Vikan


Vikan - 23.05.1940, Síða 7

Vikan - 23.05.1940, Síða 7
VIKAN, nr. 21, 1940 7 holdvotur, undir skáp og lá þar hræddur og skjálfandi til klukkan fimm um morg- uninn. Þá fór hann til Omaho og bað um morgunmat. Síðan skoðaði hann bæinn og fór svo á leið til búða Kellys, en var stanz- aður við brú eina og heimtað af honum brúargjald. Einhver, sem vorkenndi hon- um, gaf honum 25 cent, svo að hann gæti ekið til Chautauqua Park. Þegar þangað kom, gekk hann á fund Kellys. Atvinnuleysingjarnir lentu í mörgum erviðleikum. Að lokum ákvað Kelly, fyrir- liði, að láta hópinn ganga til Washington, þar sem hann átti að hitta Coxey, hers- höfðingja. Á undan hópnum var ekið 12 vögnum, fullum af matvælum, sem fólk í Omaha og Council Bluffs hafði gefið þeim. Eftir tvo daga var Jack kominn niður úr skónum sínum og gekk á sokkaleistunum. Hann sneri sér til stjórnarinnar og bað um nýja skó, en þeghr honum var neitað um þá, gekk hann berfættur, þar til hann fékk skóna. Jack kunni illa við allan aga, og þegar hann komst höndum undir, laumaði hann sér fram hjá vörðunum til að skoða lands- lagið. Hann fékk blöðrur á fæturna og ákvað því að fara heldur með lestinni. En áður en hann lagði af stað, höfðu verið útvegaðir vagnar handa þeim, sem gátu ekki gengið. Þegar þeir komu til Des Mo- ines voru matvælin búin. Nú gat hópurinn, sem var 20000 manns, ekki farið lengra og settist því að í Des Moines. Þar var þeim komið fyrir í gamalli verksmiðju, og bæjarstjórnin varð að sjá þeim fyrir 6000 máltíðum á dag. Stjórn járnbrautarfélagsins var beðin um að flytja hópinn til næsta bæjar, en hún neit- aði því. Jack hvíldi sig þennan tíma með því að borða og sofa. En atvinnuleysingj- arnir smíðuðu sér timbur-fleka, sem þeir sigldu á niður eftir Des Moines-fljótinu. Jack sigldi ásamt níu mönnum á góðum báti, sem þeir höfðu náð í. Þeir voru á undan öllum öðrum. Fyrstir komu þeir til smábæjar með ameríska fánann sinn og spurðust fyrir um, hvað íbúarnir ætluðu að gera fyrir atvinnuleysingjana. Þegar þeim var sýnt, hvað þeir ættu að fá, tóku þeir allt, sem bezt var. Jack játaði, að þetta væri ekki fallegt, en félagar hans sögðu, að þeim, sem kæmu fyrstir, bæri maturinn. Kelly fyrirliði var bálreiður. Hann sendi á eftir þeim, en þegar ekki náðist í þá, sendi hann tvo menn á hestum til að aðvara bændurna. Að lokum neyddust Jack og fé- lagar hans til að snúa til hópsins á ný. 1 Quincy í ríkinu Ilhnois, sem Jack var sagt, að væri með stærri bæjum í Bandaríkjun- um, betlaði hann allan daginn. Þar fékk hann nærföt, sokka, skyrtur, skó, hatta og föt handa tíu manns. Fólkinu hafði hann gætt á ágætum lygasögum. En nú voru hinir góðu dagar hópsins taldir. í hálfan annan sólarhring fengu þeir hvorki vott né þurrt, og sólarhitinn var gífurlegur. Jack skrifaði í vasabókina sína: „Sting af á morgun. Ég þoli ekki að svelta.“ Með honum fóru bátsfélagar hans. Kelly hélt leiðar sinnar ög komst að lok- um til Washington með örfáa menn, en þá kom í Ijós, að Coxey hershöfðingi sat þar í fangelsi fyrir að hafa traðkað á grasinu í kringum Capitol. Jack komst samt sem áður til Chicago. Á pósthúsinu þar átti hann bréf að heim- an ásamt fjórum dollar-seðlum frá Elizu. Um kvöldið fór hann í leikhús, og um nótt- ina svaf hann í rúmi í fyrsta skipti síðan hann fór að heiman. Næsta dag fór hann með báti yfir til St. Joseph í Michigan- ríkinu, þar sem móðursystir hans, Mary Everhard, bjó. Jack dvaldi hjá henni í nokkrar vikur í miklu dálæti. Hann komst til New York sem farþjóf- ur. Hann bað um mat á morgnana, en síð- ari hluta daganna var hann venjulega í litlum garði við City Hall. Fyrir peninga sína keypti hann gamlar bækur og mjólk. Með vagni komst hann til Niagara-foss- anna. Þar varð hann svo hrifinn af nátt- úrufegurðinni, að hann gleymdi öllu öðru. Seint um kvöldið lagði hann sig fyrir úti á víðavangi. Klukkan fimm um morguninn vaknaði hann og gekk niður að fossunum aftur. En þegar hann gekk í gegnum bæ- inn um nóttina, mætti hann þremur mönn- um. Tveir þeirra voru flækingar, en einn lögregluþjónn, sem sneri sér þegar að Jack og spurði, hvar hann ætti heima. Þegar Jack vafðist tunga um tönn, tók lögreglu- þjónninn hann fastan og lét hann í fang- elsið í Niagara. Um morguninn voru sextán fangar leiddir inn í réttarsalinn og þeir voru allir dæmdir í 30 daga hegningar- vinnu. Jack var fluttur í handjárnum ásamt átta mönnum á járnbrautarstöðina. 1 lest- inni kynntist hann manni, sem hafði verið í mörgum fangelsum og kunni eitt og ann- að, og þeir urðu vinir. Þeir voru síðan flutt- ir í héraðsfangelsið, þar sem Jack var krúnurakaður og klæddur í þverröndótt fangaföt. Snemma næsta morguns voru fangarnir látnir fara út og draga báta, sem átti að setja á skurð einn. Vitið þér það? 1. Hvað heitir frægasti landkönn- uður Svía? 2. Hver var upphafsmaður skáta- hreyf ingarinnar ? 3. Hvaða litir eru í belgiska fán- anum? 4. Hvað heitir yfirhershöfðingi Frakka ? 5. Hvað er myntin í Ungverjalandi kölluð ? 6. Hvað er Islam? 7. Hvað er stjarnan Venus kölluð öðru nafni? 8. Hver var fyrsti skátahöfðingi Islands ? 9. Hvaða land er að tiltölu við fólksfjölda mesta nýlenduríki veraldar ? 10. Hver er Ciano greifi ? Sjá svör á bls. 14. Að tveim dögum liðnum kom vinur Jacks honum til hjálpar. Hann þekkti nefnilega eftirlitsmennina frá fornu fari og þeir gerðu hann og Jack að dyravörðum. Þegar Jack var orðinn dyravörður, gat hann fylgzt með öllu, sem fram fór í fang- elsinu. Hann varð fljótlega góður vinur eftirlitsmannanna, varðmannanna og fang- anna. Hann hlustaði á sögur þeirra og lærði mál þeirra og heimspeki. Að þrjátíu dögum liðnum, voru Jack og dyravörðurinn látnir lausir. Þeir gengu inn í veitingahús og fengu sér ölglas. Skyndi- lega stóð Jack upp, bað vin sinn afsökun- ar og stakk af. Nokkrum mínútum síðar sat hann í lest á leið vestur á bóginn. Á nokkrum mánuðum ók hann með lest- inni þvert í gegnum Kanada — 5000 km. Hann naut ævintýranna, einkum þegar hann ók 1600 km. með sama kolavagnin- um og sníkti sér mat í bæjunum, þar sem lestin stanzaði. Að lokum komst hann til Vancouver, réði sig sem háseta á „Uma- tilla“ og vann fyrir sér til San Francisco. Það er ómögulegt að verða var við nokkra jafnaðarmennsku hjá Jack Lon- don á þessum tíma. Sem dyravörður í fangelsinu hafði hann ekki látið fangana fá aukabita eins og þeim bar, heldur seldi hann þeim hann fyrir tóbak og bækur. Hann var stálhraustur, hafði grjótharða vöðva og maga, sem gat melt allt. Hann gladdist yfir æsku sinni og vinnuáhuga. Hann breyttist þegar hann komst að því, hvers vegna. fátækustu mennirnir voru orðnir að því, sem þeir voru. Áður hafði hann haldið, að flækingar væru flækingar af því, að þá langaði til þess. Þó að hann sæi, að sumir þessara manna yrðu aldrei annað en ræflar, varð hann að viðurkenna, að flestir þeirra voru ágætir menn, sem hafði verið misboðið með vinnu og slysum. Jack lærði tvennt af þessari reynslu. 1 fyrsta lagi, að hann varð að menntast til að geta unnið með heilanum, og í öðru lagi, að það var eitthvað í ólagi með fjárhags- kerfið. Þegar hann kom til Oakland aftur, vissi hann, að eitthvað nýtt beið hans, en, hvað það var, vissi hann ekki. Hann hafði þegar heyrt heilmikið um sosialismann. Einhver heimspekingurinn hafði bent honum á smápésa til lesturs og þegar hann hafði lesið hann, hneigðist hann að kenn- ingum Karls Marx. Það leið ekki á löngu áður en Jack Lon- don hélt því fram, að sósíalisminn væri hið stærsta í heiminum. Framhald í næsta blaði. Saltið og Byron. Sumir álíta óheillamerki að missa niður salt. Byron lávarður, ljóðskáldið fræga, rétti engum salt við borðhald og vildi ekki' láta neinn rétta sér það, af hræðslu við, að það mundi fara til spillis. Ef einhver gerði þetta, stóð Byron samstundis upp og gekk sína leið.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.