Vikan


Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 4

Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 14, 1940 hjálpar. Bryderen losnar. Stóribjörn, stærsti ísbrjótur Dana kemur okkur til hjálpar. Hann er minni en Gullfoss, en í skrokki hans er geymdur fimm þúsund hestafla kraftur. Hann hefir þrjár vélar og þrjár skrúfur, eina að framan og tvær að aftan. Þetta breiða ferlíki nálgast. Með dynkjum miklum mylur það ísinn, sem leikið hefir Gullfoss okkar svo grátt. Þrír ljóskastarar hans breyta nóttu í dag. Is- jakamir veltast og molna, en veita þó tölu- verða mótstöðu. Jafnvel „Danmarks Stolt- hed“, eins og einn dönsku farþeganna okkar nefnir Stórabjöm, reynist ísinn tor- unninn. Hann er orðinn svo marg saman þjappaður, að þykktin er orðin nokkuð á annan metra. Jafnvel þótt hann sé kominn í mola, þvælist hann lengi fyrir stefni okkar. I dögun kemur ísbrjóturinn ísbjörn til aðstoðar Storebjörn og Bryderen. Enn er barizt við þessi svellköldu náttúruöfl. Nú í birtunni er betra að fylgjast með starfi íbrjótanna, enda eru farþegar á stöðugum hlaupum fram og aftur um þil- farið. Alls staðar er eitthvað að sjá. Við lærum að skilja flautumerkin. Eitt flaut, áfram; tvö flaut, stoppum; þrjú flaut, aftur á bak; — og sex flaut, erum fastir í ísnum. — Við höldum hægt áfram. Bryd- eren rennir meðfram hliðunum. Hann hefir nú rekizt tvisvar á okkur og beygt lunn- inguna lítils háttar. Gárungi einn hefir því nefnt hann Forbryderen! Annars er auðséð á útliti þessara skipa, að þeim bregður ekki við að rekast á. Helmingur- inn af brúnni á Bryderen er t. d. beyglaður niður og yfirbyggingin er öll laus frá skrokknum. Skansinn á Storebjörn og Is- bjöm á löngu svæði beyglaður inn og víðar em þau margdælduð. Isbrjótarnir hafa verið í stöðugri notkun á annan mánuð, svo að ekki skal undrast, þótt einhverntíma hafi verið höggið óblítt. — Þannig líður tíminn. Hægt gengur ferðin til Hafnar. Við nálgumst þó Kuden, en þá eru ísbrjót- amir sendir annað, í aðkallandi erindum. Með Storebjöm fara f jórir farþenganna til Jótlands. Þaðan ætla þeir að fljúga til Hafnar, — en við hinir erum yfirgefnir á Gullfossi í þokunni. — Þannig er beðið, dagarnir líða. Öllu er þó tekið með furðan- legri ró. Tíminn líður. Það er lesið, spilað, teflt, leikið á hljóðfæri, dansað, drukkið, sofið og borðað, og áfram líður tíminn. Flestir eru löngu hættir að reikna tímann til Hafnar, en á skemmri tíma en þrem vikum þykjast menn sjá, að ekki verði komizt þangað héðan af. Menn lifa líðandi stund. Þýzkar og sænskar hemaðarflug- vélar em við og við að láta sjá sig, annars skeður ekkert. Menn lifa líðandi stund, láta hverjum degi nægja sínar þjáningar, og þær em ekki miklar hér um borð. Næg- ur matur og nægur svefn. Sumir gera sér glaðan dag í öli og víni, en nú er ,,Fossinn“ víst að verða þurr. Eina nóttina vakna ég þó við óp mikil. „Koddi minn! Komdu koddi minn, góði bezti komdu nú!“ Einhver gengur fram hjá klefadyrunum og réttir ræðumanni koddann. „Já, koddi minn, — ég vissi svo sem, að þú mundir koma!“ Við emm við Kullen. Kol okkar em á þrotum. Það er komin nótt. 1 f jarska sést ljósbjarmi, sem óðum færist nær. Isbrjót- urinn Væderen eða Hrúturnin er að koma. 1 þokunni. Storebjöm, Isbjörn og Gullfoss. Hann er sendur sérstaklega til að sækja okkur, því að tilkynnt hefir verið, að við séum matar-, vatns- og kolalitlir. Það fyrsta, sem skipstjóri ísbrjótsins segir, þegar hann er kominn í kallfæri, er þess vegna: „Vantar ykkur ekki mat strax!“ Hann heldur, að við séum að verða hungur- morða! Svo slæmt er ástandið ekki, en fegnir erum við komu hans samt. Eftir þetta gengur ferðin tiltölulega viðburða- lítið. Við siglum inn sundin í ágætu veðri, en því miður að nóttu, — og þó. Ljósin báðu megin sundsins er líka á horfandi, en við höfum séð svo mikið af fallegum ljósum á þessari leið, að þau eru engin nýjung lengur. 