Vikan - 28.11.1940, Page 4
4
VIKAN, nr. 48, 1940
arljós, hafa árum saman verið að reyna
að koma mér í skilning um, að þessi heila-
brot um ,,Guð“, þessi eltingarleikur við
hans ,,orð“, þessi hörundssári næmleiki
fyrir hans ,,vilja“, sé hið háskalegasta
glapræði, vegna þess að á meðan mann-
veran gónir eftir vafasömum stjörnu-
merkjum himnaviljans, syndir lúðan hjá
og lambaketið ónýtist og mannkynsgörnin
gaular og hungurganga mannkynsins
lendir í hrakföllum og happaleysi. Maður,
líttu þér nær! Horfðu ofan í sjóinn, gættu
að sauðnum í haganum og minnstu ekki á
himininn og hans innbyggjara! Og þegar
lúðan er innbyrt og sauðnum hefir verið
slátrað, þá geturðu sezt í dulspakar líkams-
stellingar, tamið þér góðleik með því að
horfa á naflann á þér og loks í fyllingu
hinnar æðstu skynjunar sagt: „Guð er ekki
góður. Ég er góður.“
*
Svefnrofsskynjun þessa undarlega dags
fálmar sig eftir dularfullum þráðum inn í
einhverja framtíð, þræðirnir skýrast fyrir
skyggnivitund annarlegs ástands, ég gríp
eftir þeim og þekki aftur einhverja hug-
myndaþræði úr heilaspuna samtíðarinnar,
þeir nálgast hver annan, tengjast, spinn-
ast saman í einn mikinn og ferlegan örlaga-
þráð: Ringlað, glapið og áttavilt manns-
barn rennir augunum ofan úr hvolfinu, frá
hinum starandi stjörnum, sem það hafði
dirfst að horfa á, þegar það rétti úr sér
óg þurrkaði svitann, frá þessum fjarlægu
táknum, sem einu sinni vöktu grun um
geimtignina og stundum var horft á eins
og torráðið, já órætt myndletur, sem þó
var skráð með voldugum fingri og heilagri
hönd, sömu höndinni, sem barnsskynjun
mannverunnar fannst vilja leiða hana eft-
ir ákveðnum leiðarmerkjum upp frá duft-
inu og inn til ljóssins — áður en því var
slegið föstu með vísindalegum myndug-
leik, að hinn æðsti veruleiki sé „ekki per-
sónuleiki“ og að það sé „óréttmætt að
eigna honum siðgæðiseiginleika". Ringlað,
glapið og áttavillt mannsbarn hvarflar
stefnulausum augum niður til naflans, fær
hrollkippi í herðarnar og missir tökin á
hinum réttu stellingum, eins og í ráðalaus-
um hryllingi yfir því, að „mannlífsheimur
vor er samsettur af óendanlegum runum
af hringavitleysum“, — svo „neyðarlega
einfalt“, sem þetta kann að vera —, eins
og í nístandi angist yfir því, að hinn
„æðsti veruleiki“ skuli vera orðalaust og
viljalaust tómið, sviplaus markleysa, mein-
ingarlaus nafnleysa, persónulaust tóma-
gímald, tengslalaust með öllu við grát og
gleði, synd og sakleysi, glötun og hjálp-
ræði, líf og dauða mannsbarnsins. Manns-
barnið svimar, riðar, fellur og finnur duftið
fyrir vitunum, eins og ferfættir forfeður
þess í óteljandi ættliðu. Letur duftsins er
auðráðið, bein skírskotun til hinna frum-
stæðustu skynfæra, ilmur af lúðuoglamba-
keti, mettandi staðreyndir, ópersónulegt
svar við persónulegri þörf, sem opinberar
allt, sem vita þarf, svarar öllu, sem spyrja
þarf, fullnægir þessum nýja ferfætlingi,
eins og töðumeisinn básbúanum, felur í sér
sannleikann, lífið um tíma og eilífð —
matinn. Og þar sem þessi ferfætti ný-
skapnaður þembir gúlana í fullsælu sinn-
ar kviðskynjunar, kveður við tryllings-
hlátur neðan úr undirdjúpunum, sem verð-
ur að kosmiskum djöflagangi og yfirgnæf-
ir grátekkann, sem heyrðist fyrir handan
vetrarbrautirnar.
Martröð um miðjan dag. Er ég sjálfur
kominn á fjóra fætur? Nóvember 1940.
Tegundin homo sapiens1 er enn ekki liðin
undir lok. Þvert á móti, hún er á fram-
faraskeiði, lúðan stígur, lambaketið hækk-
ar og Aldous Huxley lýsir upp skamm-
degisrökkur þessarar ljósvana þjóðar.
