Vikan


Vikan - 17.02.1940, Síða 15

Vikan - 17.02.1940, Síða 15
VIKAN, nr. 7, 1940 15 Meðeigandi. Framh. af bls. 7. heldur nýlenduvörur frá Þýzkalandi. Þér farið með næstu ferð Gullfoss til Kaup- mannahafnar og þaðan til Hamborgar. Þér hafið tíu þúsund krónur upp á vasann. — — Hvaðan, má ég spyrja? — Frá Trausta gamla, og ábyrgð bank- ans fyrir farmi og leigu á norskum flutn- ingadalli frá Hamborg. Mig sundlaði. Það var ekki langur spotti frá miðjum Austurvelli og að dyrunum á Hótel Reykjavík, en mér fannst ég hafa gengið óravegu með þessum kolvitlausa náunga. Maðurinn var brjálaður, á því var ekki minnsti efi. Það var blátt áfram hlægi- legt að hugsa sér Trausta gamla veita mér stórlán og bankaábyrgð eftir að hafa neit- að mér um framlengingu á smávíxli. Sem betur fer vorum við komnir að dyrunum á Hótel Reykjavík. — Þegar þér hafið talað við bankastjór- ann, þá komið þér til mín. Ég bý hér á hótelinu, herbergi nr. 11. Þá tölum við nánar um firmað — en sem stendur hefi ég ekki tíma til að ræða þetta frekar við yður. — En eftir á að hyggja, tryggið þér vörubirgðir yðar eins hátt og þér frekast þorið. — Hann var horfinn inn úr dyrunum. Það sem eftir var dagsins var ég á skrif- stofu minni innan um sjálfskeiðunga, hatt- prjóna, úrfestar og annan verðlistavarn- ing. Það var vit í því að kaupa tryggingu á þessar vörubirgðir! Þó gerði ég það — síðar um daginn — en hærra en tuttugu þúsund þorði ég ekki. Iðgjaldið ætlaði ég að greiða daginn eftir, ef ég þá ætti fyrir því. Ef —. Einhver fífldirfska hafði gripið mig. Ég' var haldinn af óþolinmæði spákaupmanns- ins. Eftir því sem á daginn leið varð mér innanbrjósts eins og áhættuspilamanni, sem setur allt á einn lit. Daginn eftir fór ég að finna Trausta gamla. Hann leit ekki einu sinni upp þegar ég kom inn. Hann bauð mér ekki sæti, en þegar ég tjáði honum, að ég þyrfti að selja bankanum tíu þúsund króna eiginvíxil með vöruábyrgð og þyrfti þar að auki banka- ábyrgð fyrir vörukaupum í Hamborg, þá leit hann upp. Aldrei hefi ég séð andlits- svip, þar sem reiði og undrun börðust jafn- greinilega um yfirráðin. Hann hefir séð fátið, sem á mig kom, því að hann stillti sig, en sagði um leið og hann stóð upp, svo kuldalega, að hrollur fór um mig allan: — I gær báðuð þér um framlengingu á þrjú hundruð króna víxli. Ef þér komið hingað upp á grín, þá ætla ég að veita sjálfum mér þá ánægju að fleygja yður út með eigin hendi. — Hann gerði sig líklegan til að fram- kvæma áform sitt — og Trausti gamli var jötunn að burðum. I varnarleysi mínu þreif ég með báðum höndum ofan í kápu- vasa mína, fann eitthvað hart og hand- hægt í öðrum vasanum, kippti hendinni upp og stundi jafnframt fram: — Ég hélt þó, að meðeigandi minn hefði talað víð yður í gær. Báðir litum við jafnsnemma á það, sem ég hélt á í hendinni. Það var stórt og þungt cigarettuveski úr skíru gulli með grænum smaragð á lokinu. Eg rétti hendina fram til varnar, en þá spratt lokið upp. Augnablik horfði Trausti gamli til skiptis á gullveskið og framan í mig. — Þakka yður fyrir, ég reyki ekki, sagði hann og sneri sér undan til að leyna brosi. — Þér eruð einkennilegur náungi, hélt hann áfram, — ekki uppvægur fyrir smá- mununum. Hvað sögðust þér heita? Hann sneri sér við og leit aftur á opið cigarettu- veskið. — Arngrímur Guðmundsson. — Og félagi yðar? Það stóð í mér. Ósjálfrátt rétti ég hend- ina aftur fram. — Hm. Ég skil. Óþarflega dýrt nafn- spjald. Eiginlega hreinasta hégómagirni að láta grafa firmanafn á slíkan skart- grip. — Hann gekk aftur til sætis síns og benti mér að setjast. Nú varð mér litið innan á lokið á veskinu. Þar stóð skírum stöf um: — Arngrímur Árvar & Co. Ég skildi það fyrst eins og Trausti gamli: Arngrímur, Árvar & Co. — Árvar, eiginlega mjög viðfeldið ætt- arnafn, tautaði Trausti gamli. — Hvar hefi ég heyrt það áður. Hávamál. Ár vas alda. Eilífðarhljómur í nafninu. — Ég orðlengi þetta ekki frekar. Áður en ég fór hafði ég loforð Trausta gamla fyrir láninu