Vikan


Vikan - 28.11.1940, Blaðsíða 13

Vikan - 28.11.1940, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 48, 1940 13 Hetja við stýrið. Framhald af forsíðu. in að segja þér, að það væri til einskis gagns. Þú gerir þetta svo miklu erfiðara fyrir okkur bæði. Við getum ekki haldið áfram að kveðjast í hvert skipti, sem þú ert í höfn. Ég þoli það ekki lengur, Larry! Ég þoli það alls ekki.“ „Gallinn er einmitt sá, Marta, að við kveðjumst í stað þess að heilsast. Þú hefir grátið, af því að þú vissir, að skipið var komið og þú hafðir beðið mig um, að koma aldrei til þín framar. En þetta á ekki svona að vera. Þú veizt það, Marta, að þú vilt í rauninni engan annan en mig og ég vil enga nema þig. Þú segist ekki vilja gift- ast sjómanni. En þú getur ekki streizt til lengdar á móti því. Við þurfum ekki annað en horfa hvort á annað til þess að vita, hvernig ástatt er fyrir okkur. Það þýðir ekki að loka augunum fyrir sannleikanum. Þú hlýtur að sætta þið við þetta hlutskipti og reyna að gera þér það eins þolanlegt og mögulegt er.“ Hann brosti aftur. Marta hafði þrýst annarri hendinni að brjóstinu, en lét hana nú falla í kjöltu sína. „Við höfum áður talað saman um allt þetta, Larry. Maðurinn, sem ég giftist, verður að vera hjá mér. Ég lít þessum augum á hjónabandið. Ég vil ekki, að mað- urinn minn sé þúsundir mílna í burtu frá mér.“ Það lá við, að rödd hennar brysti. Hún benti á blaðið á borðinu. „Ég vil ekki, að það fari á þennan hátt. Jafnvel þótt hann væri hetja, eins og . . .“ „Hetja?“ Larry brosti. „Við komum ekki heim með hetjuna. Ég kom til þess að segja þér söguna af henni, Marta. Ég ætla að gera það, af því að ég elska þig heitt. Ég hefi ekki neinar sérstakar skoð- anir á hjónabandinu. Ég veit bara, hve vænt mér þykir um þig. Það er mér allt. Ég ætla nú að segja þér sanna sögu, og ég hefi ákveðnar skoðanir í sambandi við hana. En svo er eftir að vita, hvernig þú, lítur á það mál.“ Og nú sagði hann frá því, sem blöðin minntust ekki á í sambandi við hina fræki- legu björgun: „Skipstjórinn þekkti hann. Annars hefði hann aldrei ráðið þennan gamla fausk í Shanghai. Hann var ekkert frábrugðinn þeim hundruðum mannaumingja, sem mað- ur sér á þessum slóðum, nema að því leyti, að hann var með þau fegurstu augu, er ég hefi séð. Þau voru blá og minntu á Kyrrahafið, þegar veður er þar sérstak- lega gott. Hann sagði við skipstjórann, að hann vildi komast heim. Hvað hann átti við með „heim“, það má guð vita. En hann var góður sjómaður og það vissi skipstjór- inn og þannig stóð á því, að hann kom um borð í M a 1 i k o daginn áður en við' létum úr höfn. Kvöldið áður sá ég hann í fyrsta skipti. Hann var mjög herðabreiður og grár fyrir hærum. Það er varastýri aftast á Maliko og gamall áttaviti fyrir framan það. Tæki þessi eru einungis til að nota í nauðum. Hann stóð við þetta stýri, dauðadrukkinn og áhöfnin gerði gys að honum. Skipið lá bundið við hafnarbakkann, en Bill Storm- ling þóttist vera að stýra. Það hlógu allir að honum, þangað til skipstjórinn kom og spurði, hvað um væri að vera. En Coates skipstjóri hló ekki. Hann gekk til Bills Stormling og tók við stýrinu, eins og hann væri að leysa hann af vaktinni. Gamli maðurinn sagði honum til um stefnuna og fór svo og tók á sig náðir. Við vorum allir hissa á þessu og vél- stjórinn spurði skipstjórann, hvort hann þekkti vel þennan náunga. „Já, Stormling skipstjóra þekkti ég mjög vel fyrir rúmum tuttugu árum. En hann kannast ekki við mig lengur. Ég hefi lært mikið af honum og hann var velmet- inn skipstjóri á sinni tíð. Skipið hans hét Malabee. Ágætt skip í alla staði. Hann missti skipstjóraréttindi fyrir tuttugu ár- um. Hann sigldi skipinu í strand í blíð- skaparveðri. Það þótti í þá daga stór- hneyksli. En áður var hann búinn að missa^ konuna. Hún skildi við hann, af því að hún vildi ekki vera gift sjómanni, sem ekki var heima nema með höppum og glöppum. Hún hafði verið fögur kona. Hún var það dýrmætasta, sem hann átti og hann tók sér þetta mjög nærri. Svo sigldi hann skipinu í strand á heiðskírri blíðveðurs- nótt. Það eyðilagðist og fjórir menn drukknuðu. Við yfirheyrslur var hann spurður, hvernig á þessu gæti staðið. Hann svaraði aðeins: „Ég var að hugsa um annað.“ Já, svona fór það og síðan hefir hann flækzt um sem háseti. Mér fannst ég ekki geta annað en tekið við honum. Hann sagðist vilja komast heim, en hvað hann á við með því, það veit ég ekki.“ Morguninn eftir létum við úr höfn. Við fundum fljótt, að þetta ætlaði að verða erfið ferð. I norðanverðu Kyrrahafinu var sjórinn orðinn svo ýfður, að menn og skip virtust finna, að óveður var í aðsígi. Bill Stormling var ekki hlessa á tíðinni. Við vorum saman á vakt. Ég hefi aldrei kynnzt geðprúðari manni. Því verra sem veðrið var, því betur virtist honum líða. Það var ef til vill af því að hann vissi, að hvorki sjór eða stormur gæti unnið hon- um mein framar. Hann átti ekkert til að tapa. Svo var það, að ég kom auga á neyðar- merkið. Það var engum vafa bundið, að því hafði verið skotið frá skipi í sjávarháska. Ég kallaði á skipstjórann og við fylgdumst með merkjunum og síðan var stefnunni breytt og haldið þangað, sem við bjugg- umst við, að skipið væri. En nú var vind- urinn beint á móti, og veðrið óskaplegt. Loks komum við auga á skútu með brotin siglutré. Það var tunglsljós og við sáum vesalings mennina, en þeir höfðu bundið sig. Engan tíma mátti missa. Það var ekki hægt að bíða eftir því, að storminn lægði. Skipstjórinn valdi menn til að fara í bát- Gunna: Hvað er að þér, pabbi. Því ertu svona vondur? Brandur: Er ekki von að ég sé vondur? Ég var næstum búinn að veiða þann stærsta fisk, sem ég hefi nókkurn tíma séð. Maggi og Raggi Brandur: En hann slapp, bannsettur! Ég er viss um, að hann hefir verið nærri því tonn á þyngd. Magg'i: Kærðu þig' ekki um það, Brandur. Það er nóg af stórum fiskum í sjónum. Komdu og reyndu aftur. Brandur: Nei, ég renni aldrei færi framar! Maggi: Ekki dugir að gefast upp. — Hvar er veiðistöngin þín? Brandur: Það er nú einmitt það, sem aö er! Bannsettur fiskurinn gleypti hana!

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.