Vikan


Vikan - 23.05.1940, Side 12

Vikan - 23.05.1940, Side 12
12 VIKAN, nr. 21, 1940 — Hvernig Paradís? — Þangað förum við, þegar við deyjum, sagði gamla konan hátíðlega. Þangað fór mamma þín, þegar hún dó — og þangað fer ég bráðum. — JEr þetta bláa Paradís ? — Nei, nei. Paradís er ofan við heið- ríkjuna, langt, langt í burtu. Við getum ekki séð sjálfa Paradís héðan frá lindinni, en við getum séð Paradís í draumi. — En hvemig veiztu þá, að hún er þarna? spurði telpan efablandin. — Ég veit það bara, sagði gamla konan með sannfæringarþunga. — Og ég vona, að guð lofi mér að koma þangað á sínum tíma, þó ég sé vond manneskja. Þá fæ ég að hitta mömmu þína, hún var svo góð og guð tók hana svo fljótt til sín, og núna er hún engill og flýgur með englunum. — Hvemig getur hún flogið? — Englarnir hafa allir vængi, svaraði gamla konan. — Em þeir eins og fuglar? — Ussbja! Hvað er að heyra til þín, barn! Þú ert of ung enn þá til að skilja það, en vængir englanna em mjúkir eins og ull og öðru vísi en allir aðrir vængir. Og englamir hafa slegið hár og bleika slaufu í hárinu. Ég hefi einu sinni séð það á mynd. Og þegar ég er dáin, fæ ég vængi og flýg til Paradísar. — Amma! Hver lætur þig fá vængina? spurði telpan. — Guð. Gamla konan leit enn í kringum sig til, þess að ganga úr skugga um, hvort nokk- ur stæði á hleri; síðan beygði hún sig yfir lindina og fór að skola sokkinn. En litla stúlkan gat ekki hætt að hugsa um engl- ana og hina ótrúlegu vængi þeirra. Móðir hennar dó, þegar hún var nýorðin þriggja ára, og ljúf minning um hægláta konu með bláröndótta svuntu, sveimaði stundum um vitund hennar. Það gat vel skeð, að mamma hefði núna þessa ævintýralegu vængi, en hitt var miklu ósennilegra, að amma fengi hjá guði einmitt sams konar vængi og mamma. Ef hún fengi einhvem tíma vængi, þá hlutu þeir að vera venju- legir vængir, eins og vængir hrossagauks- ins eða vængir heiðlóunnar. Hún sagði: — Þú ert alltaf að skola sama sokkinn, amma. — Æ, ég var búin að gleyma því, sagði gamla konan utan við sig og fálmaði eftir óhreinum sokk úr tréskjólunni. — Hvernig er Paradís? spurði telpan. — Það er alltaf sólskin í Paradís og alla- vega blóm, svaraði gamla konan. Englam- ir blása í lúðra, eins og pósturinn. Ég hefi einu sinni séð það á jólakorti ... Þeir syngja allan daginn og alla nóttina. Eng- inn bannar þeim að syngja og enginn skip- ar þeim að syngja, heldur blása þeir í lúðr- ana og fara með sálma og lofsöngva, af því þeir eru sælir — og af því þeim líður vel. Hún tók sér stutta málhvíld, strauk hær- urnar frá enninu og kipraði hvarmana, því að augu hennar þoldu varla hina vorbjörtu geisla. — 1 Paradís er engin ráðskona nema María mey, sagði hún. Þar er ekkert basl, enginn snuprar mann og enginn skip- ar manni að halda áfram að prjóna, þegar maður er þreyttur eða syf jaður. — Amma, sagði telpan. Geta englarnir prjónað líka, þegar þeir syngja og blása í lúðrana? Gamla konan varð ofurlítið kindarleg á svipinn og sló út í aðra sálma. — 1 Paradís er maður aldrei blautur og kaldur, sagði hún. — Þar er enginn vetur, enginn snjór og engin rigning. Nóttin er björt eins og um Jónsmessu, og skórnir manns verða ekki að rosabullum, þó mað- ur gangi í dögginni á kvöldin. — En eru nokkrir bæir þar? — Já, það er ég viss um, svaraði hún. — En þar er ekki gisbýlt eins og hérna, og enginn kritur á milli bæjanna, heldur reyna allir að hjálpa öllum. Þar er engin hreppsnefnd og ekkert útsvar, allir hafa nóg að borða og allir eru góðir og skikkan- legir. — Engjar og tún? Jú, það var nú annað hvort, að engjar og tún væru í Paradís! Engjarnar voru miklar og þurrar, hvítar af fífu og angandi af mjaðarjurt. Þar leyndust engar ílegur eða fen og keldur. Og túnin! Herra minn trúr! Þau voru ekki eintómt kargaþýfi, eins og héma, heldur rennislétt og breið, vaxin síbreiðugrasi, vallhumal, hrafnaklukku og smára. En það var enginn heyskapur í Paradís, því að búsmalinn gekk sjálfala árið um kring. Sauðféð dreifði sér um skóglendið og lambamóðirin lónaði í skjólsælum módokk- um innan um smjörvíði og Jakobsfífla. Hestamir héldu sig ævinlega hjá lygnum tjörnum með kafloðnum bökkum, en kýrn- ar spígsporuðu eins og heimspekingar um engi og tún. Og blessuðu ungviðinu var aldrei slátrað: skepnurnar lifðu sér í frið- sæld og ró, engin ránshönd hrifsaði burt afkvæmin og enginn gammur hnitaði flug- ið yfir þeim. — Amma, sagði telpan. — Fá englamir nokkum tíma púðursykur? Þetta var erfið spurning og vandasöm, enda þurfti gamla konan að hugleiða hana stundarkorn áður en hún svaraði. Sann- ast að segja hélt hún,-að englarnir nærð- ust einkum á oblátum og himnesku brauði, en ef þeim langaði í púðursykur, þá fengu þeir vitanlega púðursykur. Og enginn kaupmaður vigtaði hann handa þeim í bréf- poka, heldur fengu þeir eins mikinn púður- sykur og þeir kærðu sig um. — En fá þeir nokkum tíma gráfíkjur og kringlur? spurði telpan, því að faðir hennar var vanur að koma með gráfíkjur og kringlur, þegar hann hafði farið með ullina í kaupstaðinn. Þetta var einnig óþægileg spurning og krafðist yfirvegunar, en niðurstaðan varð sú, að vafalaust fengu englarnir svolítinn glaðning af gráfíkjum, en ekki mikið, því að stundum felast skæðir ormar innan í gráfíkjum. Aftur á móti fengu þeir ótak- markaðar kringlur, laufabrauð og pönnu- kökur, því að það er hátíð í Paradís allt árið. — Kannski mér missýnist, sagði hún, — eða stendur ekki einhver úti á hlaðinu heima? — Nei, amma. Það er enginn úti á hlaði, sagði telpan. — Jæja, lambið mitt. Manstu eftir gestinum, sem kom hingað í haust? Manstu hvað hann gaf okkur, þegar hann fór? — Já, hann gaf okkur epli, sagði telpan. — Já, hann gaf okkur fjögur epli,. endurtók gamla konan íbyggin. Og manstu hvað þau vom góð á bragðið? I Paradís vaxa bæði epli og rúsínur, ég hefi einu sinni lesið um það í bók .. . — Amma! Hvemig getur Paradís toll- að svona hátt uppi í loftinu? Af hverju dettur hún ekki niður til okkar? — Af því — af því guð lætur Paradís vera langt í burtu, eins og hann lætur sól- ina og tunglið vera uppi á festingunni — og stjömumar. — Amma, sagði telpan. — Getum við ekki farið þangað strax? Gamla konan hristi höfuðið: — Nei, guð einn ræður því, hvenær við fáum að koma þangað, sagði hún — Ef við gemm ekkert á hluta náungans og hlustum ávallt á rödd samvizkunnar, þá tekur guð okkur til sín, þegar við deyjum . .. Dauðinn ? Hvað var dauðinn? Litla stúlkan hafði myndað sér þá skoðun, að dauðinn táknaði eitthvað voðalegt: ef fullorðna fólkið minntist á hann, urðu.alhr hljóðir og alvarlegir. En hins vegar varð amma bljúg og klökk, þegar hún talaði um dauðann, eins og hann væri vinur hennar, sem hún hefði þekkt lengi. — Amma, sagði hún, — sokkurinn er orðin tandurhreinn. — Ja, nú er lagið á mér, sagði gamla konan vandræðalega og tók síðasta sokk- inn úr tréskjólunni. Svo átti hún aðeins eftir fáeina barða. — Amma, sagði telpan. — Hvernig er að deyja? I þriðja sinni leit gamla konan tortrygg- in í kringum sig, en það stóð enginn á hleri, það var enginn nálægur nema brummandi randafluga, sem þaut á milli blómanna og drakk hunang. — Ég veit ekki, hvernig dauðinn er, sagði hún lágt, — en ég hugsa, að við líðum út af í söng og ekkert ami að okkur framar. Einu sinni heyrði ég undur og skelfing fallega tóna í draumi, eins og spil- að væri á hundrað orgel í kirkju. Ég heyrði líka svo þýðan söng, að ég gleymi honum aldrei. Og ég hugsa, að ég heyri það aftur, þegar ég dey. Gg þeir, sem eru gamlir og þreyttir, óttast ekki dauðann. Sumir bíða allt lífið eftir dauðanum. Síðan þagði hún lengi og lauk við að vinda úr börðunum. En þegar því var lok- ið, fór hún ekki strax heimleiðis, heldur tyllti hún sér í brekkunni hjá tréskjól- unni, — og bærði varirnar, eins og hún væri að biðjast fyrir í hljóði. Sólin skein á andlit hennar, hrukkótt og magurt, sólin

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.