Vikan


Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 14

Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 14
14 VIKAN, nr. 14, 1940 staðist í öllum einstökum atriðum. En eftir mínu áliti er það þó algjörlega rangt. Með þessum orðum gekk undarlegi presturinn aftur upp að veggnum, sem hamarinn lá upp við, og skoðaði hann enn einu sinni í krók og kring. — Þessi náungi lítur út fyrir að kunna fleira en faðirvorið, hvíslaði læknirinn að Wilfred. — Nei, nei, sagði kapelláninn utan við sig. — Það var sá brjálaði — sá brjálaði! Eg vona, að ég hafi fullvissað yður, hr. lögregluþjónn, sagði smiðurinn. — Ég er sterkur maður, en ég gæti ekki kastað hamri mínum hingað alla leið frá Green- ford. Lögregluþjónninn brosti vingjarnlega og svaraði: — Nei, ég get alveg látið yður afskipta- lausan, en yður getur ekki grunað, hver hefir framið verknaðinn? — Eg hefi kannske hugboð um það, svaraði smiðurinn, en það er ekki maður. Þegar hann sá undrunaraugun, sem skotrað var til konunnar hans á bekknum, klappaði hann á herðarnar á henni og hélt áfram: — Það er heldur ekki kona. Ég held, að maðimnn hafi verið einn þegar hann dó. — Haldið þér þá, skaut hrjúf rödd skó- smiðsins inn í, — að hamarinn hafi komið af himnum ofan og slegið manninn niður? — Þið fínu herrar, sem brosið hæðnis- lega! Ég hefi þá trú, að í hverju húsi sé einhver ósýnilegur verndarvættur, og hér hafi slíkur bjargvættur bjargað heiðri mín- um og slegið þann mann niður, sem ætlaði að smána mig og mitt heimili, svaraði smið- urinn. — I morgun bað ég Norman að vara sig á eldingunni, muldraði Wilfred Bohun kapellán í barm sinn. Pater Brown sneri sér að honum: — Við skulum fara frá þessum hrylli- lega stað, hr. Bohun, sagði hann. — Mig langar til að skoða kirkjuna yðar, ég hefi heyrt, að hún sé ein með elztu kirkjum í Englandi, og, bætti hann við með skop- legu gretti, — við kaþólskir menn höfum mikinn áhuga fyrir gömlum, enskum kirkj- um. — Gjörið þér svo vel, sagði Wilfred Bohun, um leið og hann gekk að hliðar- ganginum við háu tröppuna. Pater Brown hafði stígið eitt skref til að fylgja honum eftir, þegar hönd var lögð á öxlina á hon- um. Hann leit við og sá inn í myrkt og magurt andlit læknisins. — Herra, sagði læknirinn hvasst. — Þér virðist þekkja leyndardóminn. Má ég spyrja yður, hvort þér ætlið að leyna okk- ur sannleikanum ? — Já, sjáið þér til, hr. læknir, svaraði presturinn vingjamlega. — Það era nægar ástæður fyrir mann í minni stöðu til að halda því leyndu, sem hann er ekki alveg viss um. En annars, ef þér eruð þess mjög fýsandi, vil ég gefa yður tvær bendingar. — Og hverjar eru þær? spurði læknir- inn. — Fyrir það fyrsta er þessi atburður innan yðar verkahrings, svaraði prestur- inn rólega. — Hann hefir eðlisfræðilega og mjög einfalda skýringu. Smiðurinn hefir á röngu að standa, ekki viðvíkjandi því, að höggið hafi verið af guðdómlegum upp- runa, heldur á fullyrðingu sinni um, að það hafi verið kraftaverk. Það var ekkert kraftaverk, hr. læknir, að öðru leyti en því, að sérhver manneskja með sitt undarlega illa, og þó hetjulega hjarta, er í sjálfu sér kraftaverk. Sá kraftur, sem braut höfuð- skeljar hr. Normans Bohuns, er þekktur meðal allra vísindamanna og nefndur nátt- úrulögmál. Læknirinn, sem hafði horft á hann með hrukku á milli augnanna, sagði aðeins: — Og hin bendingin? — Hin bendingin, endurtók presturinn. — Munið þér, að smiðurinn þrátt fyrir það, að hann tryði á kraftaverk, talaði háðs- lega um þann möguleika, að hamarinn hefði komið úr loftinu eins og í ævintýr- unum? — Já, sagði læknirinn. — Ég man það. — Þá skal ég segja yður dálítið, svar- aði Pater Brown brosandi. Það ævintýri er sannleikanum samkvæmara en nokkuð annað, sem sagt hefir verið hér í dag. Með þeim orðum sneri hann baki að lækninum og gekk upp tröppurnar á eftir kapellán- inum. Wilfred Bohun, sem hafði beðið hans fölur og óþolinmóður, fylgdi honum strax inn í eftirlætishornið sitt í kirkjunni, í þann