Vikan - 28.11.1940, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 48, 1940
3
Séra Sigurbjörn Einarsson:
HAUSTH
ROLLUR.
Qrein pessi eftir sr. Sigurbjörn Einarsson er haust-
hugleiðingar orðnar til meðfram í sambandi við lestur
bókarinnar „Markmið og leiðir“ eftir Aldous Huxley
Sunnudagur í nóvember, auðvitað eins
sunnulaus og nokkur dagur getur
verið. Birta þessarar dagsstundar í
skammdeginu er ekki dagsbirta, ekki sólar-
birta, heldur grár fölvi, flöktandi flótta-
skíma í faðmlögum við snjóþykknið og
fjúkflyksurnar í loftinu og bleikan dauða-
litinn á jörðinni. Ljóslaus dagur eftir
ianga, gíórulausa nótt — tunglið faldist
bak við margfalt þykknið — sunnulaus
skuggadagur, sem aðeins eykur ljósþorst-
ann. Ljósþorstann ? Hver hefir kvartað um
ljósþorsta? Hvort endist ekki skíma þess-
ara drungadaga til rökkurstarfanna,
hvort munu myrkraverkin í hráslagahúmi
hinna löngu nátta hrópa á ljós?
Og þó var þetta að vefjast fyrir vitund
minni, einsog einhver hefði kallað langt í
burtu, langt utan úr svartnætti eða neðan
úr undirdjúpum, kallað og beðið um ljós,
andvarpað eins og deyjandi skáldið í Weim-
ar fyrir 108 árum: „Ljós, meira ljós!“
ímyndun! Fálm í flöktskini nóvember-
dagsins! Eða var það að hringsóla í vit-
und minni, að það er ekki kveikt á altar-
inu í litlu kirkjunni minni í dag ? Ljóslaust
altari á sunnudegi — og ég, sem átti að
árétta táknmál altarisljósanna, skýla þeim
fyrir gustinum inn um veggjarifur hins
hrörlega helgidóms, vekja ljósþorsta, svala
ljósþorsta — ég er á marklausu ferða-
lagi í sunnuleysi þessa drottinsdags.
Ljósþorsti, altarisljós — jú, ljósin loga
á öltörum margra kirkna í dag, þyrstar
sálir svalast við boðskap dagsins, 26.
sunnudagsins eftir Trinitatis: Á þeim tíma
tók Jesús til máls og sagði: Ég vegsama
þig, faðir, herra himins og jarðar ....
Allt er mér falið af föður mínum.........
Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og
þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður
hvíld. -----
Sagði ég „margar kirkjur“, var ég að
tala um þyrstar sálir? Er mér að förlast
raunsæið í villiskímu þessarar dagsglóru?
Læt ég mér til hugar koma, að það skipti
nútímann neinu, þótt Jesús hafi tekið
til máls „á þeim tíma“, þessum fjarlæga,
óupplýsta, þekkingarsnauða, kyrrstæða,
hjátrúarringlaða fornaldartíma, þegar
menn vissu ekki einu sinni, að jörðin snýst,
urðu að notast við árar, segl, asna og
úlfalda í stað gufuvélar og benzínhreyfils,
voru örsneyddir þeim vef skilningsins, því
kerfi hugtakasambandanna, sem „tengir
frumeindina við stjörnuþokuna og hvort-
tveggja við morgunverðinn" og — (ef ég
mætti halda áfram) — hestageldingar við
úldinn garnmör austur í Vík og hvort-
tveggja við skriffinnsku suður í London,
kjaftaskúm við kenningar Búddha og
hvorttveggja við salernið,------á þeim
tíma, nítján öldum áður en framþróunnátt-
úrunnar óx fram og upp til heilans í
Aldous Huxley, nítján öldum áður en
skilningsþroski Islendinga var orðinn sam-
boðinn andagipt hans?
Fávísa fortíð, blindu, vegvilltu kynslóð-
ir horfinna daga! Hefir ykkur þyrst eftir
orðum hans, þessa manns frá Nazaret, þar
sem það er þó upplýst, að hann „gaf ná-
lega engan gaum að stjórnmálum, fjár-
hagsmálum og kynferðismálum“ ? Gæfu-
sama, upplýsta nútíð! Þú, sem hefir eign-
ast hina fullkomnu sjáendur, sem gaum
gefa þetta allt saman og margfalt miklu
fleira, sem kafa til botns í hverri botn-
leysu, varpa í skaut þér hinni hjálplegu
lausn á öllum viðfangsefnum — stjórn-
málum, fjárhagsmálum, kynferðismálum,
svo ekki sé minnst á heimspeki, list, tón-
list eða vísindi. Altarisljós! Lýsir ekki
tendruð þrístika æðri menningar yfir leið-
ir þínar að mikilfenglegu markmiði?
