Vikan


Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 3

Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 14, 1940 3 20 daga ferð frá Reykjavík til Hafnar Porsgrunn. Ishrönglið jóksL Gefizt hafði verið upp við að komast til Frederikssund eins og ráð var fyrir gerL Nú var siglt inn Ólafs- fjörð til Porsgrunn. Þeir eru sennilega ekki margir, sem hafa heyrt hans getið. Þetta er smábær. Verksmiðjubær í nánd við kalksaltpéturs- verksmiðjurnar í Heröja. Við gengum þangað frá Heröja hafnargarðinum á ná- lægt tuttugu mínútum. Bærinn hefir um tíu þúsund íbúa, en húsin standa mjög dreift með miklum trjágróðri umhverfis. Trén vekja óblandna virðingu okkar Is- lendinganna. Bara að við hefðum nokkur þeirra heima! Þau mundu vekja athygli þar, en hér þykja þau sjálfsögð. Fólk lítur ekki vitund upp til þeirra. Snjór er nokkur í bænum og alls staðar sjáum við sportklædda æsku á skíðum eða skautum. Það fer ekki fjarri, að telja Norðmanninn fæddan með skíði á fótunum. Smástrákar sýna jafnvel ótrúlegustu leikni í að ganga létt og hratt á þeim. Ekki að furða þótt í Noregi séu margir góðir skíðamenn. Frá blautu barnsbeini hafa þeir gengið á þeim, í skólann, í vinnu og sér til skemmtunar. Um þennan vinalega verksmiðjubæ göng- um við fram og aftur. Smágripir eru keypt- ir til endurminningar. Einna helzt gefur bærinn til kynna, að hann sé aðeins stækk- uð útgáfa af sveitaþorpi. Þannig mun þetta alls staðar vera í heiminum. Eftir því sem þjóðin er stærri, þurfa bæirnir að hafa fleiri íbúa til að fá á sig stórborgarblæ. Þórshöfn er t. d. álíka bær og Akureyri miðað við íbúatölu, en Þórshöfn ber þess gjörla merki, að hún er stórborg á sinn hátt. Hún er höfuðborg lítillar þjóðar. — Porsgrunn. Við*kveðjum þig stóri smábær! Síðari hluta dags siglir Gullfoss aftur í burtu, hlaðinn næringu fyrir gróður Is- lands á næsta sumri. Innsiglinguna til Porsgrunn höfðum við varla séð nokkuð í myrkrinu kvöldið áður. Nú blasir hún við sjónum, svellkaldan en bjartan vetrardag- inn. Hér er mjög þröngt, alls staðar eru eyjar og sker, nes og tangar. Víðast er landið snarbratt sem bjarg í sjó fram. Það, sem þó einkum sérkennir þessa náttúru frá íslenzkum björgum, eru trén. Nálatrén prýða næstum hverja sillu bergsins. Ótrú- legt er það, hve þau þurfa lítinn jarðveg. Nú tekur að dimma. Isinn magnast. Við komumst brátt aðeins áfram með fárra mílna hraða á klukkustund. Þetta er laug- ardagskvöldið 17. febrúar. Til hátíðabrigða er slegið upp ,,skemmtun“ um borð, leikið á mandólín, munnhörpu, sungið og dansað Fyrri hluti þessarar skemmtilegu og eiu- stöku ferðasögu, er segir frá hrakningum e.s. Gulifoss, er hann fór síðast milli Reykjavíkur og Hafnar, birtist í síðasta blaði. Lauk frásögninni, er skipið hafði siglt fram hjá Haugasundi EFTIR HJÁLMAR BÁRÐARSON. -—- en á meðan heggur Gullfoss ísinn más- andi og blásandi, það marrar í ísnum og skipið nötrar og skelfur. Hér er háður bardagi tveggja náttúruafla, hitans og kuldans, kraftsins, sem felst í gufuaflinu, og kraftsins, sem felst í ísnum. —- Með þessum degi hefst nýr þáttur þessarar merkilegu ferðar, ævintýrin í ísnum eru að byrja. Is í Kattegat. Frammi á stafni stendur hópur farþega og horfir niður á ísinn. Enn sígur Gull- foss áfram. Hann rennir með fullu vélar- afli á ísspöngina. Löng rifa opnast. Allir fylgjast af miklum áhuga með, hvemig gengur. Isinn er orðinn mjög þykkur. Við erum nálægt sænsku ströndinni einhvers staðar milli Gautaborgar og Kullen. Loks verður ekki komizt