Vikan


Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 18

Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 18
18 VIKAN, nr. 14, 1940' Krossengjar í Austur-Landeyjum eru votlendar mjög, en grasgefnar. Einhverju sinni hittast þeir á slættinum mágarnir Þórður í Vatnshól og Einar á Búðarhól, er áður bjó á Krossi. Þegar þeir hafa ræðst við um stund, segir Einar: -— Hann gengur víst bærilega heyskap- urinn á Krossi núna. — Já, ekki held ég það vanti, segir Þórður. — En eins og þú kannske skilur, Einar, er dálítið erfitt að þurrka störina í henni Krossbót á meðan hún er föst í annan endann. * Það bar til ekki alls fyrir löngu, að vest- ur í bæ bjó fátækur og umkomulaus stúdent. Leigði hann þar lítið herbergi og átti ekkert húsmuna nema einn dívan og yfirsæng. Nokkuð var hann svallgefinn og kom tíðum seínt heim á kvöldin. Eitt sinn, er hann kemur heim eftir miðnætti, rekst hann á tvo innbrotsþjófa í forstofunni, sem eru að rjála við að brjótast inn í her- bergið hans, og varð honum þá að orði: — Þið ætlið þó ekki að fara að stela frá mér skráargatinu ? * Árni Jónsson • frá Múla var eitt sinn sendur í markaðsleit til Ameríku, en varð nokkuð tafsamt í Danmörku í leiðinni og kom heim við svo búið. Jónas Jónsson spottaði hann mjög fyrir þessa frammi- stöðu, nefndi hann „Anti-Kolumbus“ og valdi honum fleiri köpuryrði fyrir að hafa ekki fundið Ameríku. Fyrir nokkrum dögum birti dagblaðið Vísir myndir af þeim Árna frá Múla og Jónasi Jónssyni hlið við hlið, ekki í eitt skipti, heldur hvern daginn á fætur öðr- um, og fundu þá nokkrir alþingismenn sér það til dægrastyttingar að finna hæfilega undirskrift undir þetta sérkennilega „album“. Urðu menn fyrst ekki á eitt sátt- ir, en svo kom, að þar bar að fyrrverandi alþingismann, er sagði: — Ætli að það færi ekki bezt á því, að hér stæði: Hvor fann sitt Vínland? Varð þá einum viðstöddum að orði: Rétt svar: Báðir! Kvöldúlfur er ekki verri en Kaup- mannahöf n! * 1 sundlauginni á Álafossi eru letruð þessi viturlegu orð: „Dýrmætasta hölhn er líkaminn. Skarphéðinn.“ Kunningi Sigurjóns á Álafossi bennti honum einu sinni á þessa áletrun og spurði, hvort þetta stæði í Njálu. — Nei, en hann sagði það nú samt, svaraði Sigurjón. — Og hvar hefirðu rekið þig á það? spurði kunninginn. Hann sagði það á miðilsfundi, svar- aði Sigurjón. SKÁK. Drottningarbragð. — Buenos Aires 1939. Hvítt: Svart: J. R. Capablanca, Cuba. G. Stahlberg, Svíþjóð. 1. d2—d4, d7—d5. 2. c2—c4, e7—e6. 3. Rgl—f3, Rg8—f6. 4. B cl—g5, B f8—e7. 5. e2—e3, Rb8—d7. 6. Rbl—c3, 0—0. 7. Hal—cl, c7—c6. 8. Bfl—d3, d5xC4. 9. Bd3 X c4, Rf6—d5. 10. Bg5Xe7, Dd8xe7. 11. 0—0, Rd5 X c3. 12. Hcl X c3, e6—e5. 13. Bc4—b3. Capablanca velur fremur þessa leið en þá venjulegustu, sem er 13. d4 X e5, sem gefur hvítu góða sóknarmögu- leika í miðtaflinu. Hins vegar fær svart þægilegt endatafl, heppnist honum að ná mótspili og halda jafnri stöðu fram úr mið- teflinu. 13. —, e5—e4. 14. Rf3—d2, Rd7—f6. 15. Ddl—bl!, Bc8—g4. 16. Hfl —el, Kg8—h8. 17. h2—h3, Bg4—e6. 18. Bb3 X e6, De7 X e6. 19. Hel—cl, Ha8—e8. 20. Hc3—a3, a7—a6. 21. Rd2—b3, Rf6— d5. 22. Rb3—c5, De6—e7. 23. Ha3—b3, b7—b6, 24. Rc5—a4, Rangt væri 24. Rxa6, vegna H—a8. 24. —„—, b6—b5. 25. Ra4—c3, f7—f5. 26. Rc3 X d5, c6 X d5. 