Vikan - 06.02.1941, Page 13
VIKAN, nr. 6, 1941
13
Ást og hjónaband.
Framh. af bls. 6.
sígarettuna, sem hún hélt á, en fann, að
augu hans hvíldu á henni. „Hvað sagð-
irðu?“
Hún saug djúpt úr sígarettunni. „Ég
sagði nei. Hvað átti ég að segja annað?
Hvers vegna ætti ég að fara að gleypa í
mig kaffið á hverjum morgni og hlaupa
svo af stað? Og sitja yfir ritvél allan dag-
inn. Ég sagði henni, að ég kærði mig ekki
um að fara að keppast við stimpilklukku
á hverjum morgni aftur. Hvers vegna ætti
ég að fara að vinna úti á meðan okkur
skortip ekki beinlínis peninga? Ég sagði
henni, að ég hefði nóg að gera heima. Því
þá að fara að byrja aftur?“
„Auðvitað ekki,“ sagði Lou. „Það er
alveg rétt. Auðvitað ekki . . .“
Einn morguninn, þegar þau sátu við
morgunverðarborðið, leit hann á hana og
sagði: „Heyrðu, Millie, þú ert farin að
reykja nokkuð mikið.“
„Já, ég býst við því,“ sagði hún. Hún
stóð upp og fór með diskana fram í eld-
hús. Hann bar inn kaffibollana. „Af hverju
reynirðu ekki að minnka það dálítið ?“
spurði hann. „Ég held, að það sé farið að
gera þig taugaveiklaða.“
„Já, ég býst við því,“ sagði hún, og eftir
stundarkorn fór hann fram og setti upp
hattinn og fór í frakkann. „Jæja, vertu
bless!“ kallaði hann úr forstofunni.
„Bless!“ Hún lauk við að þvo upp, og
þegar hún var búin að því, fannst henni
hún ekki geta verið stundinni lengur inni
og fór út til að kaupa til heimilisins. Það
var kaldur og hráslagalegur vindur úti,
sem smaug í gegnum kápuna, inn að beini.
Henni var sárkalt á höndunum, en hún
hafði ekki rænu á að setja upp hanzkana.
Hún fór í nýlenduvöruverzlunina, græn-
metisverzlunina og til kjötkaupmannsins.
Það var sami gamli maðurinn, sem af-
greiddi hana og venjulega. Hann var feit-
ur, með slétt, búlduleitt og ljósrautt and-
lit eins og ungbarn og gekk með gráan
flókahatt. Hún leit í kringum sig. Allan
tímann, sem hún hafði verzlað þarna, hafði
hún aldrei séð búðina tóma. Hún varð
undrandi, þangað til henni varð ljóst, að
klukkan var ekki orðin níu. Kaupmaður-
inn var að borða morgunverðinn. Hann
drakk kaffi og á borðinu fyrir framan hann
var stór kökubiti.
Hann brosti til hennar. „Má bjóða yður
bita, frú Berk?“ spurði hann. Hann var
einhver útlendingur, með sítt, hrokkið hár,
sem örlítið var byrjað að grána.
Hún varð undrandi, en svo sá hún, að
honum var ekki alvara og brosti. „Ég er
búin að borða, þakka yður fyrir.“
„Þarna sérðu,“ sagði hann við stúlkuna,
sem stóð við peningakassann. „Ég vissi,
að ég myndi geta komið frú Berk til að
brosa.“
„Þér hljótið að hafa séð mig brosa fyrr.“
Önnur kona kom inn í búðina. „Nei, þér
eruð allt af svo alvarlegar,“ sagði kaup-
maðurinn, og svo kinkaði hann kolli til
hinnar konunnar. „Góðan daginn, frú Hall-
oran, þér viljið fá góðan bita af steikar-
kjöti?“
Hún tók kálfskjötið sitt og borgaði
stúlkunni. Hún hafði svar á reiðum hönd-
um en hætti við það og fór út.
Næstu daga kom hún í búðina á sama
tíma, og gamli maðurinn afgreiddi hana.
Og svo einn morguninn, þegar hún vakn-
aði, leið henni vel. Hún glettist við Lou við
morgunverðarborðið og tók til verkanna
með meiri starfsgleði en hún hafði gert í
margar vikur. Úti skein sólin og þvott-
urinn úti á snúrunni blakti í golunni. Hún
skildi eftir opna gluggana, þegar hún fór
út að verzla.
Þegar hún kom til kjötkaupmannsins,
bauð hann henni kaffi. „Ég drekk alltaf
svart kaffi,“ sagði hún, og gretti sig um
leið og hún leit á mjólkurlitað kaffið.
