Vikan


Vikan - 16.01.1941, Síða 13

Vikan - 16.01.1941, Síða 13
VIKAN, nr. 3, 1941 13 KREPPA SKAPAR LIST. Framhald af bls. 3. William C. Palmer og er í biðsölum Queen County General Hospital í New York. Það sýnir hinn geysilega mismun á læknavís- indum miðaldanna og vorra tíma. Stjórn amerískra fangelsismála hefir ekki látið sitt eftir liggja, hvað slíka skreytingu snertir. Mörg fangelsin hafa því fengið veggmálverk. I dagstofunni í kvennafangelsinu í New York er mikið veggmálverk, er sýnir hversdagslegt líf mæðra og barna. Og í baksýn eru bygg- ingar borgarinnar. Auðvitað er það ætlun- in, að mynd þessi vekji löngun fanganna til þess að lifa heilbrigðu fjölskyldulífi. I bókasafni háskóla eins í New York eru veggmálverk, er vekja sérstaklega athygli Norðurlandabúa, því að þau sýna víking- ana og þann þátt, sem Norðurlönd eiga í þróun vestrænnar menningar. Þau eru mál- uð af James Michael Newell og eru 200 fermetrar að stærð. Þannig mætti lengi telja, en hér verður Staðar numið. Þessi glæsilegu listaverk, sem prýða amerískar byggingar, eru minn- isvarðar um þá tíma, þegar atvinnuleysið lá eins og mara á þjóðunum. Þetta veggmálverk heitir: Grái hesturirm í frumskóginum. Bandaríkin hafa á margvíslegan hátt hjálpað listamönnunum, ekki einungis með þvi að láta þá gera veggmálverk, heldur hafa þeir einnig verið látnir sýna hugvit sitt við myndaauglýsingar og bæklinga. Oft koma fram mjög vel hugsuð verk, eins og þessi myndasamsteypa (Fotomontage). Læknirinn: „Það bezta, sem þér getið gert, er að hætta að reykja og drekka og fara í rúmið klukkan 10 á hverju kvöldi.“ Sjúklingurinn: „Hm • - og það næst- bezta?“ Frúin: „Við erum vön að drekka kaffi klukkan 8 á hverjum morgni.“ Nýja vinnukonan: „Jæja, en ef ég skyldi ekki vera komin á fætur, þá blessuð verið þið ekki að bíða eftir mér.“ Dómarinn: „Voruð þér einn um að fremja þjófnaðinn?" Ákærði: „Já, það er engum treystandi. Þó að maður fái sér félaga, veit maður aldrei hvort það er heiðarlegur maður.“

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.