Vikan


Vikan - 23.05.1940, Side 4

Vikan - 23.05.1940, Side 4
4 VIKAN, nr. 21, 1940 um, hin mesta óhæfa, og var algerlega hinum gamla keisara á móti skapi. Og því varð gjáin milli feðganna æ stærri og stærri, eftir því sem tímar liðu fram, og var því mjög veitt eftirtekt, hversu hinn ungi ríkiserfingi fór að öllu leyti sínar eigin leiðir. Tuttugu og þriggja ára gamall kvæntist Rúdolf, að ráðum foreldra sinna, Stefaníu, dóttur Leopolds II. Belgíukonungs. Kom fljótlega í ljós, að þau hjónin áttu ekki skap saman, og var fullyrt, að Rúdolf dveldi meira utan hallar en innan. Virtist hann una bezt hag sínum í félagsskap manna, er voru andstæðingar þess stjórn- arfyrirkomulags, er ríkti á dögum föður hans, Franz Jóseps, í Austurríki. 0g má til þessa ráðslags hans finna nægar orsak- ir, og þá fyrst og fremst, hversu lítt þeim samdi, í einu sem öðru, ríkiserfingjanum og föður hans. Rúdolf var ör í lund og óvarkár í orðum, og ósýnt um að dylja skoðanir sínar. Gaf hann með því andstæðingum sínum iðuglega hin bitrustu vopn í hend- ur. Þær sögur voru sagðar, og hafa ekki verið véfengdar, að jafnvel þótt hann teldi sig dvelja í einlægum vinahóp, hafi ávallt næsta morgun legið nákvæm skýrsla af því, er fram fór í þeim hóp, á skrifborði föður hans, enda var njósnarkerfi Austur- ríkiskeisara alræmt í þá daga. Sárnaði Rúdolf ríkiserfingja, sem von var, slíkar njósnir og niðurlæging, og varð afleiðing- in sú, að hann þóttist fáum geta treyst og fór sína vegi, einmana og vonsvikinn. Frá þessum árum liggur fjöldi greina, sérstaklega stjórnmálalegs eðlis, eingöngu ritaðar fyrir hin frjálslyndu blöð í Vínar- borg, eftir Rúdolf ríkiserfingja, — og vöktu sérstaklega tvær þeirra hina mestu athygli. Var önnur greinin eftirmæli um hina frægu frelsishetju Frakka, Gambetta, rituð skömmu eftir dauða hans. Hafði minning þessa mæta manns verið nídd á allan hátt í hinum afturhaldssömu blöðum Vínarborgar, en hins vegar benti Rúdolf á það í sinni grein, hversu mjög frakk- neska þjóðin stæði í þakkarskuld við hinn látna foringja, er með baráttu sinni fyrir réttlæti og framförum hefði tendrað þau blys, er lengi myndi lýsa af, og langt myndu birtu bera. Hin greinin, er svo mikla eftirtekt vakti, var rituð á þeim tímamótum, er hin mesta vinátta hófst á milli hins nýja Stór-Þýzka- lands og Austurríkis, og var það svæsin árásargrein á Vilhjálm II. keisara Þýzka- lands, og var sú grein rituð 24. apríl 1888. Þar segir m. a.: „Bráðlega mun hann koma öllu á ringulreið í Evrópu. Hann er þrár, eins og fjandinn og heldur að hann sé snillingur. Hann mun bráðlega leiða hina mestu ógæfu yfir þýzku þjóðina.“ Til þess að skilja enn betur hina erfiðu aðstöðu Rúdolfs, má geta þess, að undan- farin ár hafði hvert óhappið á fætur öðru hent hið volduga Austurríki. — Mikinn hluta ítalíu höfðu Austurríkismenn orðið að láta af hendi og ófriðnum við Prússa höfðu þeir einnig gjörtapað. Þótti mesta mildi, að Bismark ekki notaði tækifærið til þess að svæla undir Prússland meiri eða minni landflæmi frá Austurríki. Eftir þessar ófarir vildu margir breyta til um stefnu, sérstaklega í innanlandsmál- um. Sem kunnugt er, var hið gamla Aust- urríki samansett af mjög ólíkum löndum og þjóðflokkum. Má nefna Bæheim, — eða sem nú er kallað Tékkóslóvakía, — Ung- verjaland, hreina Þjóðverja, Pólverja og Balkanþjóðabrot. Gefur að skilja, að iðug- lega hafi verið erfitt að halda öllum þess- um ólíku þjóðum í skefjum. Það sem var hagnaður eins þjóðarbrotsins, var óhagn- aður hins. Sú aðferð, sem ráðandi menn í hinu gamla Austurríki töldu bezta, var, að auka deilur á milli hinna smærri þjóðarbrota, því á meðan á þeim stóð væri minni hætta á, að þau hugsuðu um að slíta sig úr sam- bandi við móðurlandið. — Hins vegar vakti fyrir Rúdolf og þeim mönnum, er honum fylgdu að málum, að nú riði á að sam- rýma sem mest þjóðarbrotin og láta þau vinna af alefli fyrir þjóðarheildina. Og Rúdolf átti — að flestra sögn, eins og fyrr getur — mjög erfitt með að dylja sinn innri mann, og gaf iðuglega höggstað á sér. Gekk þetta svo langt, að talið var óumflýjanlegt, að keisarinn, faðir hans, neyddist til að stefna honum fyrir her- rétt. En á þessum alvarlegu tímamótum