hluta pallstúkunnar, sem var næst útflúraða loftinu og skrautlega og við- hafnarmiklu gluggunum. Litli kaþólski presturinn skoðaði og dáðist að öllu. Hann talaði með f jörlegri, en lágri röddu. Þegar hann, á göngu sinni um kirkjuna, kom að vindustiganum, sem Wilfred Bohun hafði komið niður, þegar skósmiðurinn sótti hann, hljóp hann allt í einu upp tröppuna með ótrúlegum fimleik og steig út á sval- irnar. — Komið þér hingað upp, hr. Bohun, kallaði hann. — Þér hafið gott af fersku lofti. Bohun gekk upp vindustigann og út á svalimar, sem beltuðu sig um turninn. Fyrir neðan þá blöstu við endalausar slétt- ur með smáþorpum og sveitabæjum. Smiðjugarðurinn var eins og lítill ferhyrn- ingur og enn stóð þar dálítill hópur manna. Umhverfis þá steyptust gotneskar bygg- ingarlínurnar út í tóman geiminn, með sundlandi hraða, sem kemur fólki stundum til að hugsa um sjálfsmorð. — Mér finnst, að það geti verið nokkur hætta að halda til á svo háum stöðum, jafnvel þó að maður sé að biðjast fyrir, sagði Pater Brown. — Háir staðir eru til að horfa á, en ekki til að horfa frá. — Þér eigið við, að maður geti dottið niður? spurði Wilfred Bohun. — Ég á við, að sálin gæti hrapað, þó að líkaminn gerði það ekki, svaraði litli presturinn. — Ég efast um að ég skilji yður, muldr- aði kapelláninn ógreinilega. — Lítið þér til dæmis á smiðinn, hélt Pater Brown áfram. — Hann er góður maður, en ekki verulega guðhræddur mað- ur, harður, miskunnarlaus. Trúarbrögð hans eiga rót sína að rekja til alþýðunnar, sem bað bænir sínar frá fjöllum og há- um tindum, og lærði að líta niður á heim- inn, en ekki upp til himinsins. Maður sér stórfenglega hluti úr dalnum, en aðeins það smáa frá tindunum. — En hann hefir ekki gert það, svaraði Bohun skjálfraddaður. — Nei, svaraði Pater Brown. — Við vit- um, að hann gerði það ekki. Eftir augna- bliks þögn hélt hann áfram og starði nið- ur á sléttuna: — Ég þekki mann, sem byrjaði að biðja til guðs fyrir framan altarið með öðru fólki, en seinna kaus hann heldur að vera aleinn við bænahald sitt í hornum og vegghvilftum kirkjuturnsins eða efst uppi í turninum. Einu sinni, þegar hann var staddur í sundlandi hæð, þar sem allur heimurinn virtist snúast undir hon- um eins og hjól, fór eitthvað að hringsnú- ast í hans eigin heila, og honum fannst sem hann væri guð sjálfur. Og þó hann væri góður maður, drýgði hann mikinn glæp. Wilfred Bohun leit undan, en hvítar, magrar hendur hans skulfu. — Hann hélt, að hann hefði rétt til að dæma aðra og slá syndarann til jarðar. En slík hugsun hefði ekki gripið hann, ef hann hefði kropið með meðbræðrum sín- um. — Hann sá alltaf manneskjumar hreyf- ast eins og skordýr, og sérstaklega sá hann einn frekan og ögrandi náunga með grænan hatt eins og eitrað skorkvikindi. Flokkur bláhrafna flaug í kringum turn- inn. Pater Brown þagnaði þangað til gargið í þeim dó út í f jarska, þá hélt hann áfram. — Það var eitt sem freistaði hans og hann hafði einn af. geigvænlegustu öflum nátt- úrunnar til umráða. Það var þyngdarlög- málið. Sjáið þér lögregluþjóninn, sem hleypur þama um í smiðsgarðinum, ef ég kastaði steini hérna yfir grindverkið og hitti hann í höfuðið mundi hann verka eins og byssukúla og drepa hann sam- stundis, og ef ég kastaði hamri, jafnvel þó það væri lítill hamar. Wilfred Bohun kastaði öðrum fætinum yfir grindverkið. Pater Brown greip hann. — Ekki þessa leið, sagði hann mildilega. Þessi leið liggur til helvítis. Bohun skjögraði að veggnum og horfði óttasleginn á hann. — Hvaðan hafið þér þessa vitneskju? hrópaði hann. Eruð þér djöfullinn sjálfur? — Ég er maður, svaraði htli presturinn, — og þess vegna þekki ég gjörninga djöf- ulsins í mannshjörtunum. Hlustið þér á mig, hélt hann áfram eftir augnabliks þögn. — Þegar þér skilduð við bróður yðar voruð þér fullur af réttmætri reiði. Þér tókuð lítinn hamar og földuð hann undir frakkanum, þegar þér fóruð til kirkjunn-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.