Þorsti! Hefir ekki höfugur ávöxtur hug-
sjónaskilnings og dýrar veigar hugsjóna-
framkvæmda borist þér að vörum?
Guðs orð?! „Bronsaldarbókmenntir,
forðabúr villimannlegrar heimsku“ — þar
sem hægt var að finna réttlætingu allra
hugsanlegra glæpa.
Jesús?! „Samvizkusamleg dýrkun og
eftirlíking persónu Jesú hefir helzt til oft
leitt alvarlega kristna menn til þeirrar
háskalegu hneigðar að fyrirlíta listaverk
og lieimspekilega hugsun, óvirða rannsókn-
aranda, forðast allar framsýnar og víðtæk-
ar aðgerðir í stjórnmálum og f járhagsmál-
um og telja sér heimilt að láta í ljós reiði“
— og þar með hefir hann verið afgreiddur,
það er ljóst, hvernig á því stendur, að
heimurinn er ekki lengra kominn en raun
er á.
Nei, litli klerkur, ekki þarftu að líða önn
fyrir þína mannlausu, lokuðu kirkju, þitt
ljóslausa altari! „Hið heilaga Guðs orð,
sem tilheyrir þessum drottins degi“ — villi-
mennska og bronsaldarbókmenntir, segir
myndug rödd utan úr stórum, voldugum
og hamingjusömum heimi. Og þessi stóri,
voldugi og hamingjusami heimur hefir ekki
aðeins tendrað hinn líttloganda hörkveik
í þrístiku íslenzkrar menningar með leift-
urljósi eins hins glæstasta anda síns, hann
hefir skyndilega margfaldað verðmæti ís-
lenzks matar, svo að hvert meðallamb
leggur sig á fjörutíu krónur eða meir og
einn lúðubleðill er níutíu króna virði á
bryggju. Ég veit ekki, hvort þetta á held-
ur að teljast markmið eða leið, en það
kemur yfir mig eins og vitrun í skyggn-
um dásvefni eða annarlegu svefnrofs-
ástandi, að armur Islendingur lifir ekki á
Guðs orði, heldur á lúðu og lambaketi —
nei, lifir á því að framleiða lúðu og lamba-
ket handa einhverjum, sem þurfa að lifa,
a. m. k. fram til næstu nætur, til næstu
vel heppnuðu loftárásar einhverra, sem
líka þurfa að lifa, einhverra, sem líklega
eru vaxnir frá því að finna réttlætingu
glæpa sinna og heimsku í „þessu forða-
búri villimannlegrar heimsku", Gamla
testamentinu, glæpur og heimska ef til vill
ekki til lengur á þeirra tilverustigi, ein-
hverra, sem fáfræði Nazareans ekki háir
lengur.
Guðs orð?! Var verið að tala um það?
Hefir hann beðið um orðið? Hefir nokkur
kvatt hann til þess að leggja orð í belg?
Eigum við ekki verðmæta lúðu uppi í lands-
steinum og fyrsta flokks lambaket, spað-
brytjað og í heilum skrokkum og svo
Aldous Huxley og geislandi andagipt hans
í nærri hverri íslenzkri baðstofu, eins og
sjóð íslenzkrar menningar á vöxtum í
fimmtíu þúsund hjörtum þrettán þúsund
heimila?
Guðs orð ?! Stafar ekki öll ógæfa mann-
kynsins af dýrkun persónulegs Guðs? Guð
talar ekki, því hann er ekki persónulegur
og persónulaust, viljalaust og innihalds-
laust nafn talar ekki. Það er ekki aðeins
fávizka, bjánaháttur og markleysa að tala
um Guðs orð, samkvæmt nýjustu, óhagg-
anlegustu niðurstöðum, það er glæpsam-
legt. Og ég, sem er að fá skerptan álykt-
unarhæfileika við lestur gagnsamlegra
bókmennta, sem ég fæ gefins, ég sé, að það
verður lúðan og lambaketið, sem skiptir
máli, en ekki hrörlegt, gisið musteri með
heilagri lexíu einhvers drottinsdags, því að
lúðan og lambaketið eru ópersónulegar
staðreyndir, persónulaust kapital, með
persónulegri skírskotun til hjartans, —
nei, fyrirgefið, magans. Og ég fer, vegna
þeirrar brýningar á skilningnum, sem ég
hefi fengið án útgjalda, að sjá í nýju ljósi
það, sem vitmenn og gáfnamenn, „hyggn-
ir hugsjónamenn“, mannvinir og menning-