Vikan


Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 16

Vikan - 06.03.1940, Blaðsíða 16
16 VIKAN, nr. 10, 1940 ÖXARÁ og LÖGBERG HH) FORNA Á ÞINGVÖLLUM. Framh. af bls. 14. mun hafa valdið því, að oft varð að skipta um dómstaði á völlunum. Það gat komið fyrir, að áin yxi skyndilega meðan á þingi stóð og flæddi meira og minna yfir dóm- staðinn, varð þá að fá úrskurð lögsögu- manns um hvert færa skyldi dómana. En þó virðist sem stundum hafi dómendur eða goðar tekið til sinna ráða um val á dóm- stað, ef ekki var næði til að dæma málin á hinum ákveðna stað, vegna ofríkis ann- arra, sem sátu um, hvað eftir annað, að hleypa dómunum upp. * Að lokum skal geta þess, að nokkru fyr- ir 1930, er Finnur Jónsson prófessor var staddur á Þingvöllum, benti ég honum á gangstíginn upp hallinn. Prófessorinn skoð- aði stíginn nákvæmlega og sannfærðistum, að hann væri mannaverk, en áttaði sig ekki á, í hvaða skyni hann hefði verið lagður þarna. En svo mikið er víst, að gangstíg- ur gat ekki verið gerður á þessum stað nema margir menn ættu um langt skeið brýnt erindi upp hallinn. Tilgangurinn með stígnum gat því ekki verið annar en sá að gera mönnum greiðfærara að ganga til Lögbergs. En án stígsins var mjög torvelt að komast þangað. Og þó að um aðrar leiðir hefði verið að ræða væru þær engu betri. YEGUR TUNGA, ÞÓ VOPN BRESTI. Framh. af bls. 8. áróðurinn til sín taka. Rithöfundar eins og John Buchan og Arnold Bennett voru auk annarra í þjónustu áróðursins. Þetta var fyrsta skipulagða áróðursstarfsemin, og þó hún yrði óvinsæl í Englandi, aðallega vegna gífurlegs kostnaðar, þá eignaðist hún þó aðdáanda og lærisvein, sem um munaði. Það var húsamálarinn Adolf Hitl- er. Þegar hann sá bæklinga þeirra félaga svífa úr háa lofti ofan í þýzku skotgrafirn- ar, skrifaði hann hjá sér: — Áróður er nytsamur. Með áróðri má fá fólk til að trúa öllum skollanum. Beverley Baxter segir nú frá því, hvernig lærisveinninn skákaði meistaranum, hvern- ig Hitler og flokkur hans þurrkaði smám saman út allt skoðanafrelsi í Þýzkalandi. Fyrst voru blöðin lögð undir. — Blöð verða að vera blöð, jafnvel í Þýzkalandi, segir Baxter, en gert var út af við hið svokall- aða prentfrelsi með því að bjóða blöðunum tvo kosti, annað hvort að ganga á hönd Nazistaflokknum eða vera eyðilögð. Deut- sche Allgemeine Zeitung varð málgagn utanríkismálaráðuneytisins, Der Angriff varð ræðustóll dr. Göbbels, Göring réði yfir National Zeitung, hið gamla og virðulega Berliner Tageblatt hætti að koma út. — TJtvarpið olli engum erfiðleikum. Þar hættu aðrir en nazistar að láta heyra til sín. Lokaþátturinn í þessari þjóðnýtingu sann- leikans í þágu áróðursins var forboð og bann við því að hlusta á erlendar útvarps- stöðvar og lesa erlend blöð. Beverley Baxter segir nógu fróðlega sögu, sem sýnir, hvernig einhliða áróður orkar á gáfaðan og menntaðan mann. I sumar sem leið var von Falkenhayn, sonur hins fræga, þýzka hershöfðingja, gestur á heimili Baxters í Englandi. Von Falkenhayn er fjörutíu og fimm ára gam- all, skynsamur maður og vel menntaður. Það var rætt um sambúð Breta og Þjóð- verja, og kom tahð þar niður, að Þjóð- verjar hefðu verið sviknir til að gera vopnahléssamninginn 1918. — Allt annað getum við fyrirgefið, en það ekki, mælti hann. — Ég spurði hann, segir Baxter, á hvern hátt þeir hefðu verið sviknir til þessa. Hann sagði, að þýzki herinn hefði haldið velli, en hefði fallizt á fjórtán til- lögur Wilsons af mannúðar ástæðum, og játað vopnahléi á grundvelli tillagnanna. — Hve nær birti Wilson tillögur sínar? Hiklaust svaraði von Falkenhayn — Annað hvort í síðustu viku í október eða hinni fyrstu í nóvember. Daginn man ég ekki fyrir víst, en ég held, að það hafi verið 28. október. — Undrar það yður nokkuð, að Wilson birti tillögur sínar í febrúar 1818, en þið höfnuðuð þeim, af því að þið bjuggust við að vinna stríðið? Næsta mánuð hófuð þið stórkostlegustu sókn ykkar í öllu stríðinu og stappaði nærri, að ykkur tækist að brjótast í gegn. En þegar við hófum gagn- árás okkar í september, sigruðum