Vikan


Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 8

Vikan - 04.04.1940, Blaðsíða 8
8 VIKAN, nr. 14, 1940 Hamar Guðs. Litla sveitaþorpið Beacon lá á svo brattri hæð, að kirkjan, með hárri turnspírunni, sýndist álengdar eins og hár f jallstindur. Við hlið kirkjunnar var smiðja þorpsins, í einu garðshorni smiðj- unnar var bingur af alls konar járnarusli, hömrum og verkfærum af ýmsum stærð- um. Rétt á móti smiðjunni, öðru megin við krossgöturnar, var kráin ,,Bláa villisvínið“. Á þessum krossgötum, í dögun, mættust tveir bræður. Fyrir öðrum þeirra var dag- urinn að byrja, en fyrir hinum að enda. Hinn velæruverðugi og frómhjartaði herra Wilfred Bohun var á leið til kirkj- unnar til guðrækni og bænahalds. Eldri bróðirinn, Oberst Normann Bohun, var allt annað en guðrækinn. Han sat á bekkn- um fyrir framan „Bláa villisvínið“, klædd- ur viðhafnarbúningi og drakk síðasta glas þriðjudagsins, eða fyrsta glas miðviku- dagsins. Óberst Bohun var hár og grannur, með ljóst hár og yfirvaraskegg, og þó hann væri farinn að eldast sló alltaf jafn gullni slikju á hár hans. Hann hafði tvær djúpar hrukkur sitt hvoru megin við nefið, sem gerðu það að verkum, að háðslegt bros sýndist að jafnaði leika um varir hans. Utan yfir viðhafnarbúningnum bar hann ljósan frakka og grænan hatt aftur í hnakka. Hann hafði miklar mætur á að ganga í ósamstæðum fötum, því hann vissi með sjálfum sér, að þau fóru honum glæsilega. Bróðir hans, kapelláninn, hafði sama glæsilega vaxtarlagið og sama gullna hár- ið. Hann var í svörtum frakka, hnepptum upp í háls. Hann hafði göfugmannlegt and- ht, en það brá"fyrir taugasjúkum dráttum í því. Hann var í þann veginn að fara til kirkj- unnar, fram hjá húsi smiðsins, en stanz- aði og bretti brúnum, þegar hann sá djúpt augnaráð bróður síns stara í áttina til smiðjunnar. Vilfred Bohun minntist nokk- urra sögusagna um hina fögru konu smiðs- ins. Hann leit því tortryggnislega í kring- um sig. Óberstinn stóð brosandi á fætur og gekk til hans. — Góðan daginn, Wilfred. Eins og þú sérð vaki ég yfir fólki mínu eins og hinn góði hirðir. Ég var einmitt rétt í þessu að hugsa um að heimsækja smiðinn. Wilfred laut höfði, og sagði: — Smiðurinn er ekki heima, hann er í Greenford. — Ég veit það, sagði bróðir hans hlæj- andi, — það er þess vegna, sem mig lang- ar til að heimsækja hann. — Normann, sagði presturinn. — Ertu aldrei hræddur við að eldingunni slái niður í þér? — Hvað áttu við? spurði oberstinn, — ertu orðin hjátrúarfullur? — Ég á við, svaraði Wilfred án þess að líta upp. — Hefur þér aldrei komið til hug- ar, að guð gæti hæft þig á miðri götunni? — Sei, sei, sagði oberstinn, — þú ert farinn að hafa áhuga fyrir þjóðsögum. — Og þú ert alltaf jafn áhugasamur fyrir kæruleysinu, svaraði presturinn hörkulega. — En þó að þú sért ekki hrædd- ur við guð, þá hefurðu samt ástæðu til að hræðast einn mann. Eldri bróðirinn bretti brúnum. — Hræð- ast einn mann? spurði hann. — Barnes smiður er stærsti og sterk- asti maðurinn hér um slóðir, svaraði prest- urinn alvarlega, — þú jafnast ekki á við hann. Qlæpasaga eftir G. K. Chesterton. ‘'/miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii...iv> Oberstinn tók ofan græna hattinn. — Ef svo er, kæri Wilfred, þá er ég við öllu bú- inn, eins og þú sérð, og sýndi honum stál- húfu, sem var innan í hattinum. Wilfred kannaðist við hana úr vopnasafni fjöl- skyldunnar. — Hún var hendi næst, útskýrði oberstinn glaðlega. — Það næsta er alltaf það bezta, næsti hatturinn, næsta