Vikan


Vikan - 06.03.1940, Page 8

Vikan - 06.03.1940, Page 8
8 VTKAN, nr. 10, 1940 Vegur tunga, þótt vopn bresti. Nú þykir ekki nógu stórvirkt og skjót- virkt að Ijúga á milli húsa, eins og í tíð Gests Pálssonar og Reykja- víkursamtíðar hans. Nú er logið á milli heilla þjóða. Þessi nýja íþrótt kom upp í heimsstyrjöldinni síðustu og þótti þegar í stað tilkomumikil og hrikaleg. Hún er held- ur ekki iðkuð af neinum smámennum, heldur er þar valinn maður í hverju rúmi og heil ráðuneyti sett á laggimar henni til viðhalds og framdráttar. Ef yður finnst þetta heldur kuldalegt, þá skuluð þér verja nokkrum klukkustund- um til að hlusta á erlendar útvarpsstöðv- ar. Þér megið ekki láta rugla yður, þó að Englendingurinn tali á þýzku, Þjóðverjinn á ensku, Rússinn á ítölsku, Italinn á ara- bisku, Frakkinn á rússnesku og Banda- ríkjamaðurinn á frönsku. Allt það, sem þessir herrar segja, er sagt í þjónustu sannleikans til sáluhjálpar hrekklausum almenningi í hinu landinu, sem annars fengi eintómar lygafregnir af viðburðun- um. Ja, þér sjáið, að hér er eitthvað bogið. Jafnvel í voru eigin útvarpi getum vér svo að segja daglega hlustað á fregnir, sem í næstu andrá eru stimplaðar sem lyga- fregnir. Við skulum taka dæmi. Hver átti sökina á því, að Atheníu var sökkt í byrj- un stríðsins í haust? Englendingar í áróð- ursskini, segja Þjóðverjar, Þjóðverjar af mannvonsku, segja Englendingar. Var Ark Royal skotið í kaf ? Það gerði þýzkur kaf- bátur, segja Þjóðverjar. Flugvélamóður- skipið er ofansjávar, segja Englendingar og leiða að því vitni. Skutu rússneskar flugvélar á sænska þorpið Pajala? Rúss- neska útvarpið neitar, Svíar fundu rúss- nesk sprengjubrot í rústum húsanna. Og svona getum við haldið áfram endalaust. Útvarpsstríðið er í algleymingi. Hver einasta útvarpsstöð þriggja fremstu menn- ingarlanda álfunnar, Englendinga, Frakka og Þjóðverja er eins og fallbyssuvirki, sem sendir sprengjur í allar áttir og sumar þessara sprengja eru hlaðnar banvænum örvum lyginnar, að maður minnist ekki á methafa lyginnar í Moskva. Útvarpið hefir gert að engu málsháttinn: Skammt nær tungan, en sannað hinn, að vegur tunga, þó vopn bresti. Leynilegar útvarpsstöðvar eru eins og vélbyssuhreiður að baki víglínanna og það er lagt allt kapp á að eyðileggja þær, áður en sannleikskorn hrekkur af vörum útvarpsþulsins, því auðvitað er sannleiks- kornið þjóðhættuleg lygi í eyrum þeirra hlustenda, sem því er ætlað að ná til. Hér er komið að mikilsvarðandi hlið málsins. Sjálfur sannleikurinn getur haft ígildi lyginnar. — Lygin er engin höfuð- synd lengur, heldur aðeins geislabrot sann- leikans. Sannleikurinn er það djásn, sem útbreiðslumálaráðuneyti allra landa berj- ast um. Hann er eins og ægifagur gim- steinn, sem allir þykjast hafa séð allan, en hafa svo aðeins séð þá brothlið steinsins, sem að þeim veit og í endurvarpi hvers geislabrots verður þjóðlygin til. Gagn- vart sannleikanum verður smæð mannlegra vitsmuna átakanleg. Eftir þennan fræðilega inngang er rétt að líta á áróður ófriðarþjóðanna eins og hann birtist í blöðum og útvarpi: I því efni styðst ég verulega við grein eftir enska þingmanninn Beverley Baxter. Auðvitað lítur hann