Vikan


Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 14, 1940 13 HAMAR GUÐS. Frh. af bls. 8. en það eru engar ýkjur, þegar ég segi, að höfuðið sé brotið í mél. Það hefir verið sterk hönd, sem handlék vopnið. — Það er það,'sem ég segi, endurtók skósmiðurinn. — Það er aðeins einn mað- ur, sem gæti gert þetta. Hvar er Simon Barnes, smiður? Hann er í Greenford, sagði kapelláninn. — Ætli hann sé ekki heldur í Frakk- landi, kom hæðnislega frá skósmiðnum. — Nei, hann er á hvorugum staðnum, svaraði veik og litlaus rödd, sem kom frá litla, kaþólska prestinum. — Eins og þið getið séð, þá kemur hann þarna gangandi eftir veginum. Allir litu við og sáu smiðinn koma gang- andi ásamt tveimur mönnum. — Guð hjálpi okkur hrópaði skósmið- urinn, — og þarna er hamarinn, sem hann hefir drepið hann með. — Nei, sagði lögregluþjónninn, greind- arlegur maður, sem í fyrsta sinn kom með athugasemd. Hamarinn, morðvopnið ligg- ur þarna upp við kirkjumúrinn. Eftir langa þögn, sagði litli presturinn, án þess að líta upp, og með alveg nýjum blæbrigðum í litlausri röddinni. — Herra Gibbs hefir varla rétt fyrir sér, þegar hann heldur því fram, að það sé enginn leyndar- dómur yfir þessu máli. Mér finnst það að minnsta kosti dularfullt, að svo stór mað- ur skyldi velja svo lítinn hamar til svo mikils áverka. — Við skulum ekki vera að brjóta heil- an um það, sagði skósmiðurinn ákafur, — heldur hitt, hvað við eigum að gera við Simon Barnes. — Láttu hann í friði, sagði presturinn rólega. — Hann kemur þarna af sjálfu sér, og ég þekki báða mennina, sem eru með honum. Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar smiðurinn tók beygju fyrir kirkjuhornið, og kom inn í garðinn. Lögregluþjónninn gekk til hans. — Ég vil ekki spyrja yður, hr. Barnes, hvað mikið þér vitið um það, sem hefir skeð, en ég vona að þér getið sannað sak- leysi yðar, þar sem ég er neyddur til að taka yður fastan, kærðan fyrir morðið á oberst Bohun. Smiðurinn stanzaði óklökkur og leit járnhörðu augnaráði á mysþyrmt líkið. — Er oberst Bohun dáinn? sagði hann. — Þá er hann glataður. Um leið snéri hann ströngu og ofstækisfullu andlitinu að lög- regluþjóninum, benti á líkið og hélt áfram: —- Hvenær dó þessi hundur? — Stillið þér yður! hrópaði læknirinn. Stillið þér orð sjálfrar biblíunnar, þá skal ég stilla mín. Hvenær dó hann? — Ég sá bróður minn lifandi klukkan sex í morgun, sagði Wilfred Bohun stam- andi. — Það standa tveir menn hérna fyrir utan, hélt smiðurinn áfram, kunnir kaup- menn, sem við þekkjum öll. Þeir geta vott- að, að ég hefi verið með þeim frá mið- nætti og þangað til eftir dögun í morgun. 1 Greenford eru tuttugu manns, sem geta vottað það sama. Þér getið gert eins og þér viljið, hr. lögregluþjónn, en ég spyr yður, hvort þér óskið að fá sakleysi mitt sannað hér eða í réttarsalnum. Lögregluþjónninn virtist í fyrsta skipti á báðum áttum. — Náttúrlega, sagði hann svo, — mundi það vera mér sönn ánægja ef ég gæti fengið sannanir fyrir sakleysi yðar nú þegar. Smiðurinn kallaði á kaupmennina, sem gáfu stutta en greinilega staðfestingu á því, sem hann hafði sagt, og enginn leyfði sér lengur að efast um sakleysi hans. Það var löng kvalræðis-þögn, er kapel- láninn rauf loks með því að snúa sér að kaþólska prestinum, og segja: — Það lítur út fyrir, að þér hafið mik- inn áhuga fyrir þessum hamri, Pater Brown. — Já, svaraði Pater Brown, — ég er að brjóta heilan um, hvers vegna hann sé svona lítill. Læknirinn snéri sér snögglega að hon- um. — Guð veit, að þér hafið rétt fyrir yður. Hver myndi velja sér svo lítinn hamar, þegar að fjöldinn allur af stærri hömrum er við hendina. Hann lækkaði röddina. — Það myndi aðeins sá gera, sem gæti ekki valdið stórum hamri. Huguð kona gæti hiklaust framið tíu morð með litlum hamri, þó að hún gæti ekki drepið flugu með stórum hamri. Wilfred Bohun starði á læknirinn dá- leiddur af hræðslu, en Pater