Vikan - 06.03.1940, Side 4
4
VIKAN, nr. 10, 1940
slíkum kenningum og þótt því allur varinn
góður. Og þess vegna tóku þeir vináttu
hinna vestrænu ríkja fegins hendi. Annað
varð þó enn þá þýðingarmeira, að Rússar
áttu á þessum árum í miklum væringum
við Japani. Þegar þess er gætt, að bæði
Bretum og Frökkum hefir líka lengi stað-
ið stuggur af uppgangi Japana, verður
enskt-franskt-rússneskt bandalag enn þá
eðlilegra. En Japan flæktist brátt inn í
styrjöldina við Kína, sem lamaði ríki þeirra
svo mjög, að þeir eru í bili algerlega hættu-
lausir bæði Rússum og Vesturlöndunum.
En víst er það, að meðan uppgangur Jap-
ana var mestur stóð vinátta Rússa og
Vesturveldanna með mestum blóma.
Það má því ætla, að það hafi einkum
verið óttinn við Japani, sem þvingaði
Rússa til að leita samstarfs við stjómmála-
menn Parísar og Lundúnaborgar. Samtöl
rússneskra stjórnmálamanna og enskra og
franskra erindreka hafa þá sennilega
byrjað eitthvað á þessa leið: Hagsmunir
vorir í austri, yðar í vestri, árekstrar vorir
við Japani, yðar við Þýzkaland, gera það
að verkum að við vinnum saman. En senni-
lega hafa þeir aldrei minnzt einu orði á
lýðræði, alþýðufylkingu eða baráttu á móti
nazisma og stríði. Slíkt er aðeins fyrir
blöðin, útvarpið og önnur útbreiðslutæki.
Á þessum ámm var mjög náin samvinna
milli ítalíu og Þýzkalands, sem allir vissu
að beint var gegn nýlendustórveldunum
tveimur Englandi og Frakklandi. En svo
var látið heita, að hér væri að verki sam-
eiginleg, heilög barátta nazisma og fas-
isma á móti bolsevisma og júðadómi. En
Hitler fyrirhafnarlaust yfirráðum yfir
Austurríki og Bæheimi, en allir vissu að
hann myndi ekki láta staðar numið við
það. Það er almennt talið, að miklar deilur
hafi verið í Þýzkalandi um það, hvort
Þjóðverjar skyldu leggja kapp á að leggja
undir sig lönd í Austur-Evrópu, eða beina
kröftum sínum að því að vinna nýlendur
handan við höfin.
Stalin-stjórninni mun vel hafa verið
kunnugt um þetta og eins um hitt að til
vom menn í París og London, sem vildu
gefa Hitler frjálsar hendur í austri og fá
í staðinn frið í vestri. Stalin-stjórnin skipti
þess vegna strax um sendiherra í Berlín
1934 og sendi þangað einn af sínum snjöll-
ustu diplomötum. Hvað fram hefir farið í
Berlín milli þýzkra og rússneskra diplo-
mata vita menn ekki. En víst er það, að
opinberlega var mikil vinátta milli Frakka
og Rússa, þótt hvorugir treystu öðrum.
Frökkum var í fersku minni sú mikla vin-
átta, sem ríkt hafði milli Berlínar og
Moskva frá 1918 til 1933.
7. nóvember 1934 skeði einkennilegur at-
burður í Berlín, sem kastar ljósi á margt,
sem síðar hefir skeð. Á 17 ára afmæli
byltingarinnar rússnesku hélt sendiherra
Stalin-stjórnarinnar mikla veizlu í Berlín
og mætti þar mikill f jöldi þýzkra yfirhers-
höfðingja og háttsettra embættismanna
í boði hans. Var þar gleðskapur mikill og
margir prússneskir offurstar mæltu þar
fyrir minni Stalins, og fóru þar fögrum
Voroshilov hefir séð um rauða herinn, síðan Trotski var látinn fara frá.
Frá þvi að hann vann sem kolanámumaður á dögum zarsins og þar tll
hann varð æðsti maður stærsta hers heimsins, hefir hann eins og flestir for
ystumenn í Rússlandi, verið í fangelsi, útlegð og tekið þátt í uppreisnum,
allt þar til hann sá stjórnarbyltinguna bera sigur úr býtum. Hann er 58
ára gamall og gengur næst Stalin. 1 Rússlandi er hann óvenjulega vinsæll
og einmitt nú mun vald hans vaxa gifurlega.
þrátt fyrir allt glamur Hitlers og Musso-
linis um nazistiskt og fasistiskt bræðra-
lag, halda sérfróðir menn að í einkaviðtöl-
um sínum hafi þeir aldrei rætt um slíkt.
Því báðum mun vera ljóst, að slíkt bræðra-
lag er óhugsanlegt í veruleikanum, en ætla
má, að Hitler hafi stundummæltviðMusso-
lini eitthvað á þessa leið: — Hagsmunir
vorir í Dónárlöndum, yðar í Miðjarðarhafi
og nágrenni þess, nýlendukröfur vorar á
hendur Bretum, yðar á hendur Frökkum
gera það að verkum, að vér hljótum að
vinna saman. Þannig er innihaldið í öllum
samtölum þjóðhöfðingja og utanríkisráð-
herra stórveldanna. I þessu er enginn mun-
ur á Stalin eða Hitler, Mussolini eða
Chamberlain. Eigi að síður hélt alþýða
manna, að hið fasistiska, þriggja velda
bandalag, Italíu, Þýzkalands og Japan væri
órjúfanlegt. Menn gleymdu því, að milli
Mussolinis og Stalin-stjórnarinnar hafði
oft verið bezta vinátta, enda þótt fylgis-
menn Stalins á ítalíu væru ofsóttir og
flokkur þeirra bannaður. Það má og geta
þess, að á milli Þýzkalands og Rússlands
hafði verið bezta vinátta allt frá því að
heimsstyrjöldinni lauk og þar til Hitler
tók við völdum á Þýzkalandi. Það var
áreiðanlega ekki sök Stalins, að sú vinátta
fór út um þúfur heldur Hitlers, sem með
glamri sínu um þýzka landvinninga í austri,
þvingaði Moskva-menn til að gera banda-
lag við Vesturveldin, sem óttuðust nýlendu-
kröfur Hitlers. Eins og kunnugt er náði
v. Ribbentrop og Stalin
þakka hvor öðrum að
lokinni samningag'erð.