þegar hún sá feiminn undrunarsvipinn á
andlitinu á honum, fór hún að hlæja.
— Komdu aftur, karrinn minn, sagði
Anne. Og Reginald gekk hægt yfir gras-
völlinn til hennar.
4>tiiiiiiiiiiiiimHiiiiiiiiiimmmiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiimimiiiiiiiiiiiiimíiiiiiimmmiiiimiiiiiiiiiiiiiirtjiiimim|iiiiiiiiiiiifimiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiimmimiii ■>,
Jeppe Aakjær:
Grjóttínslukonan.
Hví eigrar þú bæði aftur og fram i
um akurinn, gamla fljóð?
Brauðlaus þú heldur í birtingu strax i
frá bæ þínum kunna slóð. §
Finnur þú eitthvað á auðmannsins storð,
örbirga, þrælandi snót? f
Færðu hér nokkuð að flytja á borð? \
— „Ég finn bara grjót.“ i
Lík sofandi manni, er sviftur er j
við sorglega drauma býr, i
Þú gengur af stað með göt á skó f
og garma, sem velgjan flýr. i
Fyrir þeim sannindum færðu’ ekki vörn,
I fátæka, þrælandi snót, |
að heima gráta nú hungruð börn,
i — hér tínir þú grjót. i
Dagurinn kemur og dagurinn fer
I og dýrðlegu geislarnir hans. i
í Örbirga kona, þú eigrar hér i
i um akur hins ríka manns.
Sárara flestu finnst mér eitt, f
f fátæka, þrælandi snót:
Er hinir sér björg í bú fá veitt, f
f þá berðu hér grjót.
i Gils Guðmundsson þýddi.
''iiimiiiimiiiimiiiiiiiHiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMmmiimimiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiimimiiimiiiimmiimimimmm..