Vikan


Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 1

Vikan - 06.02.1941, Blaðsíða 1
Nr. 6. 6. febrúar 1941. Iþulur Ufvarpsins. Samtal við Þorstein O. Stephensen um sjálfan hann og starf hans. UTVARPIÐ er orðið ríkur þátt- ur í lífi fjölda manns á landi hér. Það þykir ómissandi fyrir hvert heimili að eiga viðtæki, og fæstir geta án þess verið eftir að hafa einu sinni haft það. Sumir hlusta á svo að segja hvert orð, sem útvarpað er, aðrir velja úr dag- skránni það, sem þeir hafa sérstak- an áhuga fyrir og vilja ekki heyra neitt annað, og enn aðrir láta alveg tilviljunina ráða um það, hvaða út- varpsefni þeir hlusta á. Það fer að vonum um stofnun, sem svona mikið grípur inn í frí- stundir manna, að dómarnir um hana, starfshætti hennar, efnisval og fólkið, sem hún lætur annast dagsskráratriðin, eru á ýmsa lund. Sumum líkar þetta, öðrum hitt og ekki skortir aðfinnslurnar. Um ein- staka atriði og menn virðast þó flestir geta orðið sammála. Það er þá venjulega vegna þess, að þar vantar hvorki getu, vilja né þrek til að vinna verkið vel á allan hátt. Slíkir menn verða og vinsælir mjög með þjóðinni, þótt fæstir lands- manna hafi þá augum litið, og viti í rauninni harla lítið um æfi þeirra og áhugamál. Er það svo um flest fólk, að það langar mjög til að sjá þessi eftirlætisgoð sín, eða að minsta kosti mynd af þeim, og heyra eitthvað um þau. Einn þessarra dáðu manna Út- varpsins er Þorsteinn Ö. Stephen- sen, aðalþulur þess. Hann hefir frá því fyrsta, að hann lét til sín heyra, notið alveg sérstakra vinsælda. Þess vegna höfum vér nú snúið oss til hans og beðið hann um mynd og spurt hann nokkurra spurninga, er hann svaraði á eftirfarandi hátt: Sjá viðtalið á blaðsíðu þrjú.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.