Vikan - 13.02.1941, Side 4
4
VIKAN, nr. 7, 1941
hug minn allan, svo að öll mín gömlu
áhugamál urðu brátt að víkja. Ég hafði
engan tíma til að sinna hinum raunveru-
legu vinum mínum, þeim sem þekktu mig
og mátu mig sjálfs mín vegna. Vinkon-
umar voru flestar giftar, og mér fannst
líf þeirra dauft og tilbreytingarlaust.
Þannig missti ég þessa gömlu vini einn á
fætur öðrum, og þá sem ég eignaðist í
staðinn, komst ég flesta í kynni við í sam-
bandi við störf mín. Ég bauð heim til mín
aðeins þeim konum og körlum, sem feng-
ust við lík störf og ég eða ég gat haft
gagn af. Þeir umgengust mig af sömu or-
sökum. Utan þessa þrönga hrings var ég
eins og úti á þekju.
Milli tuttugu og fimm og fjörutíu og
fimm ára aldurs, fékk ég mörg bónorð,
sum frá mönnum, sem ég hefði auðveld-
lega getað elskað. En ég vildi það ekki. í
hvert skipti bar ég saman það, sem hjóna-
bandið mundi veita mér og það, sem það
mundi svipta mig. Ég yrði að hætta at-
vinnu minni og ferðalögum þeim, sem henni
fylgdu. Að giftast mundi vera sama fyrir
mig og setjast í helgan stein. Þess vegna
hafnaði ég því. Ég hafði ekki hugmynd
um, hvað mat mitt á lífinu var orðið al-
gerlega byggt á f járhagslegum sjónarmið-
um og fjarri öllu kvenlegu eðli.
Maður, sem eitt sinn hafði elskað mig,
opnaði augu mín fyrir því, hvernig ástatt
var um mig. Þegar hann bað mín, voru
tekjur mínar meiri en hans. Ef ég hefði
gifzt honum, hefði ég orðið að búa í lítilli
borg inni í landi og laun hans hefðu ekki
leyft, að ég léti eftir mér ýmislegt, sem
mér þótti ég ekki geta án verið. Mér féll
hann vissulega vel í geð og það olli mér
sársauka að hafna honum. En ég gerði
það — því að vinnan kallaði.
Ég sá hann ekki í nokkur ár eftir þetta.
Svo hittumst við af tilviljun í erlendri
stórborg. Hann var kvæntur, átti heimili
og hafði komið sér vel áfram í heiminum.
Hann bauð mér að borða með sér hádegis-
verð á hóteli. Er ég var í miðjum klíðum
að segja honum frá starfi mínu, tók ég
eftir því, að hann starði á mig og bros
lék um varir hans og í svip hans þóttist
ég sjá bæði gagnrýni og efasemi. Ég
spurði, um hvað hann væri að hugsa. Hann
hristi höfuðið og sagði ertnislega:
„Áður fyrr fögur kona, en nú venjuleg-
ur amerískur kaupsýslumaður."
Ég hló að þessum orðum hans. En þó
verkuðu þau á mig eins og mér væri gefið
utan undir, af því, að þau sögðu mér óljúf-
an sannleika. Ég sá nú, að starf mitt hafði
tekið mig svo sterkum tökum, að það hafði
fjarlægt mig konuhlutverki mínu. Áhugi
minn á því og venjur þær, sem það hafði
mótað, höfðu eyðilagt þá eiginleika kon-
unnar, sem gera hana hæfa til að skapa
heimili. Engin, sem miðar allt við sjálfa
sig, er hræsnifull og einhliða, eins og ég
var orðin, getur verið yndisleg og misk-
unnsöm kona og móðir.
En ég er ekki ein um það, að þjást vegna
þess að hafa snúið öllum hlutum öfugt á
þennan hátt. Ég þekki konu, sem hefir
haft heppnina með sér eins og hinir fær-
ustu karlmenn og þeir telja í hópi jafn-
ingja sinna. Til þess að öðlast þetta stig,
fórnaði hún bæði ást og giftingu. Áður
fyrr var aðdráttarafl hennar mikið, nú er
hún sextug og einmana og bitur í skapi.
Hún á fallegt heimili, hefir þjónustufólk,
launaðan félaga og gnægð fjármuna. „Ég
mundi vilja fórna þessu öllu,“ sagði hún
við mig fyrir skömmu, „ef ég gæti orðið
þrjátíu og fimm árum yngri og fengið það,
sem ég tapaði: tækifærið til þess að elska
og giftast og eignast fjölskyldu."
Aðra konu þekki ég, sem nú hefir náð
þeim tindi, er einungis fáum konum auðn-
ast að klífa. ITún hefir öðlast hið mesta
brautargengi og heppni, sem fallið getur
í skaut nokkrum manni eða konu. Hana
skorti hvorki fegurð né gáfur, ekkert —
nema ánægjuna. Hún hefir tvisvar gifzt
og ætlað sér að yfirgefa starf sitt til þess
að lifa f jölskyldulífi. Hjónabandið hefir í
bæði skiptin farið út um þúfur, eftir því
sem hún sjálf segir, vegna þess, að hún
„gat ekki verið án þess að vinna.“ Aftur
og aftur hefir hún hent sér út í hringiðu
heimsins, aldrei unað sér hvíldar. Þotið úr
einum stað í annan, önnum kafin og um-
kringd af fólki, sem heyrði til þessu lífi.