kynnist hann hinni undurfögru greifadótt- ur, Maríu Vetsera, og tókust með þeim heitar ástir þegar við fyrstu sýn, — og má vel vera, að einmitt hinir miklu örðug- leikar, er á því voru, að hann gæti losnað úr hjónabandinu, hafi gjört þetta sam- band þeirra í milli enn innilegra. Rúdolf reyndi allt til þess að fá skilnað frá konu sinni, Stefaníu, en árangurslaust. — Hann skrifaði páfanum með þeim árangri, að þaðan fékk hann ekkert svar, heldur var það bréf sent beint til keisarans, föður hans. — Allir þessir atburðir höfðu hin mestu áhrif á hinn taugaveiklaða mann, og hinn 30. janúar 1889 barst fregnin út um víða veröld, að ríkiserfingi Austurríkis hefði framið sjálfsmorð, ásamt ástmey sinni, í veiðihöllinni í Mayerling. Kaldur gustur fór um borgir og lönd. Enginn vissi neitt með vissu. Sumir sögðu, að hann hefði fyrst drepið ástmey sína og síðan framið sjálfsmorð. Aðrir sögðu, að þau hefðu,bæði fallið fyrir hendi morð- ingja. Enn aðrir sögðu, að keisarinn hefði sjálfur bruggað þeim banaráð. Og í f jölda- mörg ár vissi enginn gjörla, hvernig at- burðir þessir skeðu. — Það er fyrst nú, síðustu árin, að nokkuð glöggar sannanir liggja fyrir um, hver urðu ævilok Rúdolfs og Maríu Vetsera. Það sem menn vita er þetta: Þann 26. janúar 1889 er Rúdolf skipað að hitta föð- ur sinn að máli, en hvað þeim fór á milli veit enginn. Það er gizkað á, að annað hvort hafi keisarinn viljað neyða son sinn til þess að hætta öllum áformum um að giftast Maríu Vetsera, eða, — það sem sumir telja enn sennilegra, — að keisar- anum hafi borizt í hendur sannanir eða sterkar líkur fyrir samsæri í þá átt, að styrkja aðstöðu Rúdolfs í þátttöku ríkis- stjórnarinnar. En hvort sem réttara hefir verið, þá kom Rúdolf af þeim fundi mjög æstur og fór, ásamt nokkrum vinum sínum, til Mayerlinghallarinnar. — Nokkru síðar tókst Maríu Vetsera að komast úr höll móður sinnar í Vínarborg, og fluttu trún- aðarmenn Rúdolfs hana til Mayerling, þar sem Rúdolf og vinir hans biðu. Þetta skeði 29. janúar. Næsta dag átti að hef jast veiði- för þar í nágrenninu, en Rúdolf kom eigi, eins og til stóð. — Var Rúdolf og Vetsera færður matur upp í herbergi í höllinni, — virtist þá allt með felldu og ekki urðu neinir þess varir, að vín væri haft um hönd. Næsta morgunn, er þjónn Rúdolfs ætl- aði að færa honum morgunkaffið, voru dyrnar læstar að innanverðu og enginn svaraði, þó knúð væri á þær, og að lokum voru þær svo brotnar upp. — Lá Rúdolf ríkiserfingi örendur á gólfinu og skamm- byssa við hlið hans, en í rúmi rétt hjá lá María Vetsera, einnig örend, með byssu- kúlu gegnum höfuðið. Hafði krónprinsinn breitt lak úr rúminu yfir líkið, og lagt rósablómvönd á brjóst þess, áður en hann réði sér sjálfum bana. — Þannig er sú sorgarsaga í stuttu máli. Nákominn maður keisarafjölskyldunni hefir hins vegar nýlega skýrt frá þeim at- burðum, er fregnin um þennan hörmulega atburð náði til keisarahallarinnar í Vín. Svo stóð á, að keisarahjónin ætluðu til Buda-pest daginn eftir, og höfðu aðeins lokið við undirbúning til ferðalagsins, er hraðboði kom með sorgarfregnina frá Mayerling. Keisaradrottningin beið eftir syni sínum, búin skartklæðum, og hafði kveldverð tilbúinn, þar eð hún vissi, að Rúdolf þótti mjög vænt um að sjá hana prúðbúna, er fundum þeirra bar saman. Var ávallt mjög innilegt samband á mill- um þeirra mæðginana, bæði lík í lund, til- finninganæm og óhamingjusöm. Menn þeir, sem bera áttu fregnina um dauða Rúdolfs til fjölskyldu hans í Vínarborg, voru í miklum vanda staddir, hvernig og hverjum ætti fyrst að skýra frá atburð- unum. Var það ráð loks tekið, að ná tali af móður hans og láta hana fyrsta vita, hvernig komið var. Þjónninn gat ekkert orð sagt, féllust alveg hendur. Loks rétti hann drottningunni þegjandi kveðjubréf Rúdolfs, og í bréfi þessu skýrir hann frá orsökum þeim, er knúðu hann til þessa örþrifaráðs. Hann kemst þannig að orði, að hann sé takmarkalaust óhamingjusam- ur, líf hans sé gjöreyðilagt, hann vilji með engu móti eiga á hættu að lifa lengur til þess eins að sverta heiður Habsborgar- ættarinnar meir en orðið sé. Engin kveðja eða lína til föðurins, eða Framh. á bls. 15.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.