Brown hlust- aði með gaumgæfni. Læknirinn hélt áfram með enn meiri áherzlu. — Hvers vegna gengur maður alltaf út frá því, að sá einasti, sem hati elskhuga konunnar, sé maðurinn hennar? I níu af hverjum tíu tilfellum, er það konan sjálf, sem hatar elskhuga sinn, því enginn veit, hvað hann ef til vill hefir komið svívirði- lega fram í hennar garð. Hann benti á bekkinn, þar sem rauð- hærða konan sat. Hún lyfti höfðinu og tárin á fögru andliti hennar voru rétt þornuð. Hún starði á líkið með brjálæðis- glampa í augunum. Hinn velæruverðugi Bohun bandaði frá sér eins og hann vildi ekki hlusta á þetta þvaður, en Pater Brown kom með athuga- semd á sinn hljóða og stillilega hátt. — Þér hugsið eins og flestir aðrir lækn- ar. Sálfræði yðar er mjög lærdómsrík, en skilningur yðar á því eðlisfræðilega er full- komlega rangur. Ég viðurkenni fúslega, að kona getur í vissum tilfellum tekið elsk- huga sinn af lífi, og ég viðurkenni einnig, að kona veldur fremur litlum hamri en stórum. En það er eðlisfræðilega ómögu- legt, að nokkur kona geti brotið hauskúpu nokkurs manns á þennan hátt. Eftir nokkra þögn hélt hann áfram: — Herrar mínir! Ykkur hefir alveg sézt yfir eitt, og það er það, að maðurinn var með stálhúfu innan í hattinum sínum, og höggið hefir brotið hana eins og hún hefði verið úr gleri. Horfið á þessa konu. Virðist ykkur, að hún hafi svo mikla krafta til að bera. Það var löng þögn. Þá sagði læknirinn. — Já, það getur vel verið, að þér hafið rétt fyrir yður að sumu leyti, en í höfuð- atriðunum hefi ég á réttu að standa, að- eins fábjáni myndi velja svo lítinn hamar þegar nóg er fyrir af þeim stærri. Á sama augnabliki færði Wilfred Bohun skjálfandi hendurnar upp að höfði sér og reif í þunnt, ljóst hárið. — Ó, hrópaði hann, þetta var einmitt orðið, sem ég beið eftir, og það var auð- séð, að hann þurfti að taka á öllu sínu til að halda jafnvægi. — Þér sögðuð, að enginn nema fábjáni myndi velja svo lítinn hamar, þegar aðrir stærri væru fyrir hendi. — Já, svaraði læknirinn, — hvað svo? — Ég á við, svaraði kapelláninn, — að engin nema fábjáni hefir framið verknað- inn. Allir horfðu undrandi á hann, en hann hélt áfram með sótthitakenndri ákefð. — Ég er prestur, og prestur má ekki úthella blóði. — Ég á við, að prestur má ekki stytta meðbróður sínum leiðina í gálgann. Þess vegna þakka ég guði fyrir, að ég veit, hver morðinginn er, af því það er ekki hægt að refsa honum. — Ætlið þér ekki að segja til hans? spurði læknirinn. — Hann verður ekki hengdur, þó ég segi til hans. I morgun, þegar ég kom til kirkj- unnar, hitti ég þar vitfyrrtan mann, sem lá á bæn. Það var aumingja Jói. Guð einn veit, hvers hann hefir verið að biðja, en það er ekki alveg ósennilegt, að sálsjúkur maður biðjist fyrir áður en hann fremur glæp. Síðast þegar ég sá veslings Jóa var hann með bróður mínum, sem stríddi hon- um og dró að honum dár. — Það getur eitthvað verið til í þessu, svaraði læknirinn, en hvernig ætlið þér að útskýra .... — Getið þér ekki séð það sjálfur ? spurði Bohun æstur, — að þetta er það eina, sem leysir báðar gáturnar. Smiðurinn hefði getað veitt slíkt högg, en hann hefði aldrei valið lítinn hamar. Konan hans hefði valið lítinn hamar, en hún hefði ekki haft krafta til að valda svo miklu höggi. En aftur á móti hefði sinnisveikur maður getað gert hvort- tveggja. Viðvíkjandi vopninu, þá grípur hann það sem hendi er næst, og viðvíkj- andi högginu, þá hefir maður heyrt að brjálað fólk, sem er egnt til reiði, tvöfald- ist kraftar. Er það ekki rétt, hr. læknir ? Læknirinn dró djúpt andann. — Guð veit, að ég held, að þetta sé það rétta. Pater Brown hafði ekki haft augun af kapelláninum á meðan hann talaði. En þegar hann og læknirinn voru þagnaðir, sagði hann með mjög mikilli hæversku. — Hr. Bohun. Það sem þér hafið sagt í þessu máli, er það einasta, sem getur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.