á málið frá ensku sjónarmiði, en það þarf furðu litlu að snúa við til að sjá hina hliðina líka. Hann byrjar grein sína á því að segja frá samtali, sem hann átti við kunningja sinn í þýzku sendisveit- inni í London, áður en stríðið brauzt út. — Eitt er áreiðanlegt, sagði Þjóðverj- inn, — ef ófriður brýzt út, þá fáum við enn einu sinni heiminn upp á móti okkur. Bretinn sér um það. Ekkert, sem við ger- um, getur yfirbugað brezka áróðurinn. Greinarhöfundur benti kunningja sínum á, að í Englandi væri ekkert útbreiðslu- málaráðuneyti og stjórnin ætti engin ítök í blöðum landsins, og blöðin væru ekki einu sinni sammála innbyrðis. — Rétt er nú það, sagði Þjóðverjinn. — En þið þurfið ekki á því að halda. Sér- hver Englendingur er fæddur áróðurssegg- ur. Það þarf ekki að segja honum, hvað hann gerir það. Þið hafið að vísu ekki út- breiðslumálaráðuneyti, en þið ættuð að taka það upp. — Hvers vegna? — Af því að þið fremjið ranglætið alltaf á réttan hátt, en við förum öfugt að því, sem rétt er. Þegar ófriðurinn brýzt út, fer allur ykkar áróður í handarskolum, en nær stórkostlegum árangri. — — Nú er að athuga spádóm Þjóðverj- ans, segir greinarhöfundurinn. Fyrst ræðir hann nokkuð landkynningu stórþjóðanna á friðartímum og hver nauðsyn er á því, að þjóðirnar auglýsi, engu síður en einstæð- ingar. — En þegar þjóðirnar eiga í ófriði, seg- ir hann, — þá kemur nýtt hljóð í strokk- inn. Þá verður verkefnið tvenns konar, í fyrsta lagi, að sæta hverju lagi til að draga kjarkinn úr andstæðingnum og deyfa trúna á málstað hans hjá hlutlausum þjóðum, og í öðru lagi, að telja kjarkinn í fólkið heima fyrir og vekja samúð þeirra þjóða, sem ekki fara með hernaði. Þessi vísindi döfnuðu í ófriðnum 1914 og það var nógu fyndið, að það var Bret- inn, sem fyrstur henti hið nýja vopn á lofti. Það var Canadamaðurinn Max Ait- ken, sem gerðist brautryðjandi í áróðri. — Þér kannist kannske betur við Lord Beaverbrook, blaðakónginn enska. Það er einn og sami maðurinn. — Ballið byrjaði þegar Max Aitken var skipaður opinber fregnritari hjá canadisku hersveitunum í Frakklandi. — Max Aitken gekk að starfi sínu með fádæma dugnaði. Hann spennti frægustu málara og teiknara fyrir kerr- una og ók frægðarsögunum heim í heilum hlössum. Ekki þar fyrir, Canadamenn áttu allan sóma skilið fyrir hreystilega fram- göngu,, en það sýnir, hve áróður Max Aitkens var magnaður, að gamanblaðið Punch birti einhverju sinni mynd af vesældarlegum, óbreyttum, enskum dáta, sem var spurður að því, hvers vegna hans væri aldrei getið í blöðunum, en dátinn svaraði: — O-jú, mín er getið á listanum yfir þá föllnu. — Annars var helzt að heyra, að Canadamenn bæru hita og þunga dagsins. Árið 1918 varð Lord Beaverbrook fyrsti upplýsingamálaráðherra Englands og annar kunnur maður úr hinum brezka blaðaheimi, Lord Northcliffe, varð undir- maður hans í þeirri stjómardeild, sem lét Framh. á bls. 16. 0 tvarpsstríðið í algleym- ingi. Enski þulurinn talar á þýzku, sá þýzki á ensku, rússneski á ítölsku, ítalski á arabisku, franski á rúss- nesku og bandaríski á frönsku, en vesalings hlust- andinn veit ekki, hverju hann á að trúa.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.