við svo gjörsamlega, að her ykkar riðlaðist. Þá munduð þið eftir f jórtán tiHögum Wilsons og báðuð um vopnahlé. Foch veitti ykkur vopnahléð, en ekki upp á f jórtán tillögur, heldur aðeins eina — og hún fól í sér skil- yrðislausa uppgjöf. Von Falkenhayn setti hljóðan. Hann hefði ekki staðizt barnaskólapróf í sögu annars staðar en í Þýzkalandi, og þó var hann háskólagenginn maður. En í Þýzka- landi hafði hann staðizt hvert próf með láði, því einhliða söguskýring Hitlers var runnin honum í merg og blóð. — Hvað áróður Breta snertir, þá verður því ekki neitað, að hann er rekinn með allt öðrum hætti en fyrirskrifaður er af ráðu- neyti Göbbels, fræðslu- og útbreiðslumála- ráðuneytinu þýzka. Bretum var það ljóst áður en ófriðurinn skall á, að gera þurfti gagnráðstafanir til að vega á móti áróðri Þjóðverja. Það var því að nýju komið á stofn eins konar útbreiðslumálaráðuneyti, upplýsingadeild í utanríkismálaráðuneyt- inu undir sérstakri yfirstjórn, en nokkrum dögum eftir það, að ófriðurinn hófst, var yfirstjórn þessara mála falin Lord Mac- millan, velmetnum, skozkum lögfræðingi. Það fór eins og Þjóðverjinn spáði. Allt fór í handarskolum fyrir þessu nýja ráðuneyti til að byrja með. Lord Macmillan hafði enga sérþekkingu sem blaðamaður og hann var ókunnugur áróðurstækjum eins og kvikmyndum og útvarpi. En hann byggði alla starfsemi ráðuneytis síns á staðreynd- um. Þetta ætlaði að verða Bretum dýrt spaug, og tónninn í þýzka útvarpinu sýndi, að Þjóðverjar fundu til sín vegna yfirburða í útvarpsstríðinu. En það var ekki nema þrjá fyrstu mánuði stríðsins. Þá féll dr. Göbbels skyndilega í ónáð um tíma og lét ekki heyra til sín, en von Ribbentrop var kvaddur til ráða til að taka upp nýja áróð- ursstarfsemi gagnvart hlutlausu þjóðun- um. Síðan hefir dr. Göbbels aftur tekið við stýrinu og stýrir nú, að því er bezt verður séð eftir grundvallarreglum Bretans að neita aldrei staðreyndinni, heldur skýra frá henni eftir því, hvernig hún horfir við. — Sannleikurinn er sá, segja þeir allir. Jafnvel Sigurður okkar Einarsson segir þetta stundum. En geislabrot sannleikans finna mörg ólík sjónarmið og verða í end- urvarpi andstæð sjálfum sannleikanum, líkt og litir í litrófi. Og svo viðhverfur er sannleikurinn í áróðurstæki nútímans, að eitt er sannleikur í dag, annað á morgun fyrir einum og sama sjáanda atburðanna. L. S. DRAUGURINN. Framh. af bls. 7. ómyndaðar kynslóðir af henni lært. Ég sá á meðan ég sá. Ég sá þá oft verur í kirkjugarðinum, en aldrei brá Flandraranum fyrir augu mín. Hann virtist sofa í friði — líklega hvergi komizt úr gröf sinni, eftir að ég neyddi hann ofan í hana. Ég heyri á meðan ég heyn. Ég hefi síðan í vor heyrt herjans hljóð,. sem fara vaxandi, hér í grennd. Gamli kunninginn er kominn aftur á ról. Ég hefi kvisað, að honum Bárði gamla frá Barði hafi verið holað niður nyrzt í kirkju- garðinum. Þegar gröfin var tekin, komu þar upp mannsbein ein mikil. Það hefir tekizt svo illa til, að grafið hefir verið í leiði Frakkans. Nú gengur hann ljósum logum, og má guð vita, hvort ekki hljót- ast af honum vandræði enn þá einu sinni, og þá alvarlegri en áður, því að nú eru ekki slíkir kunnáttumenn til að taka á móti honum sem í fyrri daga. Svo er sagan búin. Ég læt mig engu skipta, hvort þið trúið henni eða ekki. Sönn er hún, þrátt fyrir allt, — sönn eins og ég sit hérna á bólinu mínu og sé ekki blessað ljósið.--- Það var þögn. Sveinn fjósamaður varð fyrstur til að taka orðið. — Auðvitað þökkum við öll söguna, þó að af henni væri væminn þjóðsagnaþefur. En þjóðsögurnar okkar hafa orðið til í vitund hálfdauðrar þjóðar, sem kúgun, drepsóttir, harðæri og fáfræði höfðu gert ímyndunarveika og ístöðulitla. Við lifum á viðreisnartímum. 0g eitt af því, sem framfarir nútímans styðjast við, er dýpri og sannari skilningur á gátum lífsins. Við trúum ekki lengur á afturgöngur — magn- aða drauga — og myrkur. Við trúum á framtíð mannssálarinnar, sem lyftir sér stig af stigi til fullkomnunar. En við neit-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.