1 myrkrinu mótar fyrir turnum Krónborgarkastala — en inn á Hafnar höfn siglum við flestir farþeganna sofandi. 1 Höfn. Á tuttugasta degi, klukkan 3,30 að nóttu, — eða morgni er lagzt að Told- boden í Höfn. Þar með er ferðinni þó ekki lokið. Höfnin er full af ís, og klukkan er orðin fjögur að degi, þegar Gullfoss er kominn á sinn venjulega bás nærri Strand- gade! Við Löngulínu liggja skipin hlið við hlið með stefnin að hafnarbakkanum. Víða eru menn að þvo og mála skip. Þeir þurfa enga vinnupalla. Nú er hægt að standa á ísnum við vinnuna! — Gullfoss er dældað- ur milli allra banda. Stórmerkilegt, hvað hann hefir þolað. Jæja, en til Hafnar erum við þá komin eftir tuttugu daga ferð frá Reykjavík. Þetta er mér sagt, að sé lengstaferðmilli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar, sem Gullfoss nokkurn tíma hefir farið og mesti ís, sem hann hefir lent í. Einn stýrimann- anna sagði mér, að hingað til hefði alltaf ársins 1927 verið minnzt, ef um ís var að ræða, en þessi ís væri langtum meiri en þá var. „Þetta er ekki mikið á við ísinn 1927“, hefir verið sagt, en hversu lengi skyldi nú verða miðað við ísinn 1940 ? Leyfum okkur að vona, að það verði sem lengst. — Snemma í vetur var . þýzk Heinkel- sprengjuflugvél, en þær eru notaðar til árása á f jarlæga staði, neydd til að lenda nálægt Edinborg í Skotlandi. — Flugvélin var talsvert skemmd af kúlum loftvarnabyssanna, en þó ekki meira en svo að hinum brezku flugvélasérfræðingum tókzt að kynna sér alla kosti hennar og lesti. Nýlega hafa niðurstöður þessara rannsókna verið birtar og eru þær þessar: Heinkel-sprengjuflugvélar, sem notaðar eru til langflugs, hafa tvo 12 cylindra Juno-hreyfla af nýjustu gerð og hefir hvor þeirra 1200 hestöfl. Benzíninu er dælt til vélanna með nýrri aðferð og eru „carbora- torar“ þá óþarfir. Þó að benzíndælurnar væru mjög skemd- ar af kúlnaregninu, þá tókst samt hinum brezku sérfræðingum að gera svo við þær, að hægt var að láta þær starfa og gátu þeir þannig kynnt sér til fulls þessa hug- vitssamlegu uppfinningu. Mjög nákvæm athugun á vélinni leiddi í ljós, að allur frágangur er fyrsta flokks, og öll bygging flugvélarinnar er sérstak- lega vönduð. Samkvæmt prentuðum skrám er fund- ust í flugvélinni má hún vega allt að 27400 lb., en tóm vegur hún 1400 lb. Mismunur- inn á þessum tölum — 13300 lb. er því sá þungi, sem flugvélin getur flutt, en það er benzín, áhöfn og sprengjur. Heinkel-flug- vélin getur flogið 274 mílur (ca. 450 km.) á klst., en það er nokkra mílna meiri hraði en brezku Wicker-Wellington flugvélarnar, sem notaðar eru í langflug, hafa. Hreyflar Heinkel-vélanna eru nokkru kraftmeiri en brezkra véla af sömu gerð, en brezku flugvélarnar eru mun heppilegri í orustu. Heinkel-flugvélin hefir tvo „fætur“ fyrir byssur (cannon guns), en með þeim er hægt að skjóta gegnum öxul flugvélaskrúfunnar, sem er holur. Að þessu sinni hafði flugvélin þessar byssur ekki meðferðis. Einnig hefir flugvélin þrjár vélbyssur, eina fyrir framan flugmanninn, aðra í miðju til þess að skjóta upp á við og þá þriðju til að skjóta niður fyrir sig. Vélbyssur (Poweroperated turrets), sem hægt er að beina í allar áttir, og er snúið með vélarafli, hefir flugvélin ekki, en þannig byssur hafa brezku flugvél- arnar. Eitt \f því, sem vakti hvað mesta undr- un brezku sérfræðinganna, voru benzín- geymamir. Eldur læsti sig ekki í flugvél- ina, er hún var neydd niður og var það vegna þess, að benzíngeymamir lokuðu fyrir sig sjálfkrafa, þegar kúlumar hittu þá. Utan um þá er eins konar gúmmíhylki.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.