Vikan - 16.01.1941, Qupperneq 7
VIKAN, nr. 3, 1941
7
ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR:
Að fagnaði með 5. herdeild
Eg stakk peningi í gasmælinn, í sömu
andrá heyrði ég hvin í gasvélinni og
tendraði bláan loga. Þegar Ingiríður
Rygg kom hafði ég með mikilli fyrirhöfn
rutt vinnuborð mitt, sem var eina borðið
í herberginu og alltaf þakið bókum, blöð-
um og skrifpappír. Eftir að gesturinn
hafði fengið nauðsynlegustu leiðbeiningar
til að sitja í hinum virðulega, flosklædda,
en því miður fótaveika hægindastól, sem
mér hafði verið lánaður, settumst við að
kaffidrykkju og borðuðum birkibrauð með
,,mömmu-marmelaði“.
----Ég ætla að skjóta hér inn í kafla
um kynningu mína við Rygg-fjölskylduna
í Horten. Árið 1933 komst ég í bréfasam-
band við unga, norska stúlku í Horten,
Álfhildi Rygg. Við skiptumst á myndum
og hétum því að hittast eins fljótt og auð-
ið yrði. Sumarið eftir dvaldi ég örstuttan
tíma í Noregi, en gaf mér þó tíma til að
fara til Horten. Það er lítill, snotur bær,
vestanvert við Oslóf jörðinn. Álfhildur vissi
um komu mína og beið mín á járnbraut-
arstöðinni. Ég þekkti hana strax, þótt ég
hefði aldrei séð hana áður. Hún var stór
og hraustleg, brádökk með dökkjarpt, lið-
að hár, klædd Vestfoldbúningi, hvítum lín-
serk og ljósbláum bol og pilsi. Hún átti
heima í hvítu timburhúsi í stórum trjá-
garði. Ingiríður, systir hennar, lítil, grann-
vaxin og hláturmild stóð uppi í stiga, sem
hafði verið reistur upp að berjatré og var
hún að tína ber í körfu, sem hún hafði
hengt á eina trjágreinina. Ólafur, bróðir
þeirra, sem stundaði verkfræðinám við há-
skólann í Þrándheimi, var í sumarleyfi og
notaði tímann til að mála utan hús móður
þeirra.
Ég tilfæri hér kafla úr dagbók minni:
„ . . . Þegar við höfðum snætt morgun-
verð, lögðum við af stað í mikinn leiðang-
ur. Fyrst skoðuðum við Flotasafnið
(Marinemuseum), þá vopnasafnið, þar sem
morðtól frá ýmsum tímum eru geymd og
þar næst hina stórfenglegu skipasmíða-
stöð. Ólafur hefir unnið þama og kann
því skil á öllum vélunum. Sá var nú í ess-
inu sínu, þegar hann var að sýna mér
hvemig þær ynnu. 1 þessari skipasmíða-
stöð eru smíðuð herskip, kafbátar, tund-
urspillar og flugvélar. Ég undraðist, hve
mikið var smíðað þarna af skipum, sem
einungis em notuð í hernaði. Við fórum
um borð í herskip, sem lá á höfninni og
að lokum skoðuðum við gamalt vígi. Það
eru sögulegar menjar frá herskárri fortíð,
en hefir varla aðra þýðingu. Hver ætti svo
sem að ráðast á þennan litla, friðsæla bæ ?
Og þó hefir hann mikið hernaðarlegt gildi,
ef Norðmenn lenda í ófriði. En hamingj-
unni sé lof, að það er ekkert útlit fyrir
það . . .“
Molar úr minnisblöðum.
(Þetta skrifaði ég í dagbókina mína í
júlí 1934. Tæpum sex árum síðar stóð blóð-
ugur bardagi við Horten).
Næsta ár var ég í páskaleyfinu með
Ryggsystrunum í litlu, vistlegu bjálkahúsi
á skógivöxnum ás skammt frá Nykirke.
Álfhildur var að lesa undir stúdentspróf,
við höfðum því mjög hægt um okkur, fór-
um samt í heimsókn á einn bóndabæ og
lentum í þreyfandi myrkri í skóginum á
heimleiðinni.
I sólskini sátum við uppi á hæðinni
,,Vettan“ og horfðum yfir rauð og ljós-
máluð bændabýli, hvíta kirkjuna, sléttur,
sem líktust bylgjandi, fagurlitu flosi, ása
klædda dökkum skógi. Rómantískustu
sveitalýsingar Björnsons rifjuðust upp
fyrir mér, er ég leit þessa friðsælu, fögru
byggð.
Þegar rökkvaði settumst við í kring um
arineldinn og röbbuðum saman. Stofan var
þægilega útbúin með legubekkjum og
mjúkum stólum, undir einhverri sessunni
var alltaf gervimús, sem tísti ámátlega í,
þegax sezt var á hann: Á borðunum voru
þverröndóttir dreglar og skrítnir vasar
með hvítum blómum (hvitveis), sem við
tíndum í skóginum og settum í rakan
mosa, svo að þau visnuðu ekki eins fljótt.