konan. — Smiðurinn er í Greenford, svaraði Wilfred. — Það veit enginn, á hvaða stundu hann kemur aftur. Án þess að mæla fleira við bróður sinn, snéri hann við honum baki, laut höfði og gerði fyrir sér krossmark til að fyrra sig óhreinum hugsunum. Hann þráði háu, gotnesku kirkjuna sína, til þess að gleyma þar, í svölu rökkrinu, öllum illindum heims- ins. En þennan morgun virtust örlögin hafa ákveðið að trufla bænahald hans, því um leið og hann kom inn í kirkjuna, reis krjúp- andi maðúr fljótlega á fætur og gekk fram í dagsljósið. Þegar kapelláninn sá, hver hinn árrisuli bænamaður var, stóð hann grafkyrr af undrun, því það var enginn annar en frændi smiðsins, geðveikur mað- ur, er gekk undir nafninu Jói vitlausi. Sá hafði ekki orð á sér fyrir að stunda bæna- hald eða nokkurn skapaðan hlut annan. Kapelláninn hafði aldrei séð Jóa vitlausa á bæn, og hann var að velta því fyrir sér, um leið og hann gekk fram hjá honum, hvers hann hefði verið að biðja. Wilfred Bohun stóð lengi kyrr í sömu sporum. Hann sá Jóa vitlausa mæta bróð- ur sínum fyrir utan. Oberstinn heilsaði honum vingjamlega, en lék sér svo að því að kasta smápeningum upp í galopinn munninn á Jóa. Með viðbjóði og fyrirlitn- ingu á vonzku og heimsku heimsins, snéri guðsmaðurinn sér undan í von um að finna hreinni hugsanir í bæninni. Hann steig upp í lokaðan bænastól í einni af pallstúkunum, og því lengur sem hann virti fyrir sér kalda og hreina lit- ina í gluggunum, gleymdi hann Jóa vit- Iausa og bróður sínum. Hér fann Gibbs skósmiður hann hálfri stundu síðar. — Hvað hefir komið fyrir? spurði Wil- fred Bohun hvasst, og rétti skjálfandi hendina eftir hattinum sínum. Skósmiðurinn talaði með lotningarfullri röddu, sem blandaðist klaufalegri með- aumkun. — Þér verðið að fyrirgefa, hr. prestur, en við héldum, að það væri bezt að þér viss- uð það strax. Það hefir hræðilegt komið fyrir. Ég er hræddur um, að bróðir yðar ... — Hvern fjandan sjálfan hefir hann nú gert fyrir sér? spurði presturinn æstur. — Þér hafið rangt fyrir yður, hr. prest- ur, svaraði skósmiðurinn stamandi. Ég er hræddur um, að oberstinn sé dáinn, þér verðið að koma strax. Hjá húsi smiðsins stóðu fimm eða sex menn, lögregluþjónninn, læknirinn, safnað- arpresturinn og rómversk-kaþólski prest- urinn, sem stóð á tali við konu smiðsins, er sat grátandi á bekk. Þau töluðu fljótt og í lágum hljóðum. Hún var fögur kona og hafði rauðgult hár. Mitt á milli þessara tveggja mannhópa, rétt hjá járnahrúgunni, lá viðhafnarklædd- ur maður, kylhflatur með andlitið á grúfu. Kapelláninn gat, þrátt fyrir f jarlægðina, greint öll smá atriði í klæðaburði hans. Hann sá líka höfuðið alblóðugt, marið í kæfu. Hann starði á líkið og tók til fótanna. Læknirinn heilsaði honum, en Bohun veitti því enga eftirtekt. Hann gat með naumindum stamað: — Bróðir minn er dáinn, hvernig hefir það viljað til. Hvaða leyndardómur er þetta? — Það er enginn leyndardómur, svaraði skósmiðurinn. — Hvað eigið þér við? spurði Wilfred, sem var orðinn náhvítur. — Það er auðráðið, svaraði Gibbs, — það er aðeins einn maður hér í grendinni, sem getur veitt slíkt högg, og það er ein- mitt maðurinn, sem hafði mesta ástæðu til þess. — Hér eru engar fullyrðingar og get- sakir tímabærar, anzaði læknirinn, dálítið taugaæstur. Andlit prestsins afmyndaðist af þján- ingu. — Ég skil það ekki, muldraði hann. — Herra Bohun, sagði læknirinn lágt, — ég veit ekki við hvað ég get líkt þessu, Framh. á bls. 13.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.