Börnin hennar tvö hafa farið úr heima-
vistarskólanum á sumarheimilið. Hinir
gömlu og góðu félagar hennar eru roknir
út í veður og vind. Hún er enn á þönum,
aldrei ein, en alltaf einmana og vel vitandi
það, að hún er að ná þeim aldri, þegar
halla tekur undan fæti. Það þarf ekki ann-
að en líta framan í hana til þess að sjá,
hve óánægð hún er með sjálfa sig.
Þegar konan hefir áttað sig á þessu tví-
skipta hlutverki, sem fyrirvinna og hús-
móðir, getur verið, að henni takist að
skapa jafnvægi á milli þeirra. En þegar
...................................... m ..1111111111111111111111^
Vitið pér pað?
1. Tír hverju var Gleipnir, fjötur sá, =
er Fenrisúlfur var bundinn með ? 1
1 2. Hvenær réðust Italir inn í Ethi-
l opiu (Abessiníu) ?
3. Hvað þýðir nafnið Abraham?
i 4. Hver er þingmaður Vestur-Hún-
| vetninga ? i
i 5. Hvaðan er komið orðtakið ,,að =
i leysast úr Læðingi" ?
1 6. Hver fann eyjuna Madeira og
hvað þýðir orðið ?
7. Hvenær réðust Japanir inn í
| Kína? i
8. Hver var Páll Vídalin og hvenær
5 var hann uppi? i
9. Hvenær gáfust Frakkar upp fyr- i
ir Þjóðverjum ? i
10. Hvað heitir höfuðborgin í kon-
. ungsríkinu Siam? 1
Í Sjá svör á bls. 15.
/hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|l||||||||ll|linil|||t^
ég heyri ungar stúlkur dásama þá mögu-
leika, sem kvenfólk hafi nú til að stunda
sjálfstæða atvinnu, eins og það sé það eina
sáluhjálplega í lífinu, þá get ég ekki var-
ist þeirri hugsun, að þetta jafnvægi eigi
langt í land.
Um daginn heyrði ég tvær þeirra, aðra
einkaritara tuttugu og níu ára gamla, og
hina auglýsingateiknara rúmlega tvítuga,
halda því fram, að hjónabandið væri ekki
svo þýðingarmikið fyrir „kvenfólk eins og
okkur.“ Það væri annað, sem væri meira
um vert heldur en að giftast og eignast
börn. Þær hefðu starf sitt að annast, og
þær ætluðu báðar að varast það að verða
ástfangnar. Og önnur bætti við: „Það er
skrítið. Karlmennimir eru skrítnir. Þeir
geta ekki skilið það, að ef maður hefir
áhuga á að komast áfram í starfi sínu,
verður maður að vera við það öllum stund-
um. Ég átti marga kunningjastráka, en
ég er að mestu hætt að sjá þá, af því að
þeir gátu ekki skilið, að ég gæti ekki verið
til taks, hvenær sem væri, og að starf mitt
gengi fyrir öllu. Mamma segir, að mig
muni iðra þessa síðar. En hún er gamal-
dags og skilur þetta ekki.“
Hinu ber þó ekki að neita, að ég þekki
nokkrar konur, sem hafa leyst þetta tví-
þætta hlutverk af hendi með öruggri
stefnufestu. Ein þeirra giftist ekkjumanni,
sem átti tvö börn. Af því að hún hafði
fyrir móður sinni að sjá, hélt hún áfram
vinnu sinni, sem ekki krafðist sérlega
mikils af henni. Seinna fékk hún freist-
andi tilboð um vinnu, sem var bæði
skemmtilegri og betur borguð. En hún
mundi hafa krafist meira af tíma hennar.
Hún neitaði henni. „Gifting mín, og þær
skuldbindingar, sem ég tókst á hendur með
henni, voru mér meira virði,“ sagði hún,
„en nokkur atvinna hefði nokkurn tíma
getað orðið.“ Líf hennar hefir orðið ham-
ingjusamt á öllum sviðum. Stjúpbörn
hennar voru efnileg og þeim þótti vænt um
hana. Þegar móðir hennar dó, hætti hún
að vinna úti. Nú er hún um fimmtugt og
nýtur farsælla samvista við mann sinn og
á fjölda gamalla vina, sem hún aldrei
hafði vanrækt vegna anna. Fyrir konur,
sem verða að vinna, virðist mér þessi sam-
ræming lykillinn að farsælli framtíð þeirra.
Það er satt, að kona, sem á sæmilega
efnaðan mann og engin börn, fær ekki
nægileg verkefni handa sér innan veggja
heimilisins. Ef hún á börn, kemur líka að
því, að börnin eldast og þarfnast þá minni
umönnunar. Fyrir konur, sem hafa tíma
aflögu, eru til ótal verkefni, er ekki þurfa
að verða þess valdandi, að þær fórni lífs-
hamingju sinni þeirra vegna. Það er hægt
að sinna á óeigingjarnan hátt ýmsum
áhugamálum og hljóta að launum það, sem
er meira virði en peningar.
Það, sem ég að lokum vil segja er þetta:
Mín skoðun er sú, að það sé ákjósanleg-
ast fyrir konuna að giftast og eignast
heimili og lífsförunaut, þótt föng séu ekki
mikil, því að þá muni hún helzt öðlast
hamingjuna — og aldrei vera einmana.