Vikan - 06.02.1941, Side 5
VIKAN, nr. 6, 1941
5
W
Ast og hjónaband.
SMÁSAGA
eftir
WILMA SHORE
Allar stúlkur, sem ólust upp í Bronx
og vildu vinna fyrir sér, vissu, að
þær myndu annað hvort verða
kennslukonur eða hraðritarar. Millie Pa-
tron var engin undantekning, og löngu
áður en hún hafði lokið skólanámi, var
hún ákveðin í, hvað hún ætlaði að gera.
í fyrsta lagi vissi hún, að hún var ekki
nógu lagleg til þess að geta verið kennslu-
kona, nema þá að þræla baki brotnu; og
í öðru lagi vissi hún, að ekki myndu líða
nema fá ár, þangað til hún giftist.
Það var undarlegt, hvað hún var viss í
sinni sök, því að hún var alls ekki lagleg.
Hún hafði fallega hvíta húð og fallegt hár,
skólasystkinin kölluðu hana Glókoll, en
þegar hún keypti sér súkkulaði á veitinga-
skálanum á kvöldin, stríddu þau henni á
því, hvað hún væri feit. En henni var sama.
Henni var alveg sama, þó að henni væri
strítt. Og auk þess þótti henni gott súkku-
laði. Hún þóttist viss um, að tvö þrjú
pund til eða frá myndu ekkert gera til,
ef einhver vildi giftast henni á annað
borð.
Þegar hún var búin í verzlunarskólan-
um, fékk hún móður sína
til þess að gefa sér pen-
inga fyrir nýjum hatti, og
fór svo að leita sér að at-
vinnu.
Eftir viku leit tókst
henni að fá vinnu á skrif-
stofu. Húsbóndinn var
viðkunnanlegur miðaldra
maður, sem ekki vildi
borga mikið kaup, en gerði
heldur ekki miklar kröfur.
Hún eignaðist kunningja á
meðal starfsfólksins, og
keypti sér heklunál og nóg
garn til að hekla sér rúm-
teppi yfir hjónarúm.
Þegar hún var búin að vera tvö ár á
skrifstofunni, giftist starfsystir hennar.
Millie varð einkaritari húsbóndans, og önn-
ur stúlka var fengin í hennar stað. Hún
lauk við rúmteppið og byrjaði á serviett-
unum.
Á kvöldin hitti hún ýmsa af strákun-
um, sem höfðu verið með henni í skólan-
um. En eftir því sem tíminn leið, urðu
þeir færri og færri, og stundum urðu vinir
hennar, sem giftir voru eða trúlofaðir, að
hjálpa henni til að ná sér í dansfélaga.
Millie var þetta full ljóst, hún var enginn
kjáni, en henni var alveg sama. Henni þótti
gaman að fara út og skemmta sér, en á
bak við það var engin alvara. Eins og at-
vinnan var gleðskapur í hópi félaga að-
eins til að eyða tímanum, þangað til hún
hitti þann rétta — manninn, sem hún ætl-
aði að giftast.
Jafnvel þegar hún var lítil stúlka, hafði
hún vitað, að það eina, sem máli skipti í
lífinu, væri að giftast, eignast heimili, ást-
ríkan eiginmann, og ef til vill tvö eða þrjú
börn, öðlast hið kyrrláta stöðuglyndi, sem
einkenndi móður hennar. Hjónabandið var
allt þetta, og það var líka eitthvað meira,
eitthvað, sem hún gat ekki komið orðum
að, jafnvel ekki við sjálfa sig, en hún fann
það. Það byrjaði neðst í mjóhryggnum og
það hafði hún líka gert. Auk þess átti hún
rúmteppið og servietturnar og sex útsaum-
uð handklæði. Hún sagði upp vinnunni með
mánaðar fyrirvara. Forstjóranum þótti
slæmt að missa hana og sendi henni dúk
á eldhúsgólfið.
Þau- leigðu sér íbúð, tvö herbergi og eld-
hús, mitt á milli þess, sem þau höfðu áður
átt heima hvort um sig og hún tók til við
heimilisstörfin. Hún fór niður í Fjórtándu
leiddi alveg fram í fingurgóma, eins og
mjúkur, þungur straumur. Það var eins og
að borða súkkulaði með rjóma.
Hún hitti Lou sumarið, sem hún var
tuttugu og tveggja ára. Hann var grann-
vaxinn og lægri vexti en hún. Rödd hans
var lág og hás, næstum því eins og hvísl.
Hann var tuttugu og sjö ára, en leit út
fyrir að vera eldri. Hún var sannfærð um,
að hún elskaði hann, af því að í návist
hans fóru um hana þessi sami mjúki, þungi
straumur. Hún minntist á hann í bréfi til
móður sinnar, þegar hún hafði þekkt hann
aðeins í fjóra daga. „Hann er ágætur
strákur,“ skrifaði hún, ,,og er prentari.“
Hann bað hennar tveim mánuðum síðar.
„Við gætum giftzt,“,“ hvíslaði hann, „ef
þú vilt . . . ég elska þig, Millie.“
Hann hafði sparað saman peninga, og
götu til að kaupa sirsblúndur á hilluna á
salerninu. Á kvöldin sátu þau með blýant
og blað og reiknuðu út, hvað veggteppi
mundi kosta eða, hvort þau ættu heldur
að bíða með að kaupa það þangað til næsta
ár og kaupa sér heldur betri hægindastól.
Stundum skrapp hún til mömmu sinnar
seinni part dagsins.
Á morgnana fór hún á fætur til að taka
til morgunverð handa Lou og hún naut
þess, því að hún vissi, að hún hefði getað
sofið. Eftir miðd'egisverðinn tók hún sér
blað í hönd og lagðist upp í dívan og minnt-
ist þess, hvernig hún hafði orðið að fara
á skrifstofuna strax eftir matinn. Þetta
var munurinn á að hafa sitt eigið heimili;
þá gat maður 'gert það sem manni sýndist,
ef maður hafði höfuðverk, gat maður legið
fyrir allan daginn. En venjulega var hún
ekki komin nema fram í miðja sögu, þegar