Vikan - 28.11.1940, Qupperneq 1
Hetja við stýrið.
Marta vildi ekki giftast sjómanni, en saga Larrys
stýrimanns hafði mikil áhrif á hana.
)y\
" " J& '
Larry kom gangandi neðan af hafnar-
bakka. Það logaði á götuljóskerun-
um. Birtan frá einu þeirra varpaði
ljósi yfir ungt, svipmikið andlit og alvöru-
gefið. Hann var þriðji stýrimaður á skipi,
sem var nýkomið í höfn og hafði haft með-
ferðis ellefu skipsbrotsnienn.
Hann gekk hröðum skrefum eftir krók-
óttum götum hafnarhverfisins og inn í eitt
húsið og hringdi þar dyrabjöllu. Nokkur
augnablik beið hann í eftirvæntingu. Dyrn-
ar opnuðust og í gættinni stóð ung stúlka
og ljósið að innan varpaði birtu á þennan
myndarlega mann. Ósjálfrátt gekk stúlk-
an nokkur fótmál á móti honum, en nam
skyndilega staðar.
„Larry,“ sagði hún lágt og í geðshrær-
ingu. „Ert það þú?“
,,Þú hefir grátið,“ sagði hann. Hún hristi
höfuðið. „Nei ...,“ munnvik hennar skulfu
lítið eitt. „Ég skrifaði þér, að þú mættir
ekki koma, Larry.“
„Ég þarf að segja þér dálítið, Marta.“
„Við erum búin að tala út um það . . .
þú.“
Hann hristi sorgbitinn höfuðið. „Má ég
koma innfyrir?“ Hann skáskaut sér fram-
hjá henni. Nokkur augnablik stóð hann
úti við gluggann og sneri baki að stúlk-
unni. Þegar hann gekk frá glugganum, sat
hún á legubekknum og horfði á hann.
Larry hugsaði um, hve beinvaxin hún var
og röskleg. Hún bar höfuðið hátt og það
var bersýnilegt, að hún gerði það, sem
hún gat til þess að láta ekki tilfinningár
sýnar sjást í skíru, gráleitu augunum.
Hann brosti aftur til hennar og þetta bros
hafði mikil áhrif á hana. Hún fekk ákaf-
an hjartslátt. „Þú ert svo þreytulegur,
Larry,“ sagði hún. Hann svaraði því engu,
en benti á blað, sem lá á borðinu. „Ertu
búin að lesa um þetta?“ spurði hann.
„Já, auðvitað.“ Og aftur varð þögn, sem :
er svo óheillavænleg milli tveggja mann-
eskja, sem eru' í mikílli geðshræringu.
„Larry, hvers vegna komstu? Ég var bú-
" ' t''v.Y' Framhald á bls. 13; - ' \