Vikan - 06.03.1940, Síða 12
12
VIKAN, nr. 10, 1940
MENNTABI BÓNDINN — Frh. af bls. 9.
hælni, en sannleikurinn var þó sá, að enn
sem fyrr þoldi jörðin ekki útþenslu búsins.
Við hjónin litum svo til, að þegar börnin
okkar kæmust á legg, yrðum við að sjá
þeim fyrir nógu verkefni, svo að þau
þyrftu ekki að hverfa að heiman og tvístr-
ast sitt í hverja áttina í atvinnuleit. Þessa
framtíðaráætlun var ekki hægt að fram-
kvæma 1 Reykjanesi, til þess var landrými
of lítið. Ég seldi því jörðina fyrir fimmtán
þúsund krónur og keypti Nes fyrir f jöru-
tíu þúsund. Jarðakaupunum fylgdi hundr-
að f jár.
Nú hafði ég klófest nægilega landstóra
jörð, enda býst ég ekki við að flytja bú-
ferlum oftar. Mér hefir búnazt vel í Nesi,
og nú á ég átta hundruð f jár. Þegar byl-
inn gerði um daginn og mesta fönnina setti
niður austan f jalls, söknuðu f jármenn mín-
ir þrjú hundruð og fimmtíu kinda eitt
kvöldið. Þeir höfðu þá leitað allan daginn
og fundið margt í fönn. Sjálfur var ég þá
staddur í Reykjavík, og gekk til augn-
læknis, því að á augunum finn ég fyrstu
ellimörkin. Það voru því lítil gleðitíðindi
fyrir mig að frétta um þennan fjármissi.
En það er mörg búmannsraunin, það hefi
ég fengið að reyna um dagana, þrátt fyrir
allt og allt. Kvöldið eftir var hringt til mín
og var þá búið að finna allt lifandi nema
fjörutíu kindur, er síðar fundust. Það var
mikil fagnaðarfrétt. — Mér þykir vænt
um sauðina mína ....
Þegar sandgræðslan hófst í Selvogi 1935,
ónýttist fyrir mér bezta beitiland mitt og
var það mér mjög bagalegt, en ekki þýðir
að sakast um það, því að vafalaust verður
það til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.
— Það hefir líklega aldrei hvarflað að
þér að hætta búskap og flytja til Reykja-
víkur, eins og svo margir bændur hafa
gert?
— Nei, og ef sú freisting hefði sótt á
mig, mundi ég hafa gert það. Ég hefi eigin-
lega alltaf framkvæmt allt, sem mig hefir
langað til. Mér er sveitalífið hjartfólgnast,
og ég vil ,,lifa af landinu“ og vera minn
eiginn húsbóndi. Það, sem ég hefi handa
á milli, er allt ágóðinn af handafli mínu
og fjölskyldu minnar. Þorleifur á Hólum
sagði einu sinni um mig í samkvæmi, —
að mér hefði gengið álíka vel að klifa bú-
skaparörðugleikana og stapann í Ingólfs-
höfða. En til þessara ummæla lágu þau
drög, að eitt sinn, er ég var við bjargsig
á áður greindum stað, renndi ég mér nið-
ur á vað, sem aðrir sigmenn hefðu farið
eftir. Er ég slepti vaðnum sá ég ekkert
til hinna sigmannanna og gætti hvorki
stað né stundar fyrir ákefð og veiðihug.
En er ég hafði tínt saman veiðina og ætl-
aði upp, var vaðurinn horfinn og sigmenn-
imir auðvitað allir á bak og burt, því að
enginn hafði orðið ferða minna var. Nú
varð ég annað hvort að hýrast hér um
óákveðinn tíma, unz mín yrði leitað, eða
freista þess að klífa bjargið, og ég valdi
seinni kostinn. Bjargið er fimmtíu faðma
hátt .og veit ég engan annan, fyrr né síðar,
hafa árætt þetta, enda þótti það hin mesta
þrekraun. *
Nú höfum við Guðmundur bóndi í Nesi
lokið úr kaffibollunum, og með aðdáun
virði ég fyrir mér bóndann, sem byrjaði
bú með þrettán kindur á litlum jarðar-
skika, en á nú eina stærstu jörð í land-
inu, — þennan menntaða mann, sem aldrei
hefir setið á skólabekk, en veit þó meira
og skilur fleira en flestir aðrir, sem ég
þekki.
Enn er tœkifœri
til að velja úr miklum og smekklegum
birgðum af alls konar
prjónafatnaði
á verði, sem ekki hefir hækkað meira
en svo, að samsvari verðlækkun krón-
unnar áður en stríðið hófst.
Hins vegar viljum við benda viðskiptavinum okkar á, að
ullargarn fer nú ört hækkandi.
*. Fjölbreytt úrval af tölum, hnöppum og
spennum. Allt með gamla verðinu.
*. Rennilásar, venjulegir, lakkeraðir, yfir-
dekktir og úr beini. Ýmist lítið eða
ekkert hækkaðir.
*. Silkisokkar í úrvali, verð frá kr. 2,95.
*. Hanzkar, lúffur og skinnhúfur o. fl.
IW Allt með gamla verðinu.
VESTA
Laugaveg 40. Skólavörðustíg 2.
Yale lyklar
og aðrir smekkláslyklar eru ávallt fyrir-
liggjandi og sorfnir með stuttum fyrirvara í
Járnvörudeild Jes Zinisen,
Reykjavík
_ y Skósmíðavinnustofa Gtiðm. Olafssonar
Garðastræti 13.
Fyrsta flokks vinna. Sækjum. Sendum.
Munið síma 4829.
Happdrœtti
Háskóla Islands
Nú eru aðeins 3 sölu-
dagar eftir í 1. flokki.
5000
vmmngar.
1050000 kr.
oCjátib oJ<Jd Aapp lúi í^mdl síoppcu