og góð orð um ábyrgðina eftir því, hvernig kaupin gerðust í Hamborg. En meðeigandi minn á Hótel Reykjavík ? Ég snaraðist út úr bankanum og þvert yfir götuna. Ég þurfti að skila manninum aftur cigarettuveskinu. Sennilega hafði hann stungið því í minn vasa í aðgæzlu- leysi, þegar hann tók undir hendina á mér á Austurvelli. Ég spurði eftir hr. Árvar á herbergi nr. 11. Ekki til. Ég spurði eftir Arngrími Árvar, ef ske kynni, að við vær- um nafnar. Heldur ekki til. Ég lýsti með- eiganda mínum í sjón og hátt. Höfuðhrist- ing. Enginn því líkur maður á hótelinu. Ég krafðist þess að fá að sjá herbergi nr. 11. Það var tómt. Ekki einu sinni sængur- föt í rúminu. Meðeigandi minn var horfinn. Mér var innanbrjósts eins og manni, sem fer yfir fljót og finnur allt í einu, að hann er kominn út í strenginn á bullandi sund. Ég beit á jaxlinn. Yfir skyldi ég. Ég lét skrásetja firmað: Arngrímur, Árvar & Co. Svo hlálegur er tíminn, að hann hefir máð í burtu kommuna, og nú heiti ég Arn- grímur Árvar. Ég sigldi. Keypti vörur. Hlóð norskan flutningadall í Hamborg. Skipið kom til Reykjavíkur í ágústbyrjun 1914. Nokkrum dögum síðar logaði öll Norðurálfa í ófriði. Mér var hrósað fyrir dugnað. Trausti gamli fékk hlutdeild í heiðrinum. Hann var forsjálnismaður, sá gamli. Arngrímur Ár- var & Co. græddi peninga. Við græddum á öllu. Líka á brunanum mikla 1915. Þar fóru verðlistavörurnar á einar tuttugu þúsundir. Einu sinni keypti ég ull, keypti ull í hverri einustu sveit á landinu. Ulhn hlóðst að mér eins og snjóskriða. Ég kom henni heilu og höldnu til Þjóðverja, þrátt fyrir árvekni Bretans. Öskiljanlegt lán elti alla mína verzlun. En til hvers að vera að þylja upp gróðasögu Arngríms Árvars & Co. ? Mér er raun að henni. Mér er ljós hlutdeild meðeiganda míns. Einhvern tíman fyrir æva löngu síðan slokknaði ljós, sem hafði lýst mér. Það var þegar stúlkan mín dó. Hún slokknaði út af eins og ljós, sem fær enga næringu. — Einkennilegt var, að hún þoldi aldrei að sjá gullveskið í höndum mér. Hún sagði, að steinninn á lokinu væri eins og grænt kattarauga. Svo liðu árin. Það hallaði undan fæti. Arngrímur Árvar & Co. var farið að tapa á einhvern óskiljanlegan hátt, tapa í stór- um stíl. Alþingishátíðarárið kom. Margir Vestur-Islendingar voru á ferð í bænum. Eina bjarta sumarnótt sat ég á skrif- stofu minni löngu eftir lokunartíma. Þá var barið að dyrum. Ég áttaði mig ekki á því, að húsið var harðlokað. Enginn gat barið að dyrum hjá mér nema einhver starfsmaður, sem hafði lykla. Ég sagði: — Kom inn. Og hann kom inn. Meðeigandi minn. Ég þekkti hann strax. Hann var orðinn full- orðinslegri en þegar ég sá hann síðast, þó ekki mikið fullorðinslegri en ég. Ameríku- maðurinn leyndi sér ekki í framkomu hans og fasi. Hann var jafnvel með vindilstúf á milli gull-tannanna, en varirnar þunnu og rauðu voru nú öskugráar. — Well, sagði hann, —: loksins kem ég. Ég sé, að þú þekkir mig. — Hann þúaði mig að sið þeirra vestra. Fyrst datt mér í hug að kannast ekki við hann. Ef hann yrði ósvífinn, gæti ég hringt á lögregluna og látið taka hann fastan. Ég var Arngrímur Árvar. Hann átti enga hlutdeild í firmanu nema ef til vill í upphafinu. — — Miklu veldur sá er upphafinu veldur, segið þið hér heima, sagði hann glottandi. Mér féll allur ketill í eld. Betra að koma honum af sér með lagi. Ég mundi það nú, að mér hafði virzt hann geðveikur á Aust- urvelli forðum. Geðveikur var hann. Að hlaupa í burt frá gróða Arngríms Árvars & Co. til Ameríku. Fela sig þar í 16 ár. Koma aftur eins og skollinn úr sauðar- legg, Alþingishátíðarárið. Einhver taug var þó í mannskrattanum. Ræktarsemi við gamla landið? Mér varð þetta augljóst á svipstundu og mér stóð enginn geigur af þessum dularfulla náunga. Geðveikur? — Jú, sumir geðveikir menn hafa þá gáfu að geta lesið hugsanir annarra. — Já, það er langt síðan við höfum sézt, sagði ég glaðlega og bauð honum til sætis. Frh. á bls. 19.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.