Vikan


Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 17

Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 17
VIKAN, nr. 14, 1940 17 nýlokið við æfisögu sína, sem hann skrifaði aðeins fyrir dætur sínar er voru fimm, þeirra „elskendur og afkomendur, meðan ei sundur rotnar“, en er nú talin að vera „eitthvert gagnmerkilegasta rit í sinni grein á vora tungu“. Hinn fróði maður, dr. Jón Þorkelsson yngri, segir að Guðný dóttir sér Jóns og maður hennar, sér Jón ,,köggull“ á Kálfafelli í Fljótshverfi, (hann var sonur Jóns Runólfssonar bónda á Höfðabrekku er fyrr getur, og faðir séra Jóns Austmanns í Vestmannaeyjum), hafi Leiðin hggur nú undir hamrabeltum Þverámúps, austasta núpsins á Síðunni, og svo eftir nýlögðum vegi yfir eystri álmu Skaftáreldahrauns, sem rann suður á sanda austan við núpinn. Er þessi hraun- álma ekki nema nál. 4 km. á breidd, og austan við hana stendur bærinn Teyginga- lækur. Þegar við komum þangað mættum við Lárusi á Klaustri og hans fólki á heim- leið frá Núpsstað. Sagði hann, að erindi okkar hefðu gengið vel á Núpsstað, og þótti okkur það góðar fréttir. Ekki varð vextir væru að byrja á sandinum, og þess vegna vildi hann síður fylgja okkur einn, og varð þá að ráði, að fá einnig til fylgd- arinnar Stefán Þorvaldsson bónda á Kálfa- felli. Stefán er sonur Þorvaldar Björnsson- ar lögregluþjóns, — við erum fimmmenn- ingar frá séra Högna ,,prestaföður“ — sem allir eldri Reykvíkingar kannast við að góðu einu. Iiann er mikill liestamað- ur eins og faðirinn, athugull og gætinn, og hafði um langt skeið verið póstur yfir Skeiðarársand, eins og Hannes á Núps- átt æfisöguna, og lánað hana Steingrími biskupi til að lesa, en „mælt svo fyrir, að biskup skyldi brenna bókina, þegar hann væri búinn að lesa hana“. En sem betur fór hlýðnaðist biskup ekki þessu boði, og bjargaði með því þessu merkilega riti frá glötun. Loks skal nefna svo nefnt ,,Kirkjugólf“ fyrir austan túnið á Klaustri; afar ein- kennilega náttúrusmíð. Getur þar að líta á endann á fimmhyrndum basaltstuðlum er standa upp úr sandinum og ná langt niður í jörðu. Milli stuðlanna eru þunnar flísar úr allt öðru efni en þeir, og er engu líkara en þetta sé samsett af mannahöndum, og það meistarahöndum, og var það lengi ætlun manna. Að ofan er gólfið nærri því slétt. — Þegar við. gátum loksins slit- ið okkur frá Klaustri, lögðum við leið okkar til að byrja með yfir Geirlandsá, fyrir neðan Prestsbakka, hjá Breiðabólstað og Múlakoti, og austur að Fossi. Þar stóðum við við góða stund og drukkum kaffi. Á Fossi er mjög fagurt og vinalegt. Standa bæirnir undir háu hamrabelti, en niður af því fellur foss þráð- bienn og fagur, þó eigi sé hann vatnsmikill. Svipar honum eigi lítið til Seljalandsfoss undir Eyjafjöllum. Stuttu fyrir suð- austan Foss eru Dverghamrar. Sér maður þar smækkaða mynd af Ásbyrgi, þó með þeim mismun, að skógur er þar ekki, eins og í Ásbyrgi, en í hans stað fellur þama foss ofan af hömrunum innst í skeifunni, sem prýðir þennan ein- kennilega stað mikið. Lómagnúpur að austanverðu og Núpsvötn. stað. Við töldum okkur nú borgið — eins og lika reyndist — þegar við höfðum tvo pósta til fylgdar, þó eitthvert vatnsgutl væri á sandinum. En til þess að treysta öryggið en þá betur, fengum við vana vatnahesta hjá fylgdarmönnunum, stóra og sterka, og skildum alla okkar hesta eftir. Nokkuð drógst það í tímann að kom- ast frá Núpsstað. Við þurftum að virða fyrir okkur hinar hrikalegu hamraborgir, sem em bak við bæinn, skoða kvía-ærnar og sjá þær mjólkaðar, sem jafnvel þá var orðið óvenjulegt, o. s. frv. og svo biðum við auðvitað þangað til Stefán kom. Frá Núps- stað liggur leiðin til að byrja með, nokkuð inn í dal, sem gengur inn í hálendið, en austan við dalinn gnæfir Lómagnúpur, mesta og hrikalegasta stand- berg hér á landi (sem ekki er við sjó), um 770 metrar á hæð. Liggur vegurinn undir núpnum, en austan við hann eru Núps- vötnin, og inn með honum að austanverðu eru allmiklar skóg- arlendur, Núpsstaðaskógar. Við áðum vel í núpnum, áður en við lögðum út í vötnin og síðan austur á sandinn. Ekki veitti af að búa hestana sem bezt undir næstu stundirnar, því að Skeið- arársandur, — til forna var hann nefndur Lómagnúpssand- ur, sbr. Njálu — er yfir 30 km. langur, og hvergi sést stingandi strá á þeirri leið. En þó að morgunverður hest- .anna í Lómagnúp væri góður, álitum við hann ekki nægan, er svo löng eyðimörk var Frh. á bls. 19. „Kirkju- gólf“. undan því komist að drekka kaffi á Teyg- ingalæk. Allsstaðar var sama gestrisnin. Farið var að kvelda mjög er við fórum frá Læk, og var því ekki um annað að ræða en að hraða ferðinni til þess að koma ekki allt of seint í náttstað. Víða er mjög fallegt þarna með veginum í Fljótshverf- inu, og kvöldkyrrðin var dásamleg. Hjarð- ir loftsins voru að ganga til náða, og him- inninn grét ,,daggartárum“. Við komum augnablik að Kálfafelli, og fengum þar fylgd yfir Djúpá. Að Núpsstað komum við laust fyrir miðnætti, og var Vestur-Skafta- fellssýsla þá að baki okkar. Er við vöknuðum næsta morgun, bauð Dverghamrar. blessuð sumarsólin okkur „góðan dag- inn“ eins og undanfarna morgna. Við hugs- uðum því gott til ferðarinnar austur yfir Skeiðarársand. Að vísu hafði Hannes á Núpsstað fengið fregnir af því, að vatna-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.