Vikan


Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 6

Vikan - 23.05.1940, Blaðsíða 6
6 VIKAN, nr. 21, 1940 Jack ferðaðist ásamt atvinnuleysingjunum um þrjá fjórðu hluta ameríska meginlandsins. Hann hegðaði sér ekki beint vel í ferðinni, en hann var ungur og í ævintýraleit. Hópurinn að hvila sig. Maðurinn til hægri með loðhúfuna er Jack London. Hvað eftir annað lék hann sér að því að stökkva af lestinni, þegar hún var á fullri ferð. Jack sat oft á þverslánum undir lestunum, því að verðirnir stóðu þá á pöll- unum og börðu járnslám undir vagnana, sem áttu að hitta flækingana. Því meiri sem hættan var, því skemmtilegra var það. Einu sinni, þegar vörður einn kom auga á hann uppi í fjöllum í stórhríð, gaf Jack honum hringinn, sem Lizzie Conellon hafði gefið honum forðum. Á daginn fór hann á bókasöfn og las. Hann flagnaði allur í andlitinu af loftslaginu, og sjálfur segir hann, að það hafi verið einna líkast, að hann hafi gengið í gegnum eld. Alla þessa smámuni og fjölda marga aðra skrifar hann í vasabókina sína. Flæk- ings-bókin hans, sem er 73 síður, sýnir, að hann, þrátt fyrir allt, hafi tekið eftir öllu skringilegu. I bókinni er fullt af mann- lýsingum, samtalsstúfar, brot úr ævisög- um ýmsra flækinga og lýsingar á stöðum, bæjum og ævintýrum. Þó að þetta sé hrip- að niður með blýanti, er stíllinn prýðilegur. Dagbók hans ber oft- ast vott um lífsgleði og hreysti, en allt í einu get- ur hann farið að tala um að fremja sjálfsmorð. Þegar Jack hitti at- vinnuleysingjana, lágu þeir allir, 44 að tölu, á hálmfleti á vagngólfi einnar lestarinnar. Þeir þrýstu sér hver upp að öðrum til að halda á sér hita. Þegar Jack sá, að hvergi var rúm fyrir hann, gaut hann horn- auga til mannanna, sem tóku hann og köstuðu honum veggjanna á milli, þar til hann hafði holáð sér niður. Þannig tóku nú atvinnuleysingjarnir á móti honum. Coxey, sem var hinn raunverulegi foringi atvinnu- leysingjanna í Ameríku og fór alla leið til Wash- ington til að fá stjórnina til að útvega vinnu. > ” Þegar atvinnuleysingjarnir komu til Washington, var Jack allur á vinnuleysingjarnir höfðu ekkert upp Ur ferðinni. Foringi þeirra var Þeir voru kátir. Sumir voru atvinnuleys- ingjar, sem trúðu því, að þingið útvegaði þeim vinnu, aðrir voru flækingar, sem vildu aðeins fá ferðina, og enn aðrir voru aðeins í ævintýraleit eins og Jack. Þeir bjuggu til nokkurs konar „Þúsund og eina nótt“, þar sem hver af þessum f jörutíu og fimm mönnum átti að segja eina sögu. Ef þeir ætluðu að færast undan, var þeim hegnt með því að henda þeim veggjanna á milli eins og Jack forðum. Jack segist aldrei á ævi sinni hafa heyrt eins dásam- legar lygasögur. í heilan sólarhring voru þeir lokaðir inni án þess að fá vott eða þurrt. Þegar þeir komu til Nebraska-sléttunn- ar, sendu þeir símskeyti til yfirvaldanna í Grand Island, en þar yrðu þeir um miðjan _____________dag, þar sem þeir báðu um að fá mat, þegar þeir kæmu. Lögreglan í Grand Island tók á móti þeim og fylgdi þeim á veitinga- hús, en þaðan beint í lest- ina. Þeir komu til Nebraska klukkan eitt að nóttu, og þar gætti lögreglan þeirra, þar til þeir höfðu farið yfir ána til Coimcil Bluffs. Þó að væri helh- rigning, urðu þeir að ganga átta kílómetra til Chautauqua Park, en þar beið fyrirliði þeirra, Kelly. En Jack og vinur hans, hár, ljóshærður Svíi, læddust út úr fylking- unni og inn í veitingahús bak og burt. At- eitt’ sem Var ákaflega tekinn fastur þar. hrörlegt. Jack skreið þar,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.