Bjálkahúsið hét ,,Hyggelia“, eigandi
þess var föðursystir Álfhildar og Ingiríðar,
kennslukona við hússtjórnarskóla í Osló.
Hún dvaldi í bjálkahúsinu lengst af í
sumarleyfum sínum og þangað hafði hún
flutt ýmsa ættargripi og skapað sér þama
vistlegt heimili með hlýjum, persónuleg-
um blæ.
Er við höfðum setið um stund og starað
í aringlæðumar, kveiktum við kertaljós,
en nú létum við alvarlegu bækurnar, sem
við vorum að lesa í á daginn liggja óhreyfð-
ar, en flettum þess í stað myndablöðum,
lásum kvikmyndafréttir, dáðumst að litlu
prinsessunum í Skaugum og teiknuðum
„munstur“ í rúmenskar sparitreyjur handa
okkur.
Það vildi til að við Álfhildur pexuðum
ofurlítið um stjórnarfarið í Þýzkalandi.
Þýzk vinstúlka Álfhildar skrifaði henni
langar lofgerðarrollur um foringjann og
allt það mikilsverða skipulagningarstarf,
sem hann hefði afkastað þjóð sinni til
heilla. Álfhildur var að vísu ekki blindur
nazismadýrkandi, en lofgerð þýzku stúlk-
unnar hafði þó haft talsverð áhrif á hana.
Síðar komst ég að því, að í Horten var
einhver slæðingur af unglingum, sem voru
að leika sér að því að vera nazistar.
Ég fór nokkrum sinnum með Álfhildi á
ritstjórnarskrifstofu „Horten Blad“s. Þar
vann vinstúlka hennar, sem kölluð var
gælunafninu Annekén. Hún var einhver
ófríðasta stúlka, sem ég hefi séð og þar
eftir hirðulaus um klæðaburð sinn, en
leiftraði af greind og áhuga og var mjög
vinsæl. Þegar hún var á gangi um götum-
ar í Horten hafði hún varla við að heilsa
með uppréttum armi og köllin: Heil og
sæl! Heil og sæl! hljómuðu þvert yfir göt-
ur og torg. Þessari fornu kveðju var hroða-
lega misþyrmt af þeim, sem ég heyrði nota
hana í Noregi, því að orðin voru borin
fram hæl og sel. Ég tók nazistakveðjurn-
ar í Horten fyrir unggæðishátt og gam-
ansemi, því að yfirleitt fór lítið fyrir þeim
stjórnmálaflokki í Noregi, þegar ég þekkti
þar bezt til. Eitt sinn lenti ég á útifundi
á Bragernestorgi í Drammen 1935. Þegar
ég innti eftir því, hvers konar mannsöfn-
uður þetta væri, var mér svarað því, að
þetta væri bara Nasjonalsamlingen! Það
sagði svo mikið sem að þetta þætti ekkert
merkis þing. Enda munu ekki aðrir en
nazistarnir sjálfir og ef til vill aðeins nokk-
ur hluti þeirra hafa trúað því í þá daga,
að þeir kæmust til valda í Noregi.
— — Nú víkur frásögninni aftur að
okkur Ingiríði Rygg frá Horten, þar sem
við sitjum við kaffidrykkju í herberginu
mínu í Skillebekk 1, Osló.
„Hvað eigum við að gera, ekki getum
við setið svona með hendur í skauti allt
kvöldið,“ sagði ég.
„Mér finnst afskaplega gaman að fara
á farfuglafundi, en það er víst enginn fund-
ur í kvöld,“ sagði Ingiríður.
„Bíddu andartak, ég ætla að skreppa
yfrum til frú Ohlsen og fá að sjá „Aften-
posten“.
„Það er skemmtun hjá Æskulýðssam-
bandinu (Landsungdomslaget) í kvöld,“
sagði ég, þegar ég kom aftur.
Hvorug okkar kannaðist við þetta nafn,
en við héldum að þetta væri landssamband
ungmennafélaga og töldum virðingu okkar
samboðið að eyða kvöldinu í slíkum félags-
skap.
Ingiríður bjóst við að þetta Æskulýðs-
samband hefði bækistöð sína í Bondeheim-
en, en þegar þangað kom var þar venju-
legt kaffihúskvöld og látlaust aðstreymi
af fólki.
„Það er „dueslipp“, þ. e. vinnukonufrí-
dagur, var mér svarað, þegar ég spurði
hvers vegna svo margt væri þar um mann-
inn.
1 Bondeheimen var okkur vísað á eitt-
hvert sveitamannamötuneyti og sagt að við
mundum geta fengið upplýsingar þar um
samkomustað Æskulýðssambandsins. Eft-
ir töluverða snúninga fundum við í kjall-
arasal einum fólk það, sem við vorum að
leita lags við. Þá leyndi sér ekki, hvar við
vorum í flokki staddar. Á veggnum bak
við ræðustólinn var strengdur fáni Ólafs
helga, gulur kross á rauðum grunni. Þetta
var fáninn, sem Nasjonalsamlingen beitti
sér fyrir að tekinn yrði upp sem þjóðfáni
Norðmanna.
Framhald á bls. 10.