„Hvers vegna?“ spurði hann. „Eru þér
hræddar um, að þér fitnið?“
Hún kastaði lítið eitt til höfðinu. „Hvað
haldið þér?“
„Nei,“ sagði hann, „þér þurfið ekki að
óttast það.“ Hann sneri sér að gamla
manninum, „heldurðu það?“
Hún leit niður og fór að athuga kjötið
fyrir framan sig á borðinu. Hún fann, að
hún roðnaði. „Ég ætla að fá þetta,“ sagði
hún. „Látið mig fá góðan bita.“
„Þó það nú væri, frú Berk,“ sagði hann.
„Ég skal láta yður fá bezta bitann.“ Hann
tók vænan hryggjarbita. „Hvernig er
þetta?“
„Allra vænsti biti,“ sagði gamli maður-
inn.
„Hver?“ sagði kjötkaupmaðurinn. „Frú
Berk?“
Allir fóru að brosa, en hún gat það ekki,
þó að hún vissi, að hún ætti að gera það.
„Ég hélt, að þú ættir við frú Berk,“ sagði
kaupmaðurinn og leit á hana.
Gamh maðurinn hallaði sér fram yfir
borðið. „Þetta er ekki staður fyrir prests-
son,“ sagði hann og brosti íbygginn.
„Hvað er athugavert við hann?“ sagði
kaupmaðurinn hátt. „Frú Berk líkar vel
hérna, er það ekki, frú Berk?“ Hann depl-
aði augunum framan í hana.
„Jú, jú,“ flýtti hún sér að segja. Svó
þurfti hún allt í einu að flýta sér, tók
pakkann sinn, borgaði og fór út án þess
að líta á hann.
Seinna um daginn komst hún að þeirri
niðurstöðu, að hún þyrfti að þvo sér um
höfuðið, og hún þvoði það úr sítrónuvökva
og var lengi að greiða það. Lou tók eftir
því, hvað hún leit vel út, þegar hann kom
inn úr dyrunum um kvöldið. Og við kvöld-
verðarborðið hafði hann orð á því aftur.
„Þú ert svo falleg núna. Og það . .. það
liggur svo vel á þér.“
„Vel?“ sagði hún. „Mér líður bara eitt-
hvað svo vel í dag.“
„Þú lítur vel út,“ sagði hann. „Þú ljóm-
ar öll. Ég er viss um, að það hefir eitt-
hvað skemmtilegt komið fyrir þig í dag.“
„Eitthvað skemmtilegt?“ sagði hún.
„Nei, það kom ekkert fyrir. Viltu meira
kjöt?“
Hún var að skera handa honum kjöt,
þegar henni varð það ljóst. „Ég fór bara
í kjötbúðina," sagði hún eins og hún væri
að tala við sjálfa sig.
„Þú hefir fengið gott kjöt hjá honum,“
sagði Lou, en hún heyrði ekki, hvað hann
sagði. Hún var að hugsa um það, sem hún
hafði sagt.
Hvaða máli skiptir það, hugsaði hún
hvað k jötkaupmaður segir við mig ? Hvern-
ig getur það haft áhrif á skap mitt? Og
hún leit í kringum sig á dívaninn, vegg-
teppið, lampann, gardínurnar, Lou. „Lou,“
sagði hún með hátíðlegum alvörusvip, hall-
að sér fram á borðið og leit á hann. „Lou,
ég ætti kannske að fara að vinna úti. Held-
urðu það ekki? Fá mér einhvers staðar
vinnu, eitthvað bara----.“ Og hún vissi,
að hún sagði þetta einungis af því að hún
gat ekki sagt, Lou, hvað er bogið við
hjónaband okkar? Hún gat ekki sagt það
við hann.
„Hvað áttu við?“ hvíslaði hann. „Ég
hélt, að þú ...“ Hann varð vandræðalegur
á svipinn. Hann skildi þetta ekki.
Hún skildi það ekki heldur. Það var
hræðilegast af öllu.
Flotastyrkur
Bandaríkjanna og
Japana.
Kort þetta sýnir styrkleika-
hlutföllin, sem amerískir hern-
aðarsérfrœðingar álíta að séu
á milli flota Bandaríkjanna og
Japan. Vinstri töludálkurinn á
myndinni sýnir skipafjölda
Bandaríkjanna af hverri teg-
und, en töludálkurinn hægra
megin samsvarandi skipafjölda
Japana. Skipategundirnar eru
sýndar á miðri myndinni, efst
eru flugvélamóðurskip, þá or-
ustuskip, beitiskip, tundurspill-
ar og kafbátar.
u.s. , T y PE JAPAN1
6 ,,
13 BATTLEJHIP5 10
37 "—1—IttIjL ~CRCJI 44
197 OE5TROVER5 |4I
102 5U8MARINE5 74