Vikan


Vikan - 16.01.1941, Síða 3

Vikan - 16.01.1941, Síða 3
VIKAN, nr. 3, 1941 3 Kreppa skapar list Framh. af fyrstu síðu. starfi þessara atvinnubótanefndar að þakka. Að því kom, að arkitektamir og listamennimir unnu saman í fullu bróðerni. Veggmálverkin er gömui listartegund, ef til vill sú elzta, sem menn þekkja. Hellis- búar fornaldarinnar fengust við að gera þau og sama er jafnvel að segja um frum- stæðustu þjóðir nú á tímum. En annars hafa þau breytzt eftir þróun menningar- innar. Þjóðfélagslífið, pólitísk átök og saga þjóðanna speglast í veggmálverkunum, en oftast á táknrænan hátt. Á ferðum um Bandaríkin sér maður næstum í hverri borg meira eða minna af veggmálverkum, sem sýna daglegt líf nútímans. Þau eru ekki öll mikil listaverk, en mörg þeirra eru það, og munu skipa virðulegan sess í lista- sögunni. 1 New York skreyta veggmálverkin spítala og skóla, flugvallaskála og kvenna- fangelsi. Svo er og í hinum miklu sölum innflytjendastöðvarinnar í Ellis Island, en það er þröskuldur Bandaríkjanna. Þar er feiknmikið veggmálverk, í átta hlutum, samtals 230 fermetrar að stærð og á að sýna þátt þann, sem innflytjendurnir hafa átt í þróun iðnaðarins í Bandaríkjunum. 1 Lincoln-spítalanum er mjög eftirtekt- arvert veggmálverk, gert af Dananum Eric Mose. Myndin sýnir, hvernig menn á ýmsum tímum hafa litið á sjúkdómana, eða með öðrum orðum: hina eldgömlu bar- áttu mannanna gegn veikindaþjáningum. Það er yfir dyrum og stærð þess er 40 fermetrar. Annað stórt veggmálverk, sem líka er á sviði læknavísindanna, hefir vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Það er eftir Pramhald á bls. 13. Bandaríkin settu á stofn árið 1935 atvinnubóta- nefnd, sem meðal annars fékk fjölda listamanna verkefni. V wn i ■ - L .<gp | 1 I' ■ ■ i" í».» . |n •. • ■ Ijtfl | | P'4 Þetta veggmálverk prýðir spitala einn vestan hafs. ,'ð ei af dönskum manni, Eric Mose. Hún á að sýna baráttu manna við sjúkdóma. Höfundur var sæmdur vegna hennar gullpeningi ameríska arkit 'agsins.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.