27. Hcl—c5, f5—f4! ? Capablanca hefir talsvert betra tafl, ‘ þar sem hann hefir yfirráð á c-línunni og jafnframt því er peðið á d5 mjög veikt. Stáhlberg byggst því að bjarga sér á annan hátt; hann veit sem er, a, Capa er enginn viðvaningur á skákborðinu og það síst í endatafli. 28. e3 x f4. Betri vinningsmöguleika gæfi H x d5. 28. — , H.f8xf4. 29. Hc5xd5, De7—f6! 30. Hd5—e5. Jafntefli. Stáhlberg og Capablanca komu saman á borði í undir- búningskeppninni og keppninni um Hamil- ton-Russelbikarinn. Stíll þeirra er mjög líkur og báðar skákirnar urðu jafntefli. Óli Valdimarsson. Leiðbeiningar eftir Jón Guðmundsson. Svarsagnir samherja. Við höfum nú farið í gegnum byrjunar- sagnimar og nú er næsta skrefið, að at- huga svarsagnirnar, en þeim verðum við líka að kynnast, því að það er oft meiri vandi að svara samherja rétt, en að byrja sögn. Þegar samherji hefir opnað, verður mað- ur að hafa það hugfast, að halda sögninni opinni fyrir hann, að minnsta kosti fyrsta hringinn, ef mögulegt er, þannig að hann fái tækifæri til að segja aftur á spil sín. Hafi millihöndin sagt eitthvað (annað en pass), er sögnin þegar opin og þá er maður laus allra mála, ef spilin eru veik. Það fyrsta, sem gera skal, er að telja vinningsslagi sína og muna alltaf eftir því að samherji áætlar hjá manni 3 slagi utan hættusvæðis en 2 slagi á hættusvæði. Sumir hafa þá reglu að hækka sögnina um 1 fyrir hvem slag, sem maður á fram yfir hina 3 eða 2 slagi, sem samherji reikn- ar með. Þá er að athuga þau svör, sem koma til greina eftir opnunarsögn. Það er byrjað' á þeim veikustu og endað á þeim sterkustu. 1. Pass. 2. Stuðningur í lit samherja. 3. Grand. 4. Sögn í nýjum lit. 5. Tvöfaldur stuðningur í lit samherja.. 6. 2 grönd. 7. Kröfusögn í nýjum lit. 1. Pass. Við segjum pass á ónýt spil með undir 1 hsl. og sem ekki er í stuðningur í opnun- arlit samherja. 2. Stuðningur í lit samlier ja. Það má aldrei taka undir 1 lit samherja, án þess að hafa minnsta trompstuðning, sem er D 3 2 eða einhver 4 lágspil í litn- um, t. d. 5 4 3 2. Til þess að taka undir í lit, sem er sagður tvisvar þarf Dx eða einhver 3 lág spil í litnum. Ef milli höndin hefir passað má maður halda sögninni opinni á mjög lítil spil, til þess að gefa samherja tækifæri á að segja aftur, því að hann getur haft það sterk spil á hendi, að hann vinni leik með litl- um stuðningi. Trompstuðningur er fyrst og fremstskil- yrði, en að öðru leyti þarf maður ekki að' hafa nema: 1. Engan hsl., en einspil. 2. y2 hsl. og tvíspil. 3. 1 hsl. og jafna skiptingu. Dæmi: Opnun 1 hjarta, samherji heldur sögninni opinni og svarar með 2 hjörtum á þessi spil: 1. 2. 3. * 4 475 *K102 5D64 y 8 7 5 4 § 8754 4 10 7632 4764 4K98 «f*G862 4 DG63 «f»762 Hafi millihönd sagt eitthvað (annað en pass) verður hendin að vera sterkari til þess að geta stutt. Þá er hægt að styðja samherja í eitt skipti með trompstuðningi og auk þess á hendi: 1. 1 hsl. og einspil. 2. IV2 hsl. og tvíspil. 3. 2 hls. og jafna skiptingu. Dæmi: Opnun 1 spaði, samherji svarar með 2 spöðum á þessi spil: 1. 2. * 7632 4D75 ¥ 5 * 73 ♦ K 10 8 4 4 K G 6 4 4 K 9 5 3 ♦ D 10 8 2 3. 4. 4 D 9 7 3 4 DG42 ¥ D 7 6 2 y Á 6 3 ♦ 10 3 4 K 8 2 4 Á 8 6 4 10 5 4

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.