lengra. Klukkan er um 10 að morgni sunnudagsins 18. febrúar. Dagurinn líður. Eftir hádegið er reynt að losna, — en árangurslaust. Gullfoss er frosinn fastur í ísnum. Frá okkur má sjá ein sex önnur skip, sem öll em föst. Síðari hluta dags tekur að snjóa. Vetrarríkið um- hverfis okkur eykst. Ég geng út á þilfar. Það marrar í snjónum. Hér er napur ís- Á skemmtigöngu um ísinn. Gullfoss í baksýn. hafsvetur. Kvöld er komið og fannkoman hætt. Dauft tunglskin lýsir upp snjókrist- allana á þilfari, borðstokk, reiða og á þessum endalausa, margsamanhringaða ís. Gullfoss er farinn að líkjast kristallaðri draumaborg og í allar áttir er snjór og ís svo langt sem augað eygir. — En hvað það væri annars eðlilegt að Gullfoss væri staddur í leiðangri í norðurvegi. Ég efast um að mér þætti það nokkuð lygilegt, þótt ég skyndilega hefði séð ísbjörn nálgast skipið, eða þá Eskimóa á hundasleða. Að hugsa sér að þetta skuli vera Kattegat. En það er víst staðreynd þrátt fyrir allt, staðreynd, sem ég á ekki annars úrkostar en trúa, hversu ógjarnan sem ég vildi. — En — þetta er bara fyrsti dagurinn í ísn- um! — Dagur fylgir degi, alltaf er Gull- foss í ís. Stundum komumst við áfram um nokkrar mílur, en við nálguðumst Höfn ekkert fyrir það. Isinn rekur allan norður og við fylgjum honum. Þannig líður dagur eftir dag. Ekki er þó hægt að segja að við séum einir í þessu basli. Nærri okkur eru ein fjögur kolaskip og ísbrjóturinn Bryderen. En þetta er lítið grey. Eina nótt- ina frýs hann sjálfur fastur. — Aðfaranótt þess 21. febrúar er vafalaust sögulegasta tímabil þessarar ferðar. Um kvöldið hvessir óðum og um nóttina er komið ofsarok. Við rekum hratt upp að sænsku ströndinni. Isinn þjappast saman upp að skipshliðunum. Þrýstingurinn er orðinn ógurlegur. Það marrar og brestur í öllu skipinu, það nötrar og skelfur. Á hverju augnabhki má búast við að plata bresti. Varla er mögulegt að sofa. Alhr botntankar eru tæmdir til að létta skipið. — Nýr dagur rennur þó án þess að skipið láti undan, en ísinn er kominn upp á borð- stokk. — Nú tekur vindinn að lægja. Það bjargar okkur að þessu sinni. Um morg- uninn heyrum við í ísfréttum frá Kaup- mannahöfn: „Rokið hefir þjappað ísnum saman. Hann er nú á hraðri ferð norður og upp að sænsku ströndinni. Skip, sem eru í syðri hluta eystri rennunnar eru í mjög yfirvofandi hættu.“ Huggun fyrir okkur, sem þar erum stödd. Vatn er nú á þrotum. Lokað hefir verið fyrir þvotta- vatn. Vatn má aðeins nota til drykkjar hér eftir. Menn gerast því óhreinir og skeggjaðir um borð, en kvenfólkið verður að fara að mála yfir óhreinindin! Næstu daga komast þó margir að raun um, hve vel má nota hálfan bolla af drykkjarvatni. Ur honum má bursta tennur, raka sig og þvo síðan andlit og hendur! Matur fer líka minnkandi. Nú er farið að taka mat úr björgunarbátnum og í farminn í lestunum eru sóttir nokkrir vænir dilkaskrokkar. Við sveltum svo sem ekki á næstunni þrátt fyrir allt. Lífið um borð er nú farið að verða mjög svo vanasamt. Þetta er orðið einskonar stórt heimili, þar sem allir þekkja vel hverir aðra. Menn fara í lang- ar skemmtigöngur um ísinn í nágrenninu. Hann er allur orðinn marg saman þjapp- aður og vel heldur. Þó má ekki fara í land í Svíþjóð nema með leyfi. Tingnarleg sjón er að sjá Gullfoss þarna innikróaðan af ísborgum, en fögru lofar hún ekki um áframhald þessarar ferðar. Hér er ekkert hægt að gera annað en bíða eftir stærri ísbrjótum. Næsti dagur! Hláka! Hún

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.