Vikan


Vikan - 23.05.1940, Qupperneq 11

Vikan - 23.05.1940, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 21, 1940 11 iiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii^ Vængir enoflanna. n ii111111111111111111111111111 Óícci SíjfruhbjjOK llllllllllllllllllll■ll■lllll■llll■llllllllllllllllllllllllllll■llm'^ Hálfloppin sat hún við gluggann, and- aði á hélaða rúðuna og starði ótta- slegin út í hinn myrka og þrönga heim. Frá því hún kom á fætur hafði hann í rauninni alltaf verið að þrengjast, eins og hann myndi þá og þegar sameinast hinu hvíta, flögrandi húmi. I morgun var him- ininn alsettur þungum, hreyfingarlausum skýjakláfum og daufgrá birta smó með naumindum gegnum örmjóa rauf yfir fjallinu. Engin sól reis í austri og engin geisli lék sér við ásana fyrir handan. Þetta var hvorki nótt né dagur, heldur annar- leg stilla, sem rann saman við ókennilegt og dularfullt landslag. Lausamjöllin fól hnullungana meðfram tröðunum, Undin hjá brunninum var miklu smærri en í gær og lækjarlænan sást ekki framar. Lengst niðri í slakkanum blánaði fyrir svellbólstr- um kringum stærstu dýin; að öðru leyti var mýrin hvít, ásarnir hvítir og fjallið hvítt. — Anna, hvíslaði ráðskonan. — Vittu af snældunni þeirri arna og stautaðu svo í stafrófskverinu þínu ... I fyrradag hefði litla stúlkan tafarlaust hlýtt þessari skipun, en núna hafði hún hvorki eirð í sér til að vinda af snældunni eða stauta í kverinu. Ýmist stiklaði hún um gólfið, hrædd og óróleg, eða sat í kuðung við gluggakarminn og virti fyrir sér him- inn og heim, — þungbúinn himinn og von- lausan heim. Hvar var sólin í dag og hvar var vorið? Þarna komu strjál snjókorn svífandi ofan úr skýjunum og féllu mjúk- lega niður á bæjarskaflinn. Svangir spörv- amir trítluðu á fönninni, von bráðar varð logndrífan þéttari og snjókornin höfðu hraðann á, eins og þau væru að metast um, hvert þeirra yrði fyrst til jarðarinnar. — Þegar leið á daginn týndist himinhvolf- ið. Það umbreyttist í iðandi mjallkóf, án upphafs og endis, fjallið hvarf, ásarnir hurfu — og loks grillti varla í lambakof- ann á túninu. Smám saman minnkaði ver- öldin og allar víðáttur urðu óverulegar, hin daufa birta þvarr óðum, eins og lag, sem dvínar út í ókunnum f jarska, en jafn- framt því lækkuðu þjáningarstunur gömlu konunnar. — Baðstofan var þiljuð í sundur. Fyrir inn- an, í skonsunni fyrir innan lá amma ein- sömul í rúminu sínu og enginn fékk að koma til hennar nema ráðskonan. Hún sagði, að amma væri að deyja, skrapp til hennar á klukkustundar fresti með soðið vatn og terpentínu — og lokaði á milli. Hún sagði, að amma þyrfti að deyja í friði, — enginn mætti trufla hana meðan hún væri að deyja. — Mig langar svo til að sjá vængina, sagði litlá stúlkan óviljandi. — Ha? Vængi? endurtók ráðskonan hranalega. Hvaða vængi? Litla stúlkan roðnaði og leit undan: — Það var ekkert, muldraði hún afsakandi og blés á rúðuna til þess að stækka heiminn — og til þess að forðast hið hvassa og spurula augnatillit. Hvað vissi ráðskonan um Paradís? Hvað vissi ráðskonan um hina furðulegu vængi englanna? Amma hafði sjálfsagt aldrei trúað henni fyrir þessu leyndarmáli fremur en öðrum leynd- armálum; en það var einu sinni í fyrra eða hitteðfyrra, að amma staulaðist niður að lindinni hjá brunninum til þess að þvo sokkaplöggin. Hún bar sokkaplöggin í rif- óttri tréskjólu og kreppti höndina um kilpinn, en litla stúlkan hoppaði berfætt við hlið hennar með hálfsprottið gras í munninum. Það var í júní. Mildur and- vari rann yfir túnið og sveigði hæstu puntstráin, fisléttir skýhnoðrar sigldu hægan um vorloftið, en á milli þeirra skein hinn blátæri, endanlegi geimur. Amma tók þvottaklappið af lindarhellunni, greip um fitina á einum sokkbolnum, beygði sig nið- ur og fór að þvo, en tvær brúnklukkur forðuðu sér inn í rótartæjurnar við bakk- ann. Öðru hverju lagði amma sokkinn á lindarhelluna og klappaði hann, en litla stúlkan göslaði áhyggjulaus út í mýrina. Það var margt að sjá og heyra. Lækjar- lænan sitraði í bugðum fram hjá þúfna- kollunum, gruggugt vatnið hríslaðist yfir slýið og glitraði í sólskininu, en báðu megin spruttu hófsóleyjar með gullnum krónum og dökkgrænum, safaríkum blöðk- um. Flugurnar suðuðu, hrossagaukurinn og mýrispýtan kváðust á, en ásarnir fyrir handan risu í hillingum eins og borgir á mynd. Alls staðar var kátína og gaman. Litla stúlkan hermdi eftir fuglunum eða dýfði fætinum niður í lækjarlænuna og buslaði í vatninu. Hún sleit upp hófsól- eyjar og stargresi, hún var hér um bil búin að tína sér í blómvönd, þegar hún kom auga á stærðar fiðrildi, sem silaðist áfram spölkorn frá henni. Þessu fiðrildi varð hún að ná. Hún fleygði hófsóleyj- unum, hljóp á eftir því og reyndi að, grípa það í lófana. Hún hnaut um þúfurnar, leir- inn slettist upp á pilsið hennar, en fiðrild- ið slapp alltaf og sveif í hægðum sínum yfir mýrinni á silfurgljáandi vængjum. Allt í einu var það horfið. Hún staðnæmdist, leit ringluð í kringum sig og kastaði mæð- inni, en fiðrildið skrautlega sást hvergi. Bíðum við . . . Hvað var nú þetta? Þarna stóð amma hjá lindinni, lágvaxin, renglu- leg og bogin. Hún hélt á sokk í annarri hendinni, en hinni brá hún fyrir augu sér og horfði beint upp í himininn. — Amma! kallaði telpan. — Hvað sérðu, amma? Gamla konan anzaði henni ekki, heldur hélt hún áfram að horfa beint upp í him- ininn eins og ekkert hefði 1 skorizt, unz litla stúlkan skokkaði til hennar og spurði forvitin: — Amma! Hvað sérðu, amma? Gamla konan hrökk við og leit á hana skelfdum, tindrandi augum. Hún riðaði til höfðinu og kinnfiskasogið andlitið minnti á lamaðan fugl, sem maður heldur á í greip sinni. — Hörmungarskelfing er að sjá þig, barn, tautaði hún fumandi. Af hverju ertu svona slettótt, rýjan mín? — Ég var bara að elta fiðrildi, svaraði telpan. En ég náði því ekki. — Ussbja, sagði gamla konan. Þú átt aldrei að elta fiðrildi. Ef maður kemur við þau, þá eru þau dáin. Hún ætlaði að taka til við þvottinn, en telpan sýndi enga vægð. — Hvað sástu? spurði hún. — Á hvað varstu að horfa? Gamla konan sneri sér seinlega í hálf- hring, eins og hún byggist við, að einhver stæði á hleri. Hún rýndi góða stund heim að bænum og fitlaði við gráa hárlýjuna, sem leitaði fram á ennið. — Hvað ég var að horfa á ? sagði hún ólíkindalega, ja, það var svo sem ekki merkilegt. En þrátt fyrir undanbrögðin, fól málrómurinn í sér ákveð- in fyrirheit og lumaði á einhverju óvana- legu. — Hvað var það, amma? spurði telpan. — Heyrðu, lambið mitt, sagði gamla konan. — Mér sýnist ekki betur en einhver sé að koma til okkar ... — Nei, það er enginn að koma til okkar, leiðrétti telpan. — Mér sýnist ekki betur en einhver standi þarna á hlaðinu ... — Nei, það stendur enginn á hlaðinu, sagði telpan. — Jæja, ég er víst orðin svona glám- skyggn, — og svipur ömmunnar gerbreytt- ist, eins og þungu fargi hefði létt af sál hennar. Hún rétti úr sér og benti upp í loftið skjálfandi hendi, sem var ólík öllum öðrum höndum. — Sjáðu, hvíslaði hún, þarna uppi, sjáðu, þarna langt uppi, þarna er Paradís ...

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.