Skynsemin er meir og meir að yfirbuga
óljóst hugboð, þokuórar himnadraum-
anna að hörfa fyrir skýru máli hinna dóm-
bæru dagfinna mannkynsins. Sterkar
greipar „hygginna hugsjónamanna" hafa
náð öruggu steinbítstaki á milljónum
mannvera og forsjónin hefir flutt búferl-
um til Kreml og Berchtesgaden — með úti-
bú í Palazzo Venezia. Var einhver að segja
að greiparnar væru kaldar og þvalar? Var
einhver að segja, að forsjónin væri ötuð í
púðurólyfjan og stöm af blóði? Grafar-
rödd dauðrar kynslóðar, heilasýki horfinn-
ar aldar!
Sprengja? Hvers vegna? Hvaðan úr
fjandanum? Sport! Réttlæti! Nemesis!
kveður við frá bústöðum forsjónarinnar
úr þremur hornum álfunnar. Og hví skyld-
um við ekki svara: Þitt orð er lampi fóta
minna og ljós á vegum mínum!
*
Fjarlæg, tóm, lokuð og ljóslaus kirkja
með bergmál bronsaldarmálæðis og villi-
mannlegrar heimsku í fornum, gisnum
veggjunum, sem villuráfandi fáráðar
fornra tíma kölluðu heilaga lexíu og Guðs
orð fyrir munn spámannsins Mika: Hann
hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og
hvað heimtar Drottinn annað af þér en að
gjöra rétt, ástunda kærleika og framganga
í lítillæti fyrir Guði þínum. Hið heilaga
Guðs orð, sem tilheyrir þessum drottins-
1 homo sapiens: tegundarheiti mannsins, þ. e.
viti gædd mannvera.
degi, sem er tuttugasti og sjötti sunnudag-
ur eftir Trinitatis: Ég vegsama þig, faðir,
herra himins og jarðar, að þú hefir hulið
þetta fyrir spekingum og hyggindamönn-
um og opinberað það smælingjum. Komið
til mín. Takið á yður mitt ok og lærið af
mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítil-
látur og þá skuluð þér finna sálum yðar
hvíld.
Lærið af mér — og hann, sem ekki gaf
neinn gaum að kynferðismálum!
Eru gisnar þiljur yfirgefins musteris að
ganga úr skorðum ? Eða hriktir svona stór-
kostlega í mannlífsheiminum með öllum
sínum hringavitleysum ? Eða var það. að-
eins sprengja, sem hlamsaðist ofan í Elbu,
eða blásinn vindbelgur, sem sprakk suður
í London? Lausleg skynjun undir væng á
sundurleitum, hávaðasömum fyrirbrigðum,
sem eru utangarna við veruleikann sjálf-
an — röddina, rödd Nazareans, sem yfir-
gnæfir allt, eins og hin dýpsta kyrrð,
öræfakyrrðin, svelgir fallhljóð bergdrop-
ans eða fjaðraþyt fuglsins á flótta, eða
mín eigin hjartaslög: Allt, sem þér viljið
að aðrir menn geri yður, það skuluð þér
og þeim gera. — Svo framarlega sem þér
hafið gert þetta einum þessara minna
minnstu bræðra, þá hafið þér gert mér
það. — Þetta er mitt boðorð, að þér elskið
hver annan eins og ég hefi elskað yður. —
Mannssonurinn er kominn til að leita að
hinu týnda og frelsa það. — Svo elskaði
Guð heiminn. — Hjarta yðar skelfist ekki.
Trúið á Guð og trúið á mig. — Frið læt
ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður.
Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.
Hver, sem er sannleikans megin, heyrir
mína rödd. — Ég er ljós heimsins, hver
sem fylgir mér, mun ekki gangá í myrkr-
inu, heldur hafa ljós lífsins.
Ljós! Ljós!
Mjúkt og kyrrt en máttugt öldusog ber
mig inn í vitund dagsins, ljós á altari, sem
blaktir fyrir köldum haustsúgi, en slokkn-
ar ekki, lítið stef, beðið ofan í koddann í
bernsku, þorsti og svölun fullorðinsár-
anna:
Ljósið þitt lýsi mér,
lifandi Jesús minn!
Áttræð bóndakona
verður fræg fyrir
málverk sín.
Fyrir þrettán árum dó Thomas
Salomon Moses, bóndi í New
York-ríki, og- lét ekkju sinni,
Anna Mary Robertson Moses,
eftir 187 ekrur lands. Til þess
að hvila sig frá erfiðisvinnunni
tók hún upp á því að mála í
frístundum sínum myndir af
landslagi því, sem hún hefir
haft fyrir augum í meira en
hálfa öld og hefir þetta gert
